Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum Ari Brynjólfsson skrifar 6. mars 2019 06:00 Eyþór Arnalds kynnti kjarapakkann á mánudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tillaga Sjálfstæðisflokksins um kjarapakka til að liðka fyrir kjarasamningum var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði borgina hagnast á því að klára kjarasamninga. „Stóra myndin er sú að ef kjarasamningar nást án þess að stöðugleika sé raskað, að allt fari á hliðina með fjöldagjaldþrotum fyrirtækja eða verðbólgu, þá fær borgin ávinninginn,“ sagði Eyþór. Hann lýsti yfir vonbrigðum með það að meirihlutinn sæi sér ekki fært að styðja tillögurnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór hins vegar hörðum orðum um kjarapakkann og sagði hann „lýðskrum“ sem væri til þess fallið að „slá ryki í augu kjósenda“. Fór hann sérstaklega hörðum orðum um hugmyndir Sjálfstæðismanna um að mæta 1,9 milljarða króna útsvarslækkun með bættum innkaupum. „Þetta er svokallað bull. Innihaldslaust og ábyrgðarlaust bull,“ sagði Dagur. Tillögurnar væru bæði ófjármagnaðar og óábyrgar. Samþykkt þeirra myndi þýða fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir útspil Sjálfstæðismanna fagnaðarefni. Kjarapakkinn væri mjög gott innlegg vegna þess að komið væri að þáttum sem snúi að gjaldskrárhækkunum Orkuveitunnar sem sannarlega hafi áhrif á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. „Þarna er verið að koma inn á byggingarréttargjöldin sem hafa áhrif á húsnæðis- og leiguverð. Þarna eru tillögur, eins og með lækkun útsvars, sem opna á auknar ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna sem búa í Reykjavík,“ segir Ragnar Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég fagna því að kjörnir fulltrúar sveitarfélaga séu farnir að taka tillit til þeirrar alvarlegu stöðu sem er komin upp á vinnumarkaði og hugsa lausnamiðað í þeim efnum.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði í Fréttablaðinu á mánudaginn að eðlilegra væri að beina kröfum um skattabreytingar til stjórnvalda en sveitarfélaga. Þó myndi ASÍ fylgjast náið með gjaldskrárhækkunum sveitarfélaga eins og áður. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. 5. mars 2019 19:36 Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Tillaga Sjálfstæðisflokksins um kjarapakka til að liðka fyrir kjarasamningum var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði borgina hagnast á því að klára kjarasamninga. „Stóra myndin er sú að ef kjarasamningar nást án þess að stöðugleika sé raskað, að allt fari á hliðina með fjöldagjaldþrotum fyrirtækja eða verðbólgu, þá fær borgin ávinninginn,“ sagði Eyþór. Hann lýsti yfir vonbrigðum með það að meirihlutinn sæi sér ekki fært að styðja tillögurnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór hins vegar hörðum orðum um kjarapakkann og sagði hann „lýðskrum“ sem væri til þess fallið að „slá ryki í augu kjósenda“. Fór hann sérstaklega hörðum orðum um hugmyndir Sjálfstæðismanna um að mæta 1,9 milljarða króna útsvarslækkun með bættum innkaupum. „Þetta er svokallað bull. Innihaldslaust og ábyrgðarlaust bull,“ sagði Dagur. Tillögurnar væru bæði ófjármagnaðar og óábyrgar. Samþykkt þeirra myndi þýða fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir útspil Sjálfstæðismanna fagnaðarefni. Kjarapakkinn væri mjög gott innlegg vegna þess að komið væri að þáttum sem snúi að gjaldskrárhækkunum Orkuveitunnar sem sannarlega hafi áhrif á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. „Þarna er verið að koma inn á byggingarréttargjöldin sem hafa áhrif á húsnæðis- og leiguverð. Þarna eru tillögur, eins og með lækkun útsvars, sem opna á auknar ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna sem búa í Reykjavík,“ segir Ragnar Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég fagna því að kjörnir fulltrúar sveitarfélaga séu farnir að taka tillit til þeirrar alvarlegu stöðu sem er komin upp á vinnumarkaði og hugsa lausnamiðað í þeim efnum.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði í Fréttablaðinu á mánudaginn að eðlilegra væri að beina kröfum um skattabreytingar til stjórnvalda en sveitarfélaga. Þó myndi ASÍ fylgjast náið með gjaldskrárhækkunum sveitarfélaga eins og áður.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. 5. mars 2019 19:36 Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. 5. mars 2019 19:36
Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45