Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2019 15:30 Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air. Heimildarmaður breska viðskiptaritsins City A.M. fullyrðir að stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air sé stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins. Indigo og WOW höfðu gefið sér frest til 28. febrúar síðastliðinn til að ganga frá skilyrðum fjárfestingarinnar. Það tókst þó ekki og var greint frá því um fimm klukkustundum áður en fresturinn rann út að ákveðið hefði verið að framlengja viðræðurnar. Vonir standa til að hægt verði að ljúka þeim fyrir 29. mars næstkomandi.Fyrst var greint frá umleitunum Indigo Partners þann 29. nóvember og munu viðræður félaganna því hafa staðið yfir í um fjóra mánuði þegar yfirstandandi framlengingin rennur út í lok mánaðar. Fyrri yfirlýsingar frá WOW bera með sér að fjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 9,3 milljörðum króna og að bandaríski sjóðurinn muni í upphafi eignast 49 prósenta hlut í WOW. Ekki sé þó loku fyrir það skotið að Indigo muni eignast meira í flugfélaginu þegar fram líða stundir. Breska viðskiptablaðið City A.M. greinir hins vegar frá því í dag að það sé ekki síst hlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW Air, eftir fjárfestinguna sem virðist standa í bandarískum viðsemjendum hans. Heimildarmaður blaðsins, sem sagður er vera úr fluggeiranum, fullyrðir að Skúli sé að fara fram á stærri hlut í félaginu en Indigo getur fallist á.Samningsstaða hans sé þó ekki ýkja sterk, í ljósi þess að WOW „er gjaldþrota. Það er algjörlega verðlaust. Það að einhver stígi fram og segi: Við munum setja 75 milljón dali í félagið á næstu 10 árum, það er ekkert sérstaklega há upphæð í flugbransanum,“ er haft eftir heimildarmanninum á vef City A.M. Forsvarsmenn Indigo nýti sér þessa slæmu stöðu flugfélagsins til að fá Skúla til að slá af kröfum sínum. „Þeir segja: Ef þú vilt að við björgum flugfélaginu þá verður þú að minnka hlut þinn niður í fjögur eða fimm prósent. Ef þú gengur ekki að þessum skilyrðum þá munum við láta þig fara á hausinn.“ Fréttaflutningur helgarinnar virðist jafnframt benda til að þungur róður sé í viðræðum WOW og Indigo. Það hafi orðið til þess að Skúli hafi leitað á náðir Icelandair og spurt hvort flugfélagið gæti hugsað sér að koma aftur að samningaborðinu, en eins og kunnugt er féll Icelandair frá kaupum á WOW í lok nóvember í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, vildi þó ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi á föstudagskvöld.Hvað sem því líður þá heldur gengi hlutabréfa Icelandair áfram að hækka. Það sem af er degi hafa bréfin hækkað um 5,5 prósent, alls 6,4 prósent síðastliðna viku. Forstöðumaður greiningardeildar Capacent sagði í samtali við Vísi á föstudag að þegar litið sé til gengisstyrkingar Icelandair virðist hlutabréfamarkaðurinn líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. 1. mars 2019 11:12 Icelandair heldur áfram að hækka Hækkunin var sú mesta í viðskiptum dagsins. 1. mars 2019 19:30 Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Heimildarmaður breska viðskiptaritsins City A.M. fullyrðir að stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air sé stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins. Indigo og WOW höfðu gefið sér frest til 28. febrúar síðastliðinn til að ganga frá skilyrðum fjárfestingarinnar. Það tókst þó ekki og var greint frá því um fimm klukkustundum áður en fresturinn rann út að ákveðið hefði verið að framlengja viðræðurnar. Vonir standa til að hægt verði að ljúka þeim fyrir 29. mars næstkomandi.Fyrst var greint frá umleitunum Indigo Partners þann 29. nóvember og munu viðræður félaganna því hafa staðið yfir í um fjóra mánuði þegar yfirstandandi framlengingin rennur út í lok mánaðar. Fyrri yfirlýsingar frá WOW bera með sér að fjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 9,3 milljörðum króna og að bandaríski sjóðurinn muni í upphafi eignast 49 prósenta hlut í WOW. Ekki sé þó loku fyrir það skotið að Indigo muni eignast meira í flugfélaginu þegar fram líða stundir. Breska viðskiptablaðið City A.M. greinir hins vegar frá því í dag að það sé ekki síst hlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW Air, eftir fjárfestinguna sem virðist standa í bandarískum viðsemjendum hans. Heimildarmaður blaðsins, sem sagður er vera úr fluggeiranum, fullyrðir að Skúli sé að fara fram á stærri hlut í félaginu en Indigo getur fallist á.Samningsstaða hans sé þó ekki ýkja sterk, í ljósi þess að WOW „er gjaldþrota. Það er algjörlega verðlaust. Það að einhver stígi fram og segi: Við munum setja 75 milljón dali í félagið á næstu 10 árum, það er ekkert sérstaklega há upphæð í flugbransanum,“ er haft eftir heimildarmanninum á vef City A.M. Forsvarsmenn Indigo nýti sér þessa slæmu stöðu flugfélagsins til að fá Skúla til að slá af kröfum sínum. „Þeir segja: Ef þú vilt að við björgum flugfélaginu þá verður þú að minnka hlut þinn niður í fjögur eða fimm prósent. Ef þú gengur ekki að þessum skilyrðum þá munum við láta þig fara á hausinn.“ Fréttaflutningur helgarinnar virðist jafnframt benda til að þungur róður sé í viðræðum WOW og Indigo. Það hafi orðið til þess að Skúli hafi leitað á náðir Icelandair og spurt hvort flugfélagið gæti hugsað sér að koma aftur að samningaborðinu, en eins og kunnugt er féll Icelandair frá kaupum á WOW í lok nóvember í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, vildi þó ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi á föstudagskvöld.Hvað sem því líður þá heldur gengi hlutabréfa Icelandair áfram að hækka. Það sem af er degi hafa bréfin hækkað um 5,5 prósent, alls 6,4 prósent síðastliðna viku. Forstöðumaður greiningardeildar Capacent sagði í samtali við Vísi á föstudag að þegar litið sé til gengisstyrkingar Icelandair virðist hlutabréfamarkaðurinn líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. 1. mars 2019 11:12 Icelandair heldur áfram að hækka Hækkunin var sú mesta í viðskiptum dagsins. 1. mars 2019 19:30 Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. 1. mars 2019 11:12
Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52