Mikil uppbygging í Hörgársveit fyrirhuguð Sveinn Arnarsson skrifar 5. mars 2019 07:00 Frá fyrstu skóflustungunni. Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri ásamt sveitarstjórnarfulltrúum í Hörgársveit. Fréttablaðið/Hörgársveit Mikil uppbygging mun eiga sér stað í Hörgársveit í Eyjafirði á næstu árum en gert er ráð fyrir að fjórfalda íbúatölu þéttbýlisins í bæjarfélaginu. Sveitarfélagið nýtur góðs af nálægð við Akureyri og hefur stækkað mikið á síðustu árum. Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar, segir mikinn hug í sveitarfélaginu til að stækka og með því efla þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þetta eru um 100 íbúðir sem við ætlum að byggja. Þá áætlum við að það muni fjölga um 300 til 400 í sveitarfélaginu á næstu árum,“ segir Snorri. „Íbúarnir eru um 600 í dag og því erum við að horfa til þess að íbúar verði í lok þessarar uppbyggingar svona rétt um 1.000, eitthvað rétt tæplega. Hörgársveit varð til við sameiningu Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps árið 2010. Áður höfðu Skriðuhreppur, Glæsibæjarhreppur og Öxnadalshreppur sameinast í Hörgárbyggð í upphafi aldarinnar. Þéttbýli hefur á síðustu árum verið að myndast norðan Akureyrar, í landi Hörgársveitar, og búa nú um 100 manns í þéttbýlinu sem kennt hefur verið við Lónsbakka. Nú stendur einmitt til að stækka það töluvert. „Með þessari aukningu erum við því að fjórfalda þéttbýliskjarnann okkar. Það verða nokkur viðbrigði þegar þéttbýlið okkar fer úr 100 manns og upp í 400 á tiltölulega fáum árum,“ segir Snorri. Sveitarfélögin í Eyjafirði hafa á síðustu árum aukið með sér samstarf um ýmsa þætti. Snorri segir það mikilvægt að samskipti sveitarfélaganna séu góð en segist ekki hafa skoðun á því hvort þurfi að sameina sveitarfélögin. Sveitarfélagið hefur ætíð verið þannig saman sett að langstærstur hluti íbúa hefur búið á lögbýlum í sveitarfélaginu en nú gæti það farið að breytast. „Með þessum breytingum gæti þetta jafnast eitthvað. Nú erum við hins vegar að skoða að stækka við leikskólann á næstu árum því líklegt þykir að börnum muni fjölga á næstu árum,“ bætir Snorri við. Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Tengdar fréttir Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. 23. desember 2018 23:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Mikil uppbygging mun eiga sér stað í Hörgársveit í Eyjafirði á næstu árum en gert er ráð fyrir að fjórfalda íbúatölu þéttbýlisins í bæjarfélaginu. Sveitarfélagið nýtur góðs af nálægð við Akureyri og hefur stækkað mikið á síðustu árum. Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar, segir mikinn hug í sveitarfélaginu til að stækka og með því efla þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þetta eru um 100 íbúðir sem við ætlum að byggja. Þá áætlum við að það muni fjölga um 300 til 400 í sveitarfélaginu á næstu árum,“ segir Snorri. „Íbúarnir eru um 600 í dag og því erum við að horfa til þess að íbúar verði í lok þessarar uppbyggingar svona rétt um 1.000, eitthvað rétt tæplega. Hörgársveit varð til við sameiningu Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps árið 2010. Áður höfðu Skriðuhreppur, Glæsibæjarhreppur og Öxnadalshreppur sameinast í Hörgárbyggð í upphafi aldarinnar. Þéttbýli hefur á síðustu árum verið að myndast norðan Akureyrar, í landi Hörgársveitar, og búa nú um 100 manns í þéttbýlinu sem kennt hefur verið við Lónsbakka. Nú stendur einmitt til að stækka það töluvert. „Með þessari aukningu erum við því að fjórfalda þéttbýliskjarnann okkar. Það verða nokkur viðbrigði þegar þéttbýlið okkar fer úr 100 manns og upp í 400 á tiltölulega fáum árum,“ segir Snorri. Sveitarfélögin í Eyjafirði hafa á síðustu árum aukið með sér samstarf um ýmsa þætti. Snorri segir það mikilvægt að samskipti sveitarfélaganna séu góð en segist ekki hafa skoðun á því hvort þurfi að sameina sveitarfélögin. Sveitarfélagið hefur ætíð verið þannig saman sett að langstærstur hluti íbúa hefur búið á lögbýlum í sveitarfélaginu en nú gæti það farið að breytast. „Með þessum breytingum gæti þetta jafnast eitthvað. Nú erum við hins vegar að skoða að stækka við leikskólann á næstu árum því líklegt þykir að börnum muni fjölga á næstu árum,“ bætir Snorri við.
Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Tengdar fréttir Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. 23. desember 2018 23:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. 23. desember 2018 23:30