Að stjórna - Opið bréf til Katrínar og Bjarna Kári Stefánsson skrifar 7. mars 2019 10:30 Það er svo skrítið með erfiðleika að þeir opna gjarnan augu okkar fyrir tækifærum sem við sæjum annars ekki. Nú standa yfir harðvítug átök á vinnumarkaði. Verkalýðsfélögin krefjast mikillar hækkunar launa á sama tíma og það kreppir að þeim atvinnuvegum sem bera uppi efnahagslíf þjóðarinnar. Launþegar í lægri kantinum segjast ekki geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum og fyrirtækin halda því fram að þau myndu enda í þroti ef launakostnaður ykist. Í þessu tilfelli er ekki loku fyrir það skotið að báðir aðilar hafi rétt fyrir sér. Það er því ekki líklegt að aðilar vinnumarkaðarins geti komist að samkomulagi án þess að eitthvað mikilvægt í íslensku samfélagi liggi í valnum. Það er yfirleitt litið svo á að það sé óæskilegt að ríkisstjórnir skipti sér beint af deilum á vinnumarkaði en akkúrat núna er það ekki bara réttlætanlegt heldur skynsamlegt. Það sem meira er, það býður upp á tækifæri fyrir ríkisstjórnina til þess að sýna töluverða stjórnkænsku við að verja hagsmuni beggja aðila. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að verkefnið er ekki bara að verja efnahagslega heldur líka aðra hagsmuni aðila vinnumarkaðarins eins og tilfinningar þeirra og sjálfsmynd. Eftirfarandi framlag ríkisins gæti gjörbreytt ástandinu: 1. Ríkisstjórnin hafi milligöngu um að leikskólar yrðu ókeypis. Það myndi létta byrðina svo um munaði hjá ungu fólki. Það er skringilegt að það skuli vera skólagjöld á því eina stigi skólakerfisins þar sem börn þeirra sem minnst eiga eru í meirihluta. 2. Hætt yrði að innheimta greiðslu af þeim sem leita til heilbrigðiskerfisins, það yrði fjármagnað alfarið af skattfé. Þegar það er skattlagt til þess að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu er ekki verið að taka fé úr umferð sem gæti búið til meira verðmæti annars staðar sem er algeng röksemd fyrir því að lækka skatta, vegna þess að heilbrigðisþjónustan er ekki munaður heldur nauðsyn og það er borgað fyrir hana hvort sem er. Það má leiða að því rök að um væri að ræða greiðsludreifingu sem lenti að vísu þyngra á þeim ríku en þeim fátæku, sem er kostur í stöðunni. 3. Auka stuðning við grunnskólana vegna þess að þeir eru sá staður þar sem hægt er vinna að því að börn í erfiðum aðstæðum fái tækifæri til jafns við önnur börn. 4. Ríkisstjórnin sjái til þess að verð á rafmagni og hita haldist innan ákveðinna marka. Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, skilaði betri afkomu á síðasta ári en nokkru sinni fyrr en gaf samt út yfirlýsingu um að hún ætlaði að hækka gjaldskrá sína töluvert. Meira að segja í Bandaríkjunum, heimalandi hins óhefta kapítalisma, er fyrirtækjum sem selja rafmagn og hita (utilities) sniðinn þröngur stakkur við verðlagningu. 5. Ríkisstjórnin sjái til þess að laun forstjóra ríkisfyrirtækja og stofnana og annarra á vegum hins opinbera yrðu færð til samræmis við það sem fólkinu í landinu finnst eðlilegt. 6. Fjármagnstekjuskattur verði hækkaður í 38%. 7. Ríkið leggi af mörkum til þess að koma á fót eðlilegum leigumarkaði. Það væri í hæsta máta óvanalegt að ríkisstjórnin byði upp á þessa sjö liða kjarabót sem framlag til sátta á vinnumarkaði og það myndi kosta sitt. Það er hins vegar líklegt að sá kostnaður myndi blikna við hliðina á því tekjutapi íslensks samfélags sem hlytist af löngum verkföllum. Það er einfaldlega verkefni ríkisstjórnarinnar að leysa þann vanda á vinnumarkaði sem blasir við okkur í dag, og er það klárlega mikilvægasta verkefni sem hún hefur staðið frammi fyrir. Ef hún treystir sér ekki til þess að bretta upp ermar og hoppa ofan í skurðinn er eins gott fyrir ráðherra hennar að fara að leita sér að vinnu annars staðar. Ef ríkisstjórnin leggur af mörkum á þann máta sem er rakið hér að ofan og verkalýðsforystan neitar að meta það að verðleikum yrðum við að komast að þeirri niðurstöðu að henni þyki vænna um átökin en umbjóðendur sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er svo skrítið með erfiðleika að þeir opna gjarnan augu okkar fyrir tækifærum sem við sæjum annars ekki. Nú standa yfir harðvítug átök á vinnumarkaði. Verkalýðsfélögin krefjast mikillar hækkunar launa á sama tíma og það kreppir að þeim atvinnuvegum sem bera uppi efnahagslíf þjóðarinnar. Launþegar í lægri kantinum segjast ekki geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum og fyrirtækin halda því fram að þau myndu enda í þroti ef launakostnaður ykist. Í þessu tilfelli er ekki loku fyrir það skotið að báðir aðilar hafi rétt fyrir sér. Það er því ekki líklegt að aðilar vinnumarkaðarins geti komist að samkomulagi án þess að eitthvað mikilvægt í íslensku samfélagi liggi í valnum. Það er yfirleitt litið svo á að það sé óæskilegt að ríkisstjórnir skipti sér beint af deilum á vinnumarkaði en akkúrat núna er það ekki bara réttlætanlegt heldur skynsamlegt. Það sem meira er, það býður upp á tækifæri fyrir ríkisstjórnina til þess að sýna töluverða stjórnkænsku við að verja hagsmuni beggja aðila. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að verkefnið er ekki bara að verja efnahagslega heldur líka aðra hagsmuni aðila vinnumarkaðarins eins og tilfinningar þeirra og sjálfsmynd. Eftirfarandi framlag ríkisins gæti gjörbreytt ástandinu: 1. Ríkisstjórnin hafi milligöngu um að leikskólar yrðu ókeypis. Það myndi létta byrðina svo um munaði hjá ungu fólki. Það er skringilegt að það skuli vera skólagjöld á því eina stigi skólakerfisins þar sem börn þeirra sem minnst eiga eru í meirihluta. 2. Hætt yrði að innheimta greiðslu af þeim sem leita til heilbrigðiskerfisins, það yrði fjármagnað alfarið af skattfé. Þegar það er skattlagt til þess að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu er ekki verið að taka fé úr umferð sem gæti búið til meira verðmæti annars staðar sem er algeng röksemd fyrir því að lækka skatta, vegna þess að heilbrigðisþjónustan er ekki munaður heldur nauðsyn og það er borgað fyrir hana hvort sem er. Það má leiða að því rök að um væri að ræða greiðsludreifingu sem lenti að vísu þyngra á þeim ríku en þeim fátæku, sem er kostur í stöðunni. 3. Auka stuðning við grunnskólana vegna þess að þeir eru sá staður þar sem hægt er vinna að því að börn í erfiðum aðstæðum fái tækifæri til jafns við önnur börn. 4. Ríkisstjórnin sjái til þess að verð á rafmagni og hita haldist innan ákveðinna marka. Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, skilaði betri afkomu á síðasta ári en nokkru sinni fyrr en gaf samt út yfirlýsingu um að hún ætlaði að hækka gjaldskrá sína töluvert. Meira að segja í Bandaríkjunum, heimalandi hins óhefta kapítalisma, er fyrirtækjum sem selja rafmagn og hita (utilities) sniðinn þröngur stakkur við verðlagningu. 5. Ríkisstjórnin sjái til þess að laun forstjóra ríkisfyrirtækja og stofnana og annarra á vegum hins opinbera yrðu færð til samræmis við það sem fólkinu í landinu finnst eðlilegt. 6. Fjármagnstekjuskattur verði hækkaður í 38%. 7. Ríkið leggi af mörkum til þess að koma á fót eðlilegum leigumarkaði. Það væri í hæsta máta óvanalegt að ríkisstjórnin byði upp á þessa sjö liða kjarabót sem framlag til sátta á vinnumarkaði og það myndi kosta sitt. Það er hins vegar líklegt að sá kostnaður myndi blikna við hliðina á því tekjutapi íslensks samfélags sem hlytist af löngum verkföllum. Það er einfaldlega verkefni ríkisstjórnarinnar að leysa þann vanda á vinnumarkaði sem blasir við okkur í dag, og er það klárlega mikilvægasta verkefni sem hún hefur staðið frammi fyrir. Ef hún treystir sér ekki til þess að bretta upp ermar og hoppa ofan í skurðinn er eins gott fyrir ráðherra hennar að fara að leita sér að vinnu annars staðar. Ef ríkisstjórnin leggur af mörkum á þann máta sem er rakið hér að ofan og verkalýðsforystan neitar að meta það að verðleikum yrðum við að komast að þeirri niðurstöðu að henni þyki vænna um átökin en umbjóðendur sína.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun