Vilja fresta samrekstri leikskólanna vegna uppsagna: „Þetta leggst mjög þungt á fólk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. mars 2019 11:13 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem sitja í borgarráði leggja fram tillögu á fundi ráðsins í dag um að fresta fyrirhuguðum samrekstri leikskólanna Suðurborgar og Hólaborgar. vísir/vilhelm Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem sitja í borgarráði leggja fram tillögu á fundi ráðsins í dag um að fresta fyrirhuguðum samrekstri leikskólanna Suðurborgar og Hólaborgar. Friðbjörg Gísladóttir, sérkennslustjóri og leikskólakennari í Hólaborg, segir að mikil óánægja sé með þessar fyrirætlanir en þrír leikskólakennarar Hólaborgar hafa skilað inn uppsagnarbréfi vegna málsins en þó með þeim fyrirvara að uppsögnin verði dregin til baka ef ekkert verður af samrekstrinum.Óttast að stefna Hólaborgar muni lúta í lægra haldi fyrir stærri leikskóla Friðbjörg segir í samtali við Vísi að leikskólarnir tveir séu afar ólíkir og reki ólíkar stefnur. Hólaborg leggi til dæmis mikið upp úr flæði en þannig er öllum börnum í leikskólanum frjálst að flakka á milli deilda á leikskólatíma. Hún segir að leikskólakennarar Hólaborgar hafi miklar áhyggjur af því að þeirra stefna yrði undir ef af sameiningunni verður vegna þess að Suðurborg er mun stærri leikskóli.Friðbjörg Gísladóttir, leikskólakennari, hefur miklar efasemdir um fyrirhugaðan samrekstur leikskólanna.„Það hefur alltaf verið mjög góður starfsandi hér en þetta leggst mjög þungt á fólk.“ Samkvæmt nýrri tillögu skóla-og frístundaráðs kemur fram að til stendur að reka leikskólana áfram í þeirri mynd sem er nú en þó undir einum stjórnanda. Þetta var niðurstaðan eftir umsagnir foreldra og kennara við skólana. Þrátt fyrir að í nýrri tillögu hafi verið fallið frá hugmyndinni um eiginlega sameiningu finnst leikskólakennurum á Hólaborg ekki hlustað á sig og segja þetta vera dulbúna sameiningu og að þeir hafi enga tryggingu fyrir því að stefnan sem leikskólastarfið þeirra hverfist um verði virt undir nýjum stjórnanda. Þá finnst leikskólakennurunum Reykjavíkurborg vilja útrýma smærri leikskólum.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir segir að of mörgum spurningum sé ósvarað í málinu.Vísir/EgillOf mörgum spurningum ósvarað Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem eiga sæti í borgarráði, hyggist leggja fram tillögu á fundi ráðsins þess efnis að fyrirhuguðum samrekstri verði frestað því of mikið sé í húfi. „Það er bara fyrst og síðast það að við teljum að þarna sé allt of mörgum spurningum ósvarað og málið vanreifað. Það hefur komið fram ný tillaga sem við viljum að foreldrum og starfsfólki gefist tækifæri á að kynna sér og fá að gefa umsögn um. Auðvitað höfum við áhyggjur af því að ef það verða þarna einhverjar fjöldauppsagnir að það bitni á skólastarfinu,“ segir Marta. „Við lentum í því þarna þegar sameiningarnar miklu voru þarna 2010 að það voru miklar uppsagnir og fólk fór til annarrar starfa eða í önnur sveitarfélög sem hefur valdið þessari miklu manneklu á leikskólum sem við höfum mátt búa við síðustu ár og hefur bitnað verulega á leikskólastarfinu í borginni,“ segir Marta sem bætir við að manneklunni hefði verið velt yfir á þá starfsmenn sem fyrir eru. Það sé ekki gott í ljósi þess að frekar þurfi að laða fólk í leikskólana og bæta starfsumhverfið. Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þessa skóla á að sameina Tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í dag. Meðal annars eru gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði sameinaðir. Hér er tillögum hópsins raðað eftir hverfum. 3. mars 2011 15:51 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem sitja í borgarráði leggja fram tillögu á fundi ráðsins í dag um að fresta fyrirhuguðum samrekstri leikskólanna Suðurborgar og Hólaborgar. Friðbjörg Gísladóttir, sérkennslustjóri og leikskólakennari í Hólaborg, segir að mikil óánægja sé með þessar fyrirætlanir en þrír leikskólakennarar Hólaborgar hafa skilað inn uppsagnarbréfi vegna málsins en þó með þeim fyrirvara að uppsögnin verði dregin til baka ef ekkert verður af samrekstrinum.Óttast að stefna Hólaborgar muni lúta í lægra haldi fyrir stærri leikskóla Friðbjörg segir í samtali við Vísi að leikskólarnir tveir séu afar ólíkir og reki ólíkar stefnur. Hólaborg leggi til dæmis mikið upp úr flæði en þannig er öllum börnum í leikskólanum frjálst að flakka á milli deilda á leikskólatíma. Hún segir að leikskólakennarar Hólaborgar hafi miklar áhyggjur af því að þeirra stefna yrði undir ef af sameiningunni verður vegna þess að Suðurborg er mun stærri leikskóli.Friðbjörg Gísladóttir, leikskólakennari, hefur miklar efasemdir um fyrirhugaðan samrekstur leikskólanna.„Það hefur alltaf verið mjög góður starfsandi hér en þetta leggst mjög þungt á fólk.“ Samkvæmt nýrri tillögu skóla-og frístundaráðs kemur fram að til stendur að reka leikskólana áfram í þeirri mynd sem er nú en þó undir einum stjórnanda. Þetta var niðurstaðan eftir umsagnir foreldra og kennara við skólana. Þrátt fyrir að í nýrri tillögu hafi verið fallið frá hugmyndinni um eiginlega sameiningu finnst leikskólakennurum á Hólaborg ekki hlustað á sig og segja þetta vera dulbúna sameiningu og að þeir hafi enga tryggingu fyrir því að stefnan sem leikskólastarfið þeirra hverfist um verði virt undir nýjum stjórnanda. Þá finnst leikskólakennurunum Reykjavíkurborg vilja útrýma smærri leikskólum.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir segir að of mörgum spurningum sé ósvarað í málinu.Vísir/EgillOf mörgum spurningum ósvarað Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem eiga sæti í borgarráði, hyggist leggja fram tillögu á fundi ráðsins þess efnis að fyrirhuguðum samrekstri verði frestað því of mikið sé í húfi. „Það er bara fyrst og síðast það að við teljum að þarna sé allt of mörgum spurningum ósvarað og málið vanreifað. Það hefur komið fram ný tillaga sem við viljum að foreldrum og starfsfólki gefist tækifæri á að kynna sér og fá að gefa umsögn um. Auðvitað höfum við áhyggjur af því að ef það verða þarna einhverjar fjöldauppsagnir að það bitni á skólastarfinu,“ segir Marta. „Við lentum í því þarna þegar sameiningarnar miklu voru þarna 2010 að það voru miklar uppsagnir og fólk fór til annarrar starfa eða í önnur sveitarfélög sem hefur valdið þessari miklu manneklu á leikskólum sem við höfum mátt búa við síðustu ár og hefur bitnað verulega á leikskólastarfinu í borginni,“ segir Marta sem bætir við að manneklunni hefði verið velt yfir á þá starfsmenn sem fyrir eru. Það sé ekki gott í ljósi þess að frekar þurfi að laða fólk í leikskólana og bæta starfsumhverfið.
Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þessa skóla á að sameina Tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í dag. Meðal annars eru gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði sameinaðir. Hér er tillögum hópsins raðað eftir hverfum. 3. mars 2011 15:51 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Þessa skóla á að sameina Tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í dag. Meðal annars eru gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði sameinaðir. Hér er tillögum hópsins raðað eftir hverfum. 3. mars 2011 15:51