„Cardiff skildi Sala eftir einan á hótelherbergi“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. mars 2019 08:30 Sala hefur verið minnst um allan heim síðustu vikur vísir/getty Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. Mark McKay, sonur Willie, var umboðsmaður Nantes í sölunni á Sala. Willie var sá sem skipulagði flugið fyrir Sala, flugið sem svo hrapaði í Ermasundið með þeim afleiðingum að Sala og flugmaðurinn David Ibbotson létu lífið. „Hann var skilinn eftir einn á hótelherbergi og þurfti að sjá til þess að skipuleggja ferðalagið sjálfur,“ sagði Willie við BBC. Cardiff hefur neitað því og sagði í tilkynningu að „félagið var að skipuleggja flugfar í almennu farþegaflugi fyrir Sala þegar því var hafnað vegna þess að aðrar ráðstafanir höfðu verið gerðar.“ „Cardiff hefur alvarlegar áhyggjur yfir möguleikanum á því að flugferðin hafi verið í leyfisleysi, miðað við þær upplýsingar sem hafa verið gefnar út. Það þarf augljóslega að afla meiri upplýsingum um þetta hræðilega atvik.“Cardiff gerði Sala að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Hann lést áður en hann gat spilað leik með Cardiff.vísir/gettyWillie McKay er ekki lengur með umboðsmannaleyfi en hann segist hafa komið á málinu því sonur hans hafi beðið um hjálp. McKay sagðist hafa skipulagt flug Sala í gegnum David Henderson, reynslumikinn flugmann sem hafi oft flogið með leikmenn fyrir hann um alla Evrópu. Hann átti hins vegar ekki flugvélina né vissi hann hvaða flugmann Henderson fengi í verkið. „Það var enginn í Cardiff að gera neitt. Þetta var hálf vandræðalegt fyrri þá. Þeir kaupa leikmenn fyrir 17 milljónir evra og skilja hann svo eftir uppi á hóteli þar sem hann þarf að leita sér að flugi sjálfur,“ sagði McKay. „Hegðun þeirra til þessa hefur verið til skammar.“ Í janúar sagði talsmaður Cardiff BBC frá því að félagið ætti ekki einkaflugvél og því hefði félagið ekki geta séð um flugið fyrir Sala frá Nantes. Síðustu vikur hefur það verið dregið í efa að Ibbotson hafi verið með flugmannsréttindi og í þessari viku kom út skýrsla sem sagði hann ekki hafa haft leyfi fyrir almennum farþegaflugum. Því hafi hann aðeins mátt fljúga farþegum innan Evrópusambandsins ef hann deildi kostnaðinum með farþeganum (e. cost-sharing basis). Willie McKay sagði að hann hefði borgað það verð sem Henderson rukkaði fyrir flugið, Sala borgaði ekkert. Emiliano Sala Enski boltinn Tengdar fréttir Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30 Nantes sektað fyrir það hvernig stuðningsmennirnir minntust Sala Nantes þarf að borga stóra sekt vegna þess hvernig stuðningsmenn félagsins minntust Argentínumannsins Emiliano Sala á dögunum. 21. febrúar 2019 09:30 Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. Mark McKay, sonur Willie, var umboðsmaður Nantes í sölunni á Sala. Willie var sá sem skipulagði flugið fyrir Sala, flugið sem svo hrapaði í Ermasundið með þeim afleiðingum að Sala og flugmaðurinn David Ibbotson létu lífið. „Hann var skilinn eftir einn á hótelherbergi og þurfti að sjá til þess að skipuleggja ferðalagið sjálfur,“ sagði Willie við BBC. Cardiff hefur neitað því og sagði í tilkynningu að „félagið var að skipuleggja flugfar í almennu farþegaflugi fyrir Sala þegar því var hafnað vegna þess að aðrar ráðstafanir höfðu verið gerðar.“ „Cardiff hefur alvarlegar áhyggjur yfir möguleikanum á því að flugferðin hafi verið í leyfisleysi, miðað við þær upplýsingar sem hafa verið gefnar út. Það þarf augljóslega að afla meiri upplýsingum um þetta hræðilega atvik.“Cardiff gerði Sala að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Hann lést áður en hann gat spilað leik með Cardiff.vísir/gettyWillie McKay er ekki lengur með umboðsmannaleyfi en hann segist hafa komið á málinu því sonur hans hafi beðið um hjálp. McKay sagðist hafa skipulagt flug Sala í gegnum David Henderson, reynslumikinn flugmann sem hafi oft flogið með leikmenn fyrir hann um alla Evrópu. Hann átti hins vegar ekki flugvélina né vissi hann hvaða flugmann Henderson fengi í verkið. „Það var enginn í Cardiff að gera neitt. Þetta var hálf vandræðalegt fyrri þá. Þeir kaupa leikmenn fyrir 17 milljónir evra og skilja hann svo eftir uppi á hóteli þar sem hann þarf að leita sér að flugi sjálfur,“ sagði McKay. „Hegðun þeirra til þessa hefur verið til skammar.“ Í janúar sagði talsmaður Cardiff BBC frá því að félagið ætti ekki einkaflugvél og því hefði félagið ekki geta séð um flugið fyrir Sala frá Nantes. Síðustu vikur hefur það verið dregið í efa að Ibbotson hafi verið með flugmannsréttindi og í þessari viku kom út skýrsla sem sagði hann ekki hafa haft leyfi fyrir almennum farþegaflugum. Því hafi hann aðeins mátt fljúga farþegum innan Evrópusambandsins ef hann deildi kostnaðinum með farþeganum (e. cost-sharing basis). Willie McKay sagði að hann hefði borgað það verð sem Henderson rukkaði fyrir flugið, Sala borgaði ekkert.
Emiliano Sala Enski boltinn Tengdar fréttir Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30 Nantes sektað fyrir það hvernig stuðningsmennirnir minntust Sala Nantes þarf að borga stóra sekt vegna þess hvernig stuðningsmenn félagsins minntust Argentínumannsins Emiliano Sala á dögunum. 21. febrúar 2019 09:30 Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30
Nantes sektað fyrir það hvernig stuðningsmennirnir minntust Sala Nantes þarf að borga stóra sekt vegna þess hvernig stuðningsmenn félagsins minntust Argentínumannsins Emiliano Sala á dögunum. 21. febrúar 2019 09:30
Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00