Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2019 07:41 Flóðbylgjan er komin aftur. mynd/ttHirano Sunna Rannveig Davíðsdóttir, fremsta bardagaíþróttakona Íslands, snýr aftur í búrið eftir tæpa tvo mánuði og berst á bardagakvöldi Invicta í Kansas City í Bandaríkjunum en hún hefur verið fjarverandi vegna þrálátra handarmeiðsla í 20 mánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en Sunna „Tsunami“, eins og hún er kölluð, hefur barist þrisvar sinnum sem atvinnumaður innan vébanda Invicta sem er stærsta kvennabardagaíþróttasambandið og unnið í öll skiptin. Keppnin 3. maí sem ber hetið Phoenix Rising er með öðru sniði en kvöldið er unnið í samstarfi við UFC. Sunna mun koma fram ásamt átta öðrum konum sem keppa í strávigt eins og hún en um útsláttarkeppni er að ræða.Sunna er ekkert lamb að leika sér við í búrinu.mynd/Joe WitkowskiGæti barist þrisvar Allir bardaganir fara fram sama kvöld og að lokum stendur uppi einn sigurvegari en til þess að bera sigur úr býtum á þessu bardagakvöldi þarf Sunna að vinna þrjá bardaga sama kvöldið. Sunna ræðst ekki á garðinn þar sme að hún er lægstur en ásamt henni mæta á kvöldið Janaisa Morand, sem barðist um strávigtartitilinn fyrir ekki svo löngu síðan, en einnig mæta á kvöldið þrjár stúlkur sem berjast innan UFC. „Ég hef beðið eftir að fá að sleppa dýrinu lausu mjög lengi og hlakka rosalega til að komast aftur í búrið þar sem ég er best geymd. Mér líður eins og skógarbirni sem er að vakna eftir langan vetrardvala, hungraður og hættulegur,“ segir Sunna Rannveig.Sunna er orðin heil af meiðslum sínum.vísir/allan suarezGert þetta áður „Keppnisfyrirkomulagið er aðeins öðruvísi en við höfum fengið að venjast en ég hef að vissu leiti gert þetta áður með góðum árangi á Evrópumótunum tveimur sem ég sigraði árið 2015 þar sem ég þurfti að berjast marga bardaga með stuttu millibili.“ Sunna er búin að vera meidd á hendi frá því að hún lagði Mallory Martin í öðrum atvinnumannabrdaga sínum í mars fyrir tveimur árum en meidd hélt hún aftur í búrið og valtaði yfir Kelly D´Angelo í júlí á síðasta ári. Þar fór hún svo alveg í höndinni. „Þetta var eitt skref áfram og eitt skref aftur á bak í marga mánuði. Oft var mér farið a ðlíða eins og þetta væri alveg að smella en svo kom bakslag. Það var ekki fyrr en seinasta haust, rúmu ári eftir að ég barðist seinast sem ég fór að finna raunverulegan mun og finna að ég væri í alvörunni á batavegi en ekki bara föst á sama stað,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir.Are you READY!? For the first time in Invicta history, we are launching a one-night, eight-woman tournament this May 3rd streaming live and exclusively on @UFCFightPass! #PhoenixRising pic.twitter.com/j5lGPWxQMg— Invicta FC (@InvictaFights) March 3, 2019 MMA Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, fremsta bardagaíþróttakona Íslands, snýr aftur í búrið eftir tæpa tvo mánuði og berst á bardagakvöldi Invicta í Kansas City í Bandaríkjunum en hún hefur verið fjarverandi vegna þrálátra handarmeiðsla í 20 mánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en Sunna „Tsunami“, eins og hún er kölluð, hefur barist þrisvar sinnum sem atvinnumaður innan vébanda Invicta sem er stærsta kvennabardagaíþróttasambandið og unnið í öll skiptin. Keppnin 3. maí sem ber hetið Phoenix Rising er með öðru sniði en kvöldið er unnið í samstarfi við UFC. Sunna mun koma fram ásamt átta öðrum konum sem keppa í strávigt eins og hún en um útsláttarkeppni er að ræða.Sunna er ekkert lamb að leika sér við í búrinu.mynd/Joe WitkowskiGæti barist þrisvar Allir bardaganir fara fram sama kvöld og að lokum stendur uppi einn sigurvegari en til þess að bera sigur úr býtum á þessu bardagakvöldi þarf Sunna að vinna þrjá bardaga sama kvöldið. Sunna ræðst ekki á garðinn þar sme að hún er lægstur en ásamt henni mæta á kvöldið Janaisa Morand, sem barðist um strávigtartitilinn fyrir ekki svo löngu síðan, en einnig mæta á kvöldið þrjár stúlkur sem berjast innan UFC. „Ég hef beðið eftir að fá að sleppa dýrinu lausu mjög lengi og hlakka rosalega til að komast aftur í búrið þar sem ég er best geymd. Mér líður eins og skógarbirni sem er að vakna eftir langan vetrardvala, hungraður og hættulegur,“ segir Sunna Rannveig.Sunna er orðin heil af meiðslum sínum.vísir/allan suarezGert þetta áður „Keppnisfyrirkomulagið er aðeins öðruvísi en við höfum fengið að venjast en ég hef að vissu leiti gert þetta áður með góðum árangi á Evrópumótunum tveimur sem ég sigraði árið 2015 þar sem ég þurfti að berjast marga bardaga með stuttu millibili.“ Sunna er búin að vera meidd á hendi frá því að hún lagði Mallory Martin í öðrum atvinnumannabrdaga sínum í mars fyrir tveimur árum en meidd hélt hún aftur í búrið og valtaði yfir Kelly D´Angelo í júlí á síðasta ári. Þar fór hún svo alveg í höndinni. „Þetta var eitt skref áfram og eitt skref aftur á bak í marga mánuði. Oft var mér farið a ðlíða eins og þetta væri alveg að smella en svo kom bakslag. Það var ekki fyrr en seinasta haust, rúmu ári eftir að ég barðist seinast sem ég fór að finna raunverulegan mun og finna að ég væri í alvörunni á batavegi en ekki bara föst á sama stað,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir.Are you READY!? For the first time in Invicta history, we are launching a one-night, eight-woman tournament this May 3rd streaming live and exclusively on @UFCFightPass! #PhoenixRising pic.twitter.com/j5lGPWxQMg— Invicta FC (@InvictaFights) March 3, 2019
MMA Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira