Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2019 22:10 Donald Trump mun beita neitunarvaldi sínu hafni þingið neyðarástandsyfirlýsingu hans. Vísir/Getty Líklegt er að andstæðingar neyðarástandsyfirlýsingar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, takist að safna nægum atkvæðum í öldungadeild Bandaríkjaþings til þess að hafna yfirlýsingunni. Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni sem þegar hefur greitt atkvæði með því að hafna neyðarástandsyfirlýsingunni. Repúblikanar eru hins vegar í meirihluta í öldungadeildinni en minnst fjórir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir geti ekki stutt yfirlýsinguna. Það þýðir að 51 öldungardeildarþingmaður er á móti yfirlýsingunni eða meirihluti þingmanna. Trump tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi nýta hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Tilkynnti Trump að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svo hann gæti sótt fjármagn í byggingu umdeilds múrs eða girðingu á landamærunum, en þingið hefur ekki veitt honum fjármagn til þess.Sjá einnig: Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“Í umfjöllun Guardian segir að þeir þingmenn Repúblikana sem mótfallnir eru neyðarástandsyfirlýsingu Trump telji að með því traðki hann á stjórnarskrárbundnu hlutverki þingsins sem meðal annars er að úthluta fjárveitingum til framkvæmdavaldsins. Þá feli yfirlýsing Trump í sér hættulegt fordæmi sem forsetar úr röðum demókrata geti vísað í í framtíðinni.Trump hefur gefið út að hann muni beita neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að höfnun þingsins komi í veg fyrir að hann geti lýst yfir neyðarástandi. Þrátt fyrir að búið sé að safna nægu liði til þess að hafna yfirlýsingunni er talið ólíklegt að þeir muni einnig greiða atkvæði með tillögu um að koma í veg fyrir að Trump beiti neitunarvaldinu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sextán ríki kæra neyðarástand Trump Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. 19. febrúar 2019 06:56 Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Líklegt er að andstæðingar neyðarástandsyfirlýsingar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, takist að safna nægum atkvæðum í öldungadeild Bandaríkjaþings til þess að hafna yfirlýsingunni. Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni sem þegar hefur greitt atkvæði með því að hafna neyðarástandsyfirlýsingunni. Repúblikanar eru hins vegar í meirihluta í öldungadeildinni en minnst fjórir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir geti ekki stutt yfirlýsinguna. Það þýðir að 51 öldungardeildarþingmaður er á móti yfirlýsingunni eða meirihluti þingmanna. Trump tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi nýta hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Tilkynnti Trump að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svo hann gæti sótt fjármagn í byggingu umdeilds múrs eða girðingu á landamærunum, en þingið hefur ekki veitt honum fjármagn til þess.Sjá einnig: Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“Í umfjöllun Guardian segir að þeir þingmenn Repúblikana sem mótfallnir eru neyðarástandsyfirlýsingu Trump telji að með því traðki hann á stjórnarskrárbundnu hlutverki þingsins sem meðal annars er að úthluta fjárveitingum til framkvæmdavaldsins. Þá feli yfirlýsing Trump í sér hættulegt fordæmi sem forsetar úr röðum demókrata geti vísað í í framtíðinni.Trump hefur gefið út að hann muni beita neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að höfnun þingsins komi í veg fyrir að hann geti lýst yfir neyðarástandi. Þrátt fyrir að búið sé að safna nægu liði til þess að hafna yfirlýsingunni er talið ólíklegt að þeir muni einnig greiða atkvæði með tillögu um að koma í veg fyrir að Trump beiti neitunarvaldinu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sextán ríki kæra neyðarástand Trump Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. 19. febrúar 2019 06:56 Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Sextán ríki kæra neyðarástand Trump Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. 19. febrúar 2019 06:56
Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50
Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30