Átján ára gömul og vann sér óvænt inn 140 milljónir um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 10:30 Bianca Andreescu með bikarinn fyrir sigurinn í mótinu. AP/Mark J. Terrill Bianca Andreescu er yngsti sigurvegarinn á Indian Wells tennismótinu síðan að Serena Williams vann mótið fyrri tuttugu árum síðan. Sigurvegari þessa virta tennismóts var lítt þekkt tenniskona sem fékk aukasæti í mótinu en endaði á því að fara alla leið. Kanada er búið að eignast nýja íþróttastjörnu. Bianca Andreescu var svokallaður "wildcard" leikmaður á mótinu. Staða hennar á heimslistanum var ekki nógu góð til að hún fengi röðun inn í mótið en hún fékk eitt af aukasætunum sem oft koma í hlut yngri óreyndari leikmanna.How’s @Bandreescu_ going to celebrate her first @WTA title? The #BNPPO19 women’s singles champion sits down to talk about her crazy two weeks in #TennisParadise. pic.twitter.com/fqeMtiuOuQ — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019Aldrei áður hefur "wildcard" tenniskona unnið þetta mót en uppkoma hennar er þegar farin að minna á það þegar Naomi Osaka sló í gegn á síðasta ári. Osaka vann á endanum tvö risamót í röð og komst upp í toppsæti heimslistans. Bianca Andreescu er hins vegar nafn sem tennisáhugamenn eiga eftir að heyra oft á næstu árum ef marka má þessa ótrúlegu byrjun hennar. Serena Williams var 17 ára þegar hún vann þetta mót árið 1999 og það þekkja allir hennar ótrúlega feril.https://t.co/O31LkfR9tj — Kyle Schnitzer (@Kyle_Schnitzer) March 18, 2019 Bianca byrjaði árið í 152. sæti á heimslistanum en er komin upp í 24. sæti eftir sigurinn á sunnudaginn. Hún er aðeins átján ára gömul og varð í 200. sæti á listanum í fyrra. Andreescu segist hafa tekið sjálfa sig í gegn, bætt mataræðið sitt og hugað meira að andlegri þjálfun. Hún þakkar jóga og hugarþjálfun fyrir framfarir sínar en mamma hennar kynnti hana fyrir jóga þegar hún var tólf ára gömul. Hvað sem hún gerði þá er það að framkalla hálfgert kraftaverk. Hún fékk bara „að vera með“ á Indian Wells mótinu og hver sigur var stórfrétt. Hún sló út stelpurnar í 32., 18., 20., 6. og 8. sæti á styrkleikalista mótsins áður en hún vann Angelique Kerber í úrslitaleiknum. Angelique Kerber var í fjórða sæti á síðasta heimslistanum en tapaði úrslitaleiknum 6-4, 3-6 og 6-4. Bianca Andreescu tók ekki bara risastökk á heimslistanum með þessum sigri því hún fékk einnig 1,2 milljónir dollara í sigurlaun eða 140 milljónir íslenskra króna. Það er ágætis útborgun fyrir átján ára stelpu en aðeins upphafið að einhverju miklu meiru haldi hún áfram á sömu braut.Teenage Dream@Bandreescu_#BNPPO19pic.twitter.com/gQwL5ACXf5 — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019 Tennis Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Sjá meira
Bianca Andreescu er yngsti sigurvegarinn á Indian Wells tennismótinu síðan að Serena Williams vann mótið fyrri tuttugu árum síðan. Sigurvegari þessa virta tennismóts var lítt þekkt tenniskona sem fékk aukasæti í mótinu en endaði á því að fara alla leið. Kanada er búið að eignast nýja íþróttastjörnu. Bianca Andreescu var svokallaður "wildcard" leikmaður á mótinu. Staða hennar á heimslistanum var ekki nógu góð til að hún fengi röðun inn í mótið en hún fékk eitt af aukasætunum sem oft koma í hlut yngri óreyndari leikmanna.How’s @Bandreescu_ going to celebrate her first @WTA title? The #BNPPO19 women’s singles champion sits down to talk about her crazy two weeks in #TennisParadise. pic.twitter.com/fqeMtiuOuQ — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019Aldrei áður hefur "wildcard" tenniskona unnið þetta mót en uppkoma hennar er þegar farin að minna á það þegar Naomi Osaka sló í gegn á síðasta ári. Osaka vann á endanum tvö risamót í röð og komst upp í toppsæti heimslistans. Bianca Andreescu er hins vegar nafn sem tennisáhugamenn eiga eftir að heyra oft á næstu árum ef marka má þessa ótrúlegu byrjun hennar. Serena Williams var 17 ára þegar hún vann þetta mót árið 1999 og það þekkja allir hennar ótrúlega feril.https://t.co/O31LkfR9tj — Kyle Schnitzer (@Kyle_Schnitzer) March 18, 2019 Bianca byrjaði árið í 152. sæti á heimslistanum en er komin upp í 24. sæti eftir sigurinn á sunnudaginn. Hún er aðeins átján ára gömul og varð í 200. sæti á listanum í fyrra. Andreescu segist hafa tekið sjálfa sig í gegn, bætt mataræðið sitt og hugað meira að andlegri þjálfun. Hún þakkar jóga og hugarþjálfun fyrir framfarir sínar en mamma hennar kynnti hana fyrir jóga þegar hún var tólf ára gömul. Hvað sem hún gerði þá er það að framkalla hálfgert kraftaverk. Hún fékk bara „að vera með“ á Indian Wells mótinu og hver sigur var stórfrétt. Hún sló út stelpurnar í 32., 18., 20., 6. og 8. sæti á styrkleikalista mótsins áður en hún vann Angelique Kerber í úrslitaleiknum. Angelique Kerber var í fjórða sæti á síðasta heimslistanum en tapaði úrslitaleiknum 6-4, 3-6 og 6-4. Bianca Andreescu tók ekki bara risastökk á heimslistanum með þessum sigri því hún fékk einnig 1,2 milljónir dollara í sigurlaun eða 140 milljónir íslenskra króna. Það er ágætis útborgun fyrir átján ára stelpu en aðeins upphafið að einhverju miklu meiru haldi hún áfram á sömu braut.Teenage Dream@Bandreescu_#BNPPO19pic.twitter.com/gQwL5ACXf5 — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019
Tennis Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Sjá meira