Öruggt hjá Chelsea á Stamford Bridge Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. mars 2019 22:00 vísir/getty Chelsea átti svo gott sem fullkomið kvöld í Evrópudeildinni í kvöld, öruggur sigur og ekkert útivallarmark fengið á sig. Chelsea mætti Dynamo Kiev í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitunum á Stamford Brigde. Pedro skoraði fyrsta mark leiksis á 17. mínútu eftir frábæra hælsendingu Olivier Giroud. Annað mark Chelsea gerði Willian með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu og undir lok leiksins skoraði Callum Hudson-Odoi þriðja markið. Gestirnir frá Úkraínu náðu ekki einu skoti á markið í leiknum og voru yfirburðir Chelsea miklir. Napólí vann einnig öruggan þriggja marka sigur á Red Bull Salzburg og Valencia vann Krasnodar 2-1. Evrópudeild UEFA
Chelsea átti svo gott sem fullkomið kvöld í Evrópudeildinni í kvöld, öruggur sigur og ekkert útivallarmark fengið á sig. Chelsea mætti Dynamo Kiev í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitunum á Stamford Brigde. Pedro skoraði fyrsta mark leiksis á 17. mínútu eftir frábæra hælsendingu Olivier Giroud. Annað mark Chelsea gerði Willian með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu og undir lok leiksins skoraði Callum Hudson-Odoi þriðja markið. Gestirnir frá Úkraínu náðu ekki einu skoti á markið í leiknum og voru yfirburðir Chelsea miklir. Napólí vann einnig öruggan þriggja marka sigur á Red Bull Salzburg og Valencia vann Krasnodar 2-1.
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn