Versnandi samband Kanada og Kína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. mars 2019 08:00 Deila Kanadamanna og Kínverja snýst að mestu um Huawei. Nordicphotos/Getty Yfirvöld í Kína hafa ákært Kanadamennina Michael Kovrig, fyrrverandi erindreka, og Michael Spavor athafnamann fyrir njósnir. Ákærurnar eru hluti af versnandi samskiptum ríkjanna tveggja en Kovrig og Spavor voru handteknir í desember eftir að Kanadamenn handtóku Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei. Kovrig er nánar tiltekið sakaður um „njósnir og að stela ríkisleyndarmálum fyrir erlenda aðila“ og Spavor á að hafa „gefið Kovrig upplýsingar“. Einnig dró til tíðinda á hinni hlið málsins í gær. Greint var frá því að Meng hefði á föstudag höfðað einkamál gegn kanadísku ríkisstjórninni, landamæragæslu og lögreglu fyrir „alvarleg brot“ á grundvallarmannréttindum sínum. Hún sakar yfirvöld um að hafa leitað á sér og yfirheyrt undir fölsku yfirskini. Meng var handtekin að beiðni Bandaríkjamanna en þar sætir hún, líkt og fyrirtækið, ákæru fyrir meðal annars bankasvindl. Hún er enn í Kanada, var látin laus gegn tryggingu, en mætir fyrir dóm á morgun þar sem til stendur að kveða upp úrskurð um hvort Kanadamenn megi framselja hana suður til Bandaríkjanna. Ef svo er mun dómsmálaráðherra Kanada taka endanlega ákvörðun um hvort hún verður framseld. Kínverjar hafa lagst gegn framsalinu. Samkvæmt BBC hafa þeir sagt að um sé að ræða „misnotkun á tvíhliða framsalssamningi“ og tjáð Kanadamönnum alvarlegar áhyggjur sínar af stöðunni. Einnig hafa þeir líkt ásökununum gegn Huawei við nornaveiðar. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa ákært Kanadamennina Michael Kovrig, fyrrverandi erindreka, og Michael Spavor athafnamann fyrir njósnir. Ákærurnar eru hluti af versnandi samskiptum ríkjanna tveggja en Kovrig og Spavor voru handteknir í desember eftir að Kanadamenn handtóku Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei. Kovrig er nánar tiltekið sakaður um „njósnir og að stela ríkisleyndarmálum fyrir erlenda aðila“ og Spavor á að hafa „gefið Kovrig upplýsingar“. Einnig dró til tíðinda á hinni hlið málsins í gær. Greint var frá því að Meng hefði á föstudag höfðað einkamál gegn kanadísku ríkisstjórninni, landamæragæslu og lögreglu fyrir „alvarleg brot“ á grundvallarmannréttindum sínum. Hún sakar yfirvöld um að hafa leitað á sér og yfirheyrt undir fölsku yfirskini. Meng var handtekin að beiðni Bandaríkjamanna en þar sætir hún, líkt og fyrirtækið, ákæru fyrir meðal annars bankasvindl. Hún er enn í Kanada, var látin laus gegn tryggingu, en mætir fyrir dóm á morgun þar sem til stendur að kveða upp úrskurð um hvort Kanadamenn megi framselja hana suður til Bandaríkjanna. Ef svo er mun dómsmálaráðherra Kanada taka endanlega ákvörðun um hvort hún verður framseld. Kínverjar hafa lagst gegn framsalinu. Samkvæmt BBC hafa þeir sagt að um sé að ræða „misnotkun á tvíhliða framsalssamningi“ og tjáð Kanadamönnum alvarlegar áhyggjur sínar af stöðunni. Einnig hafa þeir líkt ásökununum gegn Huawei við nornaveiðar.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira