Innlent

Bíll flaug yfir hringtorg á Vesturlandsvegi

Kjartan Kjartansson skrifar
Bíllinn fór yfir lágan hól á hringtorginu og yfir á akrein í gagnstæða átt.
Bíllinn fór yfir lágan hól á hringtorginu og yfir á akrein í gagnstæða átt. Vísir
Ökumaður bifreiðar sem flaug yfir hringtorg og endaði á akrein í gangstæða átt á Vesturlandsvegi í morgun var fluttur á slysadeild en hann er ekki talinn mikið slasaður að sögn lögreglu.

Atvikið átti sér stað á hringtorgi neðan við verslunina Bauhaus á níunda tímanum í morgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist ökumaðurinn hafa vanmetið aðstæður og ekið of hratt. Bíll hans fór því yfir hól á hringtorginu og utan í skilti handan þess áður en hann stöðvaðist á akrein í gagnstæða átt.

Bíllinn er talsvert skemmdur en engin önnur slys urðu á fólki eða tjón á bílum.

Uppfært 12:42 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var haft eftir lögreglunni að grunur væri um vímuefnaakstur. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði Vísi nú fyrir stundu að sá grunur væri ekki lengur til staðar. Rannsókn standi yfir á orsökum slyssins.

Nokkrar skemmdir urðu á hringtorginu og umferðarskilti.Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×