Trump jós lofi yfir Bolsonaro í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2019 23:45 Það fór vel á með Bolsonaro og Trump.Brasilíski forsetinn afhenti Trump meðal annars treyju brasilíska knattspyrnulandsliðsins með nafni hans á bakinu. Vísir/EPA Fagnaðarfundir urðu í Hvíta húsinu í dag þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Jair Bolsonaro, brasilíska starfsbróður sínum, sem hefur verið líkt við Trump. Bandaríkjaforseti jós Bolsonaro lofi en brasilíski forsetinn sagðist standa með Trump gegn „falsfréttum“ og með „hefðbundnum fjölskyldulífstíl“. Hömlulaus hegðun og orðræða Bolsonaro í gegnum tíðina varð til þess að hann hefur verið kallaður „Hitabeltis-Trump“. Bolsonaro hefur ítrekað nítt samkynhneigða, konur, frumbyggja og blökkumenn og lofað fyrrum herforingjastjórn Brasilíu. Trump hefur verið sakaður um að hafa sérstakt dálæti á einræðisherrum og valdboðssinnum frá því að hann tók við sem forseti. Hann var fyrsti þjóðarleiðtoginn til þess að hringja í Bolsonaro og óska honum til hamingju með kosningasigur sinn í október. Forsetarnir tveir ræddu við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag og fór Trump lofsamlegum orðum um Bolsonaro. Sagðist hann meðal annars vera stoltur af því að heyra Bolsonaro tala um „falsfréttir“. Bandaríkjaforseti fordæmir neikvæðir fréttir um sjálfan sig og ríkisstjórn hans reglulega sem „falsfréttir“. Sagði hann Bolsonaro hafa staðið sig frábærlega sem forseti og spáði því að samband þeirra yrði stórkostlegt. Þeir deili skoðunum um margt. Undir það tók Bolsonaro og sagðist dást að Trump forseta. „Brasilía og Bandaríkin standa saman í viðleitni sinni til að tryggja frelsi og virðingu fyrir hefðbundnum fjölskyldulífsstíl með virðingu fyrir guði,“ sagði Bolsonaro. Saman stæðu þeir einnig gegn „pólitísk rétthugsandi viðhorfum og falsfréttum“.Bolsonaro sagði fjölmiðlamönnum að hann væri viss um að Trump yrði endurkjörinn forseti á næsta ári.Vísir/EPAÝjaði að NATO-aðild fyrir Brasilíu Boðaði Trump nánara samstarf Bandaríkjanna og Brasilíu, jafnvel að hann myndi berjast fyrir því að Brasilía fengi inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO) þrátt fyrir að stofnsáttmáli bandalagsins útiloki það. Sagði hann blaðamönnum að hann ætlaði að lýsa Brasilíu sem „meiriháttar bandalagsríki utan NATO“ og „jafnvel, mögulega, ef maður byrjar að spá í það, kannski NATO-bandalagsríki“. Sagðist Trump þó þurfa að ræða við marga til að það gæti orðið að veruleika.AP-fréttastofan segir að Brasilía hafi lengi sóst eftir að fá stöðu bandalagsríki utan NATO til að auðvelda hernaðarsamvinnu og vopnakaup frá Bandaríkjunum. Bolsonaro hefur lýst stuðningi við harðlínustefnu Trump í innflytjendamálum. Hann hefur kallað innflytjendur frá fátækum ríkjum „úrhrök jarðarinnar“. „Meirihluti mögulegra innflytjenda hafa ekki góðar fyrirætlanir eða ætla sér ekki að gera sitt besta eða gera bandarísku þjóðinni gott,“ fullyrti Bolsonaro í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina í gær. Bandaríkin Brasilía Donald Trump Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Fagnaðarfundir urðu í Hvíta húsinu í dag þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Jair Bolsonaro, brasilíska starfsbróður sínum, sem hefur verið líkt við Trump. Bandaríkjaforseti jós Bolsonaro lofi en brasilíski forsetinn sagðist standa með Trump gegn „falsfréttum“ og með „hefðbundnum fjölskyldulífstíl“. Hömlulaus hegðun og orðræða Bolsonaro í gegnum tíðina varð til þess að hann hefur verið kallaður „Hitabeltis-Trump“. Bolsonaro hefur ítrekað nítt samkynhneigða, konur, frumbyggja og blökkumenn og lofað fyrrum herforingjastjórn Brasilíu. Trump hefur verið sakaður um að hafa sérstakt dálæti á einræðisherrum og valdboðssinnum frá því að hann tók við sem forseti. Hann var fyrsti þjóðarleiðtoginn til þess að hringja í Bolsonaro og óska honum til hamingju með kosningasigur sinn í október. Forsetarnir tveir ræddu við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag og fór Trump lofsamlegum orðum um Bolsonaro. Sagðist hann meðal annars vera stoltur af því að heyra Bolsonaro tala um „falsfréttir“. Bandaríkjaforseti fordæmir neikvæðir fréttir um sjálfan sig og ríkisstjórn hans reglulega sem „falsfréttir“. Sagði hann Bolsonaro hafa staðið sig frábærlega sem forseti og spáði því að samband þeirra yrði stórkostlegt. Þeir deili skoðunum um margt. Undir það tók Bolsonaro og sagðist dást að Trump forseta. „Brasilía og Bandaríkin standa saman í viðleitni sinni til að tryggja frelsi og virðingu fyrir hefðbundnum fjölskyldulífsstíl með virðingu fyrir guði,“ sagði Bolsonaro. Saman stæðu þeir einnig gegn „pólitísk rétthugsandi viðhorfum og falsfréttum“.Bolsonaro sagði fjölmiðlamönnum að hann væri viss um að Trump yrði endurkjörinn forseti á næsta ári.Vísir/EPAÝjaði að NATO-aðild fyrir Brasilíu Boðaði Trump nánara samstarf Bandaríkjanna og Brasilíu, jafnvel að hann myndi berjast fyrir því að Brasilía fengi inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO) þrátt fyrir að stofnsáttmáli bandalagsins útiloki það. Sagði hann blaðamönnum að hann ætlaði að lýsa Brasilíu sem „meiriháttar bandalagsríki utan NATO“ og „jafnvel, mögulega, ef maður byrjar að spá í það, kannski NATO-bandalagsríki“. Sagðist Trump þó þurfa að ræða við marga til að það gæti orðið að veruleika.AP-fréttastofan segir að Brasilía hafi lengi sóst eftir að fá stöðu bandalagsríki utan NATO til að auðvelda hernaðarsamvinnu og vopnakaup frá Bandaríkjunum. Bolsonaro hefur lýst stuðningi við harðlínustefnu Trump í innflytjendamálum. Hann hefur kallað innflytjendur frá fátækum ríkjum „úrhrök jarðarinnar“. „Meirihluti mögulegra innflytjenda hafa ekki góðar fyrirætlanir eða ætla sér ekki að gera sitt besta eða gera bandarísku þjóðinni gott,“ fullyrti Bolsonaro í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina í gær.
Bandaríkin Brasilía Donald Trump Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira