Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ari Brynjólfsson skrifar 5. mars 2019 07:30 Bólusett er fyrir mislingum við 18 mánaða aldur. Valtýr hvetur foreldra til að fresta því ekki. Fréttablaðið/Ernir Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barnalækningum, segir að foreldrar 11 mánaða barns sem greindist með mislingasmit um helgina eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig þau brugðust við. Talið er að smit barnsins megi rekja til smitbera sem kom til landsins frá Filippseyjum þann 14. febrúar síðastliðinn. „Foreldrar barnsins eiga mikið hrós skilið. Þau höfðu haft barnið heima allan þennan tíma, ekki farið með það í daggæslu áður en það verður lasið. Mjög sterkur leikur hjá þeim. Svo þegar það kemur á Barnaspítalann á laugardaginn þá er enginn í snertingu við barnið eða nánu samneyti. Enginn á biðstofunni og enginn í sama herbergi, þannig að smithættan var mjög lítil,“ segir Valtýr.Valtýr Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna.Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. „Manni bregður í brún en á sama tíma er maður búinn að vera að bíða eftir þessu. Það eru mislingafaraldrar úti í Evrópu og víðar, það var bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast,“ segir Valtýr. Hann segir Barnaspítalann nokkuð vel undirbúinn fyrir utan að það vantar betri aðstöðu til að taka á móti sýkingum sem bera með sér mikla smithættu. Börn eru bólusett fyrir mislingum við 18 mánaða aldur og aftur 12 ára. Valtýr telur ekki ástæðu til að endurskoða það fyrirkomulag enn sem komið er, mikilvægt sé þó að bólusetja börn undir 18 mánaða áður en þau ferðast til staða þar sem faraldur er í gangi. Miðað við stöðuna í dag sé það nánast hvar sem er utan landsteinanna. Metfjöldi mislingatilfella greindist í Evrópu í fyrra. Í ágúst höfðu 41 þúsund smitast samanborið við 24 þúsund allt árið þar á undan. Aðspurður hvort það vaxandi fyrirbæri meðal foreldra í Bandaríkjunum og Evrópu að láta ekki bólusetja börnin sín stefni íslenskum börnum í lífshættu segir Valtýr svo vera. „Já. Það er einfaldlega þannig.“ Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barnalækningum, segir að foreldrar 11 mánaða barns sem greindist með mislingasmit um helgina eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig þau brugðust við. Talið er að smit barnsins megi rekja til smitbera sem kom til landsins frá Filippseyjum þann 14. febrúar síðastliðinn. „Foreldrar barnsins eiga mikið hrós skilið. Þau höfðu haft barnið heima allan þennan tíma, ekki farið með það í daggæslu áður en það verður lasið. Mjög sterkur leikur hjá þeim. Svo þegar það kemur á Barnaspítalann á laugardaginn þá er enginn í snertingu við barnið eða nánu samneyti. Enginn á biðstofunni og enginn í sama herbergi, þannig að smithættan var mjög lítil,“ segir Valtýr.Valtýr Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna.Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. „Manni bregður í brún en á sama tíma er maður búinn að vera að bíða eftir þessu. Það eru mislingafaraldrar úti í Evrópu og víðar, það var bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast,“ segir Valtýr. Hann segir Barnaspítalann nokkuð vel undirbúinn fyrir utan að það vantar betri aðstöðu til að taka á móti sýkingum sem bera með sér mikla smithættu. Börn eru bólusett fyrir mislingum við 18 mánaða aldur og aftur 12 ára. Valtýr telur ekki ástæðu til að endurskoða það fyrirkomulag enn sem komið er, mikilvægt sé þó að bólusetja börn undir 18 mánaða áður en þau ferðast til staða þar sem faraldur er í gangi. Miðað við stöðuna í dag sé það nánast hvar sem er utan landsteinanna. Metfjöldi mislingatilfella greindist í Evrópu í fyrra. Í ágúst höfðu 41 þúsund smitast samanborið við 24 þúsund allt árið þar á undan. Aðspurður hvort það vaxandi fyrirbæri meðal foreldra í Bandaríkjunum og Evrópu að láta ekki bólusetja börnin sín stefni íslenskum börnum í lífshættu segir Valtýr svo vera. „Já. Það er einfaldlega þannig.“
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05