Ætlar einn í hringferð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. mars 2019 07:30 Utanríkisráðherra var glaðbeittur á fundi sínum með Mike Pompeo í Hörpu þótt hans væri sárt saknað annars staðar á meðan. Fréttablaðið/Eyþór „Ég er búinn að halda fundi frá því ég byrjaði í pólitík, hef alltaf ferðast um landið með fundi. Það er ekkert nýtt,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem undirbýr nú fundi um utanríkismál víða um land. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrirhuguð ferðalög ráðherrans valdi nokkrum heilabrotum í flokksforystunni enda hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verið á ferð og flugi að undanförnu. Ráðherra hafi ítrekað þurft að boða forföll á viðburði í fundaherferð þingflokksins en hafi gjarnan verið að funda með Sjálfstæðismönnum annars staðar á sama tíma. Þá hafi hann lítið sést í rútuferð þingflokksins en undirbúi nú eigin hringferð. Guðlaugur segist hafa farið í allar ferðir á vegum þingflokksins sem hann hafi komið við. Hins vegar sé mikið leitað eftir því að hann hitti flokksfélaga víða um land og slíkir fundir gjarnan undirbúnir með löngum fyrirvara og hafi jafnvel verið auglýstir og erfiðleikum bundið að bakka út þótt árekstrar komi upp. „Ég get því miður ekki verið á tveimur stöðum í einu, þótt ég leggi mig allan fram. Það eru bara tuttugu og fjórir tímar í mínum sólarhring eins og annarra,“ segir Guðlaugur. Hann segir einnig góðar skýringar á því hve lítið hann gat verið í rútuferð þingflokksins í kjördæmavikunni. Hann hafi bæði þurft til læknis í Reykjavík og svo átti hann fund með utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Ég tók fund með Mike Pompeo reyndar fram yfir þingflokkinn. Ég veit ekki hvort mönnum hefur þótt það misráðin forgangsröðun,“ segir Guðlaugur. „Við bindum ekkert alla í hópnum en hann er búinn að vera með okkur í stórum hluta prógrammsins. Það eru einhver frávik hjá honum og einhver hjá öðrum eins og gengur,“ segir Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um mætingu Guðlaugs. Hann segir að prógrammið hafi verið nokkuð stíft enda um 55 viðkomustaði að ræða á nokkurra vikna tímabili. Aðspurður um fyrirhugaða ferð sína um landið segir Guðlaugur að mikið hafi verið að gerast á vettvangi utanríkismála sem hann vilji ræða við flokksfélaga víða um land og auðvitað landsmenn alla. Allt frá málefnum EES-samningsins, norðurslóðum, NATO og þróunarmálum til skipulagsbreytinga í utanríkisþjónustunni. Þá þurfi að kynna breytingar sem orðið hafi á Íslandsstofu. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Utanríkismál Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
„Ég er búinn að halda fundi frá því ég byrjaði í pólitík, hef alltaf ferðast um landið með fundi. Það er ekkert nýtt,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem undirbýr nú fundi um utanríkismál víða um land. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrirhuguð ferðalög ráðherrans valdi nokkrum heilabrotum í flokksforystunni enda hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verið á ferð og flugi að undanförnu. Ráðherra hafi ítrekað þurft að boða forföll á viðburði í fundaherferð þingflokksins en hafi gjarnan verið að funda með Sjálfstæðismönnum annars staðar á sama tíma. Þá hafi hann lítið sést í rútuferð þingflokksins en undirbúi nú eigin hringferð. Guðlaugur segist hafa farið í allar ferðir á vegum þingflokksins sem hann hafi komið við. Hins vegar sé mikið leitað eftir því að hann hitti flokksfélaga víða um land og slíkir fundir gjarnan undirbúnir með löngum fyrirvara og hafi jafnvel verið auglýstir og erfiðleikum bundið að bakka út þótt árekstrar komi upp. „Ég get því miður ekki verið á tveimur stöðum í einu, þótt ég leggi mig allan fram. Það eru bara tuttugu og fjórir tímar í mínum sólarhring eins og annarra,“ segir Guðlaugur. Hann segir einnig góðar skýringar á því hve lítið hann gat verið í rútuferð þingflokksins í kjördæmavikunni. Hann hafi bæði þurft til læknis í Reykjavík og svo átti hann fund með utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Ég tók fund með Mike Pompeo reyndar fram yfir þingflokkinn. Ég veit ekki hvort mönnum hefur þótt það misráðin forgangsröðun,“ segir Guðlaugur. „Við bindum ekkert alla í hópnum en hann er búinn að vera með okkur í stórum hluta prógrammsins. Það eru einhver frávik hjá honum og einhver hjá öðrum eins og gengur,“ segir Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um mætingu Guðlaugs. Hann segir að prógrammið hafi verið nokkuð stíft enda um 55 viðkomustaði að ræða á nokkurra vikna tímabili. Aðspurður um fyrirhugaða ferð sína um landið segir Guðlaugur að mikið hafi verið að gerast á vettvangi utanríkismála sem hann vilji ræða við flokksfélaga víða um land og auðvitað landsmenn alla. Allt frá málefnum EES-samningsins, norðurslóðum, NATO og þróunarmálum til skipulagsbreytinga í utanríkisþjónustunni. Þá þurfi að kynna breytingar sem orðið hafi á Íslandsstofu.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Utanríkismál Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira