Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2019 20:34 Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Fjármálaráðherra undrast viðbrögð sveitarfélaga við hugmyndum um frystingu framlaga í jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem þurfi að ræða í samhengi við fjölmörg verkefni sveitarfélaganna. Samtök íslenskra sveitarfélaga og talsmenn einstakra sveitarfélaga hafa brugðist illa við hugmyndum um að frysta framlög ríkisins til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir viðbrögðin koma á óvart þar sem engin formleg tillaga liggi fyrir og ekkert frumvarp um málið sé komið fram, þótt sú hugmynd hafi verið viðruð að greiðslurnar stæðu í staðí tvö ár. Þessi mál og fleiri þurfi að ræða í tengslum við fjármálaáætlun stjórnvalda. „Það er náttúrlega okkar hlutverk að koma á framfæri viðþingið fjármálaáætluninni. Ein af ráðstöfununum sem við vildum ræða við sveitarfélögin var þessi. Hún hefur bara verið rædd á fundum. Hún getur verið í undirliggjandi forsendum áætlunarinnar. En auðvitað háð því aðá endanum náist samkomulag,“ segir fjármálaráðherra. Sveitarfélögin séu með ýmis mál uppi á borðum í samtali við ríkið. „Ég gæti nefnt hér samgöngumál, borgarlínu. Ég gæti nefnt fráveitumál sveitarfélaga víða um landið, ég gæti nefnt hér málefni fatlaðra, lífeyrismál og margt fleira. Ég verð bara að segja að ég er furðu lostinn að vegna þess að svona mál er nefnt á fundi að þá segi menn; nú skulum við bara standa upp og hlaupa frá samtali um alla hluti,“ segir Bjarni. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára verður kynnt í fjármálaráðuneytinu strax upp úr helgi. Þá er unnið hörðum höndum að samningu fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár þar sem gerð verður almenn krafa um aðhald í ríkisrekstrinum. Fastur kostnaður geti ekki vaxið í takti við tekjur ríkissjóðs segir fjármálaráðherra. „Við gerum ekki sömu aðhaldskröfu á heilbrigðisstofnanir svo dæmi sé tekið. Dómstólar eru fyrst og fremst launakostnaður. Þannig að það eru ákveðin lögmál á ákveðnum stöðum sem viðþurfum að taka tillit til. En aðöðru leyti erum við að fara fram á það heilt yfir í kerfinu að menn gæti aðhalds.“Hvaðerþetta stór upphæð í þaðheila?„Hún losar fimm milljarða,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Fjárlög Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Fjármálaráðherra undrast viðbrögð sveitarfélaga við hugmyndum um frystingu framlaga í jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem þurfi að ræða í samhengi við fjölmörg verkefni sveitarfélaganna. Samtök íslenskra sveitarfélaga og talsmenn einstakra sveitarfélaga hafa brugðist illa við hugmyndum um að frysta framlög ríkisins til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir viðbrögðin koma á óvart þar sem engin formleg tillaga liggi fyrir og ekkert frumvarp um málið sé komið fram, þótt sú hugmynd hafi verið viðruð að greiðslurnar stæðu í staðí tvö ár. Þessi mál og fleiri þurfi að ræða í tengslum við fjármálaáætlun stjórnvalda. „Það er náttúrlega okkar hlutverk að koma á framfæri viðþingið fjármálaáætluninni. Ein af ráðstöfununum sem við vildum ræða við sveitarfélögin var þessi. Hún hefur bara verið rædd á fundum. Hún getur verið í undirliggjandi forsendum áætlunarinnar. En auðvitað háð því aðá endanum náist samkomulag,“ segir fjármálaráðherra. Sveitarfélögin séu með ýmis mál uppi á borðum í samtali við ríkið. „Ég gæti nefnt hér samgöngumál, borgarlínu. Ég gæti nefnt fráveitumál sveitarfélaga víða um landið, ég gæti nefnt hér málefni fatlaðra, lífeyrismál og margt fleira. Ég verð bara að segja að ég er furðu lostinn að vegna þess að svona mál er nefnt á fundi að þá segi menn; nú skulum við bara standa upp og hlaupa frá samtali um alla hluti,“ segir Bjarni. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára verður kynnt í fjármálaráðuneytinu strax upp úr helgi. Þá er unnið hörðum höndum að samningu fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár þar sem gerð verður almenn krafa um aðhald í ríkisrekstrinum. Fastur kostnaður geti ekki vaxið í takti við tekjur ríkissjóðs segir fjármálaráðherra. „Við gerum ekki sömu aðhaldskröfu á heilbrigðisstofnanir svo dæmi sé tekið. Dómstólar eru fyrst og fremst launakostnaður. Þannig að það eru ákveðin lögmál á ákveðnum stöðum sem viðþurfum að taka tillit til. En aðöðru leyti erum við að fara fram á það heilt yfir í kerfinu að menn gæti aðhalds.“Hvaðerþetta stór upphæð í þaðheila?„Hún losar fimm milljarða,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira