Góður endir hjá íslenska liðinu í Algarve Hjörvar Ólafsson skrifar 7. mars 2019 13:30 Dagný Brynjarsdóttir spilaði í gær. vísir/getty Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lauk leik á Algarve-mótinu í Portúgal, sem stóð yfir í tæpa viku, með sannfærandi 4-1 sigri gegn gestgjöfum mótsins. Sá sigur þýðir að Ísland hafnar í níunda sæti í mótinu. Það voru Agla María Albertsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í leiknum. Þetta voru fyrstu landsliðsmörk Selmu Sólar og Svövu Rósar fyrir íslenska landsliðið og fyrsta mark Margrétar Láru síðan í byrjun júní árið 2016. „Þetta var gott svar eftir slakan leik gegn Skotum. Við stýrðum þessum leik vel og áttum margar góðar sóknir. Við sýndum líka góða baráttu og góðan liðsbrag. Það er líka gott að fá aukna breidd í sóknar leikinn. Svava og Selma skora sín fyrstu landsliðsmörk og Margrét Lára skoraði langþráð mark. Það er mikilvægt fyrir okkur að það leggi margar í púkkið í sóknarleiknum og þeir leikmenn sem koma inn á í leikjum láti til sín taka. Við erum heilt yfir sátt með frammistöðu okkar á mótinu þó svo að leikurinn við Skota hafi auðvitað alls ekki verið nógu góður,” sagði Jón Þór. „Það eru alþjóðlegir leikdagar í apríl og júní og við stefnum að því að leika tvo vináttulandsleiki í báðum gluggunum. Undankeppnin fyrir EM 2021 hefst svo um mánaðamótin ágúst og september og við förum jákvæð í næstu verkefni,“ segir hann um framhaldið. Íslenski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lauk leik á Algarve-mótinu í Portúgal, sem stóð yfir í tæpa viku, með sannfærandi 4-1 sigri gegn gestgjöfum mótsins. Sá sigur þýðir að Ísland hafnar í níunda sæti í mótinu. Það voru Agla María Albertsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í leiknum. Þetta voru fyrstu landsliðsmörk Selmu Sólar og Svövu Rósar fyrir íslenska landsliðið og fyrsta mark Margrétar Láru síðan í byrjun júní árið 2016. „Þetta var gott svar eftir slakan leik gegn Skotum. Við stýrðum þessum leik vel og áttum margar góðar sóknir. Við sýndum líka góða baráttu og góðan liðsbrag. Það er líka gott að fá aukna breidd í sóknar leikinn. Svava og Selma skora sín fyrstu landsliðsmörk og Margrét Lára skoraði langþráð mark. Það er mikilvægt fyrir okkur að það leggi margar í púkkið í sóknarleiknum og þeir leikmenn sem koma inn á í leikjum láti til sín taka. Við erum heilt yfir sátt með frammistöðu okkar á mótinu þó svo að leikurinn við Skota hafi auðvitað alls ekki verið nógu góður,” sagði Jón Þór. „Það eru alþjóðlegir leikdagar í apríl og júní og við stefnum að því að leika tvo vináttulandsleiki í báðum gluggunum. Undankeppnin fyrir EM 2021 hefst svo um mánaðamótin ágúst og september og við förum jákvæð í næstu verkefni,“ segir hann um framhaldið.
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Sjá meira