Guðlaugur: Hef áhyggjur af því að við séum ekki að vinna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. mars 2019 21:32 Guðlaugur er ekki sáttur með sitt lið vísir/bára Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals í Olísdeild karla, var ekki sáttur með lið sitt eftir þriggja marka tap gegn ÍBV á heimavelli í kvöld. „Fyrst og fremst vantar að liðið okkar byrji leikinn. Að það komi inn í leikinn eins og við viljum að þeir byrji leikinn,“ sagði Guðlaugur. „Við erum ofboðslega lélegir varnarlega framan af, þeir skora bara auðveldlega. Við fáum á okkur 17 mörk í fyrri hálfleik sem er bara skandall fyrir okkur. Það fyrst og fremst vantar karakterinn í okkur.“ Valur hefur ekki unnið deildarleik síðan 11. febrúar. Bikarinn hefur reyndar tekið mikið pláss síðustu vikur og þar komu sigrar, þetta var aðeins þriðji leikurinn síðan sigurinn kom gegn ÍR þann 11. febrúar. Hefur Guðlaugur áhyggjur af því að Valur sé ekki að sigla sigrunum heim? „Auðvitað hef ég áhyggjur af því að við séum ekki að vinna. Ég hef áhyggjur af spilamennskunni, ég hef áhyggjur af því hvernig menn mæta til leiks og ég hef áhyggjur af síðustu tveimur vikum hjá okkur.“ „Það er fullt af áhyggjum hjá okkur akkúrat núna og það er eitthvað sem við þurfum að leysa. Það reynir á okkur Snorra (Stein Guðjónsson, hinn þjálfara Vals), það reynir á liðið og alla í kringum liðið.“ Valur er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir toppliði Hauka og þremur stigum á eftir Selfyssingum þegar fjórar umferðir eru eftir. Er deildarmeistaratitillinn horfinn þeim úr greipum? „Nú horfi ég bara á næstu æfingu, við þurfum að skila ákveðinni vinnu þar. Við þurfum að horfa inn á við og þessar fjórar æfingar fram að næsta leik eru gríðarlega mikilvægar.“ Olís-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals í Olísdeild karla, var ekki sáttur með lið sitt eftir þriggja marka tap gegn ÍBV á heimavelli í kvöld. „Fyrst og fremst vantar að liðið okkar byrji leikinn. Að það komi inn í leikinn eins og við viljum að þeir byrji leikinn,“ sagði Guðlaugur. „Við erum ofboðslega lélegir varnarlega framan af, þeir skora bara auðveldlega. Við fáum á okkur 17 mörk í fyrri hálfleik sem er bara skandall fyrir okkur. Það fyrst og fremst vantar karakterinn í okkur.“ Valur hefur ekki unnið deildarleik síðan 11. febrúar. Bikarinn hefur reyndar tekið mikið pláss síðustu vikur og þar komu sigrar, þetta var aðeins þriðji leikurinn síðan sigurinn kom gegn ÍR þann 11. febrúar. Hefur Guðlaugur áhyggjur af því að Valur sé ekki að sigla sigrunum heim? „Auðvitað hef ég áhyggjur af því að við séum ekki að vinna. Ég hef áhyggjur af spilamennskunni, ég hef áhyggjur af því hvernig menn mæta til leiks og ég hef áhyggjur af síðustu tveimur vikum hjá okkur.“ „Það er fullt af áhyggjum hjá okkur akkúrat núna og það er eitthvað sem við þurfum að leysa. Það reynir á okkur Snorra (Stein Guðjónsson, hinn þjálfara Vals), það reynir á liðið og alla í kringum liðið.“ Valur er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir toppliði Hauka og þremur stigum á eftir Selfyssingum þegar fjórar umferðir eru eftir. Er deildarmeistaratitillinn horfinn þeim úr greipum? „Nú horfi ég bara á næstu æfingu, við þurfum að skila ákveðinni vinnu þar. Við þurfum að horfa inn á við og þessar fjórar æfingar fram að næsta leik eru gríðarlega mikilvægar.“
Olís-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira