Hátíðartónleikarnir hápunktur afmælisársins Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2019 14:03 Tónleikarnir fara fram í Ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 21. mars klukkan 20 og í Langholtskirkju í Reykjavík sunnudaginn 24. mars klukkan 14. Tónlistarskóli Ísafjarðar Tónlistarskóli Ísafjarðar fagnar um þessar mundir 70 ára afmæli og hefur af því tilefni staðið fyrir fjölmörgum tónlistarviðburðum. Hápunktur afmælisársins er svo í þessari viku þegar haldnir verða tvennir hátíðartónleikar, á Ísafirði á fimmtudag og í Reykjavík á sunnudag. Ungverska kammersveitin Müvak, hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar og einsöngvarar sem allir eru fyrrum eða núverandi nemendur skólans auk kennara munu flytja fjölbreytt létt og skemmtileg verk. „Við fengum þessa hugmynd fyrir þremur árum þegar nokkrir nemendur og kennarar skólans tóku þátt í sumarakademíu Tónlistarháskólans í Szeged í Ungverjalandi. Á lokahátíð akademíunnar spilaði þessi frábæra hljómsveit, Müvak, og við vissum að við yrðum að fá hana til að spila á Íslandi,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar. „Undirbúningur fyrir tónleikana hefur legið á margra höndum og það er ævintýri líkast hversu samhentir ólíkir einstkalingar verða þegar markmiðið er að auðga litla samfélagið okkar hér á Ísafirði,“ segir Ingunn. Yfirskrift tónleikanna er chacun à son goût (i. hver hefur sinn smekk) sem vísar í óperettuna Leðurblökuna eftir Strauss, en á efnisskrá tónleikanna eru einmitt þrjú verk úr óperettunni. Þar má einnig finna lög úr vinsælum söngleikjum á borð við Óliver og Hamilton. „Við vildum endilega halda tónleikana bæði á Ísafirði og í Reykjavík til að sem flestir fengju tækifæri til að fagna afmælinu með okkur og auðvitað njóta þessarar skemmtilegu tónlistar í flutningi frábærra listamanna,“ segir Ingunn. Tónleikarnir fara fram í Ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 21. mars klukkan 20 og í Langholtskirkju í Reykjavík sunnudaginn 24. mars klukkan 14. Heiðursgestur tónleikanna í Reykjavík er frú Eliza Reid, forsetafrú. Ísafjarðarbær Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tónlistarskóli Ísafjarðar fagnar um þessar mundir 70 ára afmæli og hefur af því tilefni staðið fyrir fjölmörgum tónlistarviðburðum. Hápunktur afmælisársins er svo í þessari viku þegar haldnir verða tvennir hátíðartónleikar, á Ísafirði á fimmtudag og í Reykjavík á sunnudag. Ungverska kammersveitin Müvak, hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar og einsöngvarar sem allir eru fyrrum eða núverandi nemendur skólans auk kennara munu flytja fjölbreytt létt og skemmtileg verk. „Við fengum þessa hugmynd fyrir þremur árum þegar nokkrir nemendur og kennarar skólans tóku þátt í sumarakademíu Tónlistarháskólans í Szeged í Ungverjalandi. Á lokahátíð akademíunnar spilaði þessi frábæra hljómsveit, Müvak, og við vissum að við yrðum að fá hana til að spila á Íslandi,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar. „Undirbúningur fyrir tónleikana hefur legið á margra höndum og það er ævintýri líkast hversu samhentir ólíkir einstkalingar verða þegar markmiðið er að auðga litla samfélagið okkar hér á Ísafirði,“ segir Ingunn. Yfirskrift tónleikanna er chacun à son goût (i. hver hefur sinn smekk) sem vísar í óperettuna Leðurblökuna eftir Strauss, en á efnisskrá tónleikanna eru einmitt þrjú verk úr óperettunni. Þar má einnig finna lög úr vinsælum söngleikjum á borð við Óliver og Hamilton. „Við vildum endilega halda tónleikana bæði á Ísafirði og í Reykjavík til að sem flestir fengju tækifæri til að fagna afmælinu með okkur og auðvitað njóta þessarar skemmtilegu tónlistar í flutningi frábærra listamanna,“ segir Ingunn. Tónleikarnir fara fram í Ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 21. mars klukkan 20 og í Langholtskirkju í Reykjavík sunnudaginn 24. mars klukkan 14. Heiðursgestur tónleikanna í Reykjavík er frú Eliza Reid, forsetafrú.
Ísafjarðarbær Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira