Mikil uppbygging í Hörgársveit fyrirhuguð Sveinn Arnarsson skrifar 5. mars 2019 07:00 Frá fyrstu skóflustungunni. Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri ásamt sveitarstjórnarfulltrúum í Hörgársveit. Fréttablaðið/Hörgársveit Mikil uppbygging mun eiga sér stað í Hörgársveit í Eyjafirði á næstu árum en gert er ráð fyrir að fjórfalda íbúatölu þéttbýlisins í bæjarfélaginu. Sveitarfélagið nýtur góðs af nálægð við Akureyri og hefur stækkað mikið á síðustu árum. Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar, segir mikinn hug í sveitarfélaginu til að stækka og með því efla þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þetta eru um 100 íbúðir sem við ætlum að byggja. Þá áætlum við að það muni fjölga um 300 til 400 í sveitarfélaginu á næstu árum,“ segir Snorri. „Íbúarnir eru um 600 í dag og því erum við að horfa til þess að íbúar verði í lok þessarar uppbyggingar svona rétt um 1.000, eitthvað rétt tæplega. Hörgársveit varð til við sameiningu Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps árið 2010. Áður höfðu Skriðuhreppur, Glæsibæjarhreppur og Öxnadalshreppur sameinast í Hörgárbyggð í upphafi aldarinnar. Þéttbýli hefur á síðustu árum verið að myndast norðan Akureyrar, í landi Hörgársveitar, og búa nú um 100 manns í þéttbýlinu sem kennt hefur verið við Lónsbakka. Nú stendur einmitt til að stækka það töluvert. „Með þessari aukningu erum við því að fjórfalda þéttbýliskjarnann okkar. Það verða nokkur viðbrigði þegar þéttbýlið okkar fer úr 100 manns og upp í 400 á tiltölulega fáum árum,“ segir Snorri. Sveitarfélögin í Eyjafirði hafa á síðustu árum aukið með sér samstarf um ýmsa þætti. Snorri segir það mikilvægt að samskipti sveitarfélaganna séu góð en segist ekki hafa skoðun á því hvort þurfi að sameina sveitarfélögin. Sveitarfélagið hefur ætíð verið þannig saman sett að langstærstur hluti íbúa hefur búið á lögbýlum í sveitarfélaginu en nú gæti það farið að breytast. „Með þessum breytingum gæti þetta jafnast eitthvað. Nú erum við hins vegar að skoða að stækka við leikskólann á næstu árum því líklegt þykir að börnum muni fjölga á næstu árum,“ bætir Snorri við. Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Tengdar fréttir Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. 23. desember 2018 23:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Mikil uppbygging mun eiga sér stað í Hörgársveit í Eyjafirði á næstu árum en gert er ráð fyrir að fjórfalda íbúatölu þéttbýlisins í bæjarfélaginu. Sveitarfélagið nýtur góðs af nálægð við Akureyri og hefur stækkað mikið á síðustu árum. Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar, segir mikinn hug í sveitarfélaginu til að stækka og með því efla þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þetta eru um 100 íbúðir sem við ætlum að byggja. Þá áætlum við að það muni fjölga um 300 til 400 í sveitarfélaginu á næstu árum,“ segir Snorri. „Íbúarnir eru um 600 í dag og því erum við að horfa til þess að íbúar verði í lok þessarar uppbyggingar svona rétt um 1.000, eitthvað rétt tæplega. Hörgársveit varð til við sameiningu Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps árið 2010. Áður höfðu Skriðuhreppur, Glæsibæjarhreppur og Öxnadalshreppur sameinast í Hörgárbyggð í upphafi aldarinnar. Þéttbýli hefur á síðustu árum verið að myndast norðan Akureyrar, í landi Hörgársveitar, og búa nú um 100 manns í þéttbýlinu sem kennt hefur verið við Lónsbakka. Nú stendur einmitt til að stækka það töluvert. „Með þessari aukningu erum við því að fjórfalda þéttbýliskjarnann okkar. Það verða nokkur viðbrigði þegar þéttbýlið okkar fer úr 100 manns og upp í 400 á tiltölulega fáum árum,“ segir Snorri. Sveitarfélögin í Eyjafirði hafa á síðustu árum aukið með sér samstarf um ýmsa þætti. Snorri segir það mikilvægt að samskipti sveitarfélaganna séu góð en segist ekki hafa skoðun á því hvort þurfi að sameina sveitarfélögin. Sveitarfélagið hefur ætíð verið þannig saman sett að langstærstur hluti íbúa hefur búið á lögbýlum í sveitarfélaginu en nú gæti það farið að breytast. „Með þessum breytingum gæti þetta jafnast eitthvað. Nú erum við hins vegar að skoða að stækka við leikskólann á næstu árum því líklegt þykir að börnum muni fjölga á næstu árum,“ bætir Snorri við.
Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Tengdar fréttir Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. 23. desember 2018 23:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. 23. desember 2018 23:30