Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum Ari Brynjólfsson skrifar 6. mars 2019 06:00 Eyþór Arnalds kynnti kjarapakkann á mánudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tillaga Sjálfstæðisflokksins um kjarapakka til að liðka fyrir kjarasamningum var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði borgina hagnast á því að klára kjarasamninga. „Stóra myndin er sú að ef kjarasamningar nást án þess að stöðugleika sé raskað, að allt fari á hliðina með fjöldagjaldþrotum fyrirtækja eða verðbólgu, þá fær borgin ávinninginn,“ sagði Eyþór. Hann lýsti yfir vonbrigðum með það að meirihlutinn sæi sér ekki fært að styðja tillögurnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór hins vegar hörðum orðum um kjarapakkann og sagði hann „lýðskrum“ sem væri til þess fallið að „slá ryki í augu kjósenda“. Fór hann sérstaklega hörðum orðum um hugmyndir Sjálfstæðismanna um að mæta 1,9 milljarða króna útsvarslækkun með bættum innkaupum. „Þetta er svokallað bull. Innihaldslaust og ábyrgðarlaust bull,“ sagði Dagur. Tillögurnar væru bæði ófjármagnaðar og óábyrgar. Samþykkt þeirra myndi þýða fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir útspil Sjálfstæðismanna fagnaðarefni. Kjarapakkinn væri mjög gott innlegg vegna þess að komið væri að þáttum sem snúi að gjaldskrárhækkunum Orkuveitunnar sem sannarlega hafi áhrif á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. „Þarna er verið að koma inn á byggingarréttargjöldin sem hafa áhrif á húsnæðis- og leiguverð. Þarna eru tillögur, eins og með lækkun útsvars, sem opna á auknar ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna sem búa í Reykjavík,“ segir Ragnar Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég fagna því að kjörnir fulltrúar sveitarfélaga séu farnir að taka tillit til þeirrar alvarlegu stöðu sem er komin upp á vinnumarkaði og hugsa lausnamiðað í þeim efnum.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði í Fréttablaðinu á mánudaginn að eðlilegra væri að beina kröfum um skattabreytingar til stjórnvalda en sveitarfélaga. Þó myndi ASÍ fylgjast náið með gjaldskrárhækkunum sveitarfélaga eins og áður. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. 5. mars 2019 19:36 Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Tillaga Sjálfstæðisflokksins um kjarapakka til að liðka fyrir kjarasamningum var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði borgina hagnast á því að klára kjarasamninga. „Stóra myndin er sú að ef kjarasamningar nást án þess að stöðugleika sé raskað, að allt fari á hliðina með fjöldagjaldþrotum fyrirtækja eða verðbólgu, þá fær borgin ávinninginn,“ sagði Eyþór. Hann lýsti yfir vonbrigðum með það að meirihlutinn sæi sér ekki fært að styðja tillögurnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór hins vegar hörðum orðum um kjarapakkann og sagði hann „lýðskrum“ sem væri til þess fallið að „slá ryki í augu kjósenda“. Fór hann sérstaklega hörðum orðum um hugmyndir Sjálfstæðismanna um að mæta 1,9 milljarða króna útsvarslækkun með bættum innkaupum. „Þetta er svokallað bull. Innihaldslaust og ábyrgðarlaust bull,“ sagði Dagur. Tillögurnar væru bæði ófjármagnaðar og óábyrgar. Samþykkt þeirra myndi þýða fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir útspil Sjálfstæðismanna fagnaðarefni. Kjarapakkinn væri mjög gott innlegg vegna þess að komið væri að þáttum sem snúi að gjaldskrárhækkunum Orkuveitunnar sem sannarlega hafi áhrif á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. „Þarna er verið að koma inn á byggingarréttargjöldin sem hafa áhrif á húsnæðis- og leiguverð. Þarna eru tillögur, eins og með lækkun útsvars, sem opna á auknar ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna sem búa í Reykjavík,“ segir Ragnar Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég fagna því að kjörnir fulltrúar sveitarfélaga séu farnir að taka tillit til þeirrar alvarlegu stöðu sem er komin upp á vinnumarkaði og hugsa lausnamiðað í þeim efnum.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði í Fréttablaðinu á mánudaginn að eðlilegra væri að beina kröfum um skattabreytingar til stjórnvalda en sveitarfélaga. Þó myndi ASÍ fylgjast náið með gjaldskrárhækkunum sveitarfélaga eins og áður.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. 5. mars 2019 19:36 Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. 5. mars 2019 19:36
Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45