Patrekur: Átti mín bestu ár í handboltanum hér Arnar Geir Halldórsson skrifar 18. mars 2019 20:46 Patrekur Jóhannesson er í miklum metum hjá stuðningsmönnum KA. vísir/skjáskot „Ég er bara ánægður. KA-liðið er hrikalega sterkt hérna á heimavelli og þeir gefast aldrei upp. Ég vissi það alveg. Fyrri hálfleikurinn mjög vel leikinn; við vorum mjög einbeittir og héldum leikplani og markvarslan var eftir því,“ „KA kom til baka og þetta varð hörkuleikur í restina en að koma hingað og ná í tvö stig er bara gott,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, í leikslok eftir að hafa séð sína menn leggja KA að velli í Olís-deild karla í kvöld. Patrekur er einn af þremur leikmönnum í frægðarhöll KA og er óhætt að segja að hann sé í miklum metum hjá stuðningsmönnum KA eftir að hafa leikið fyrir félagið á bestu árum þess á tíunda áratug síðustu aldar. Óttaðist Patrekur ekkert að töfrar KA-heimilisins myndu ná undir skinnið á yngri leikmönnum liðsins þegar KA náði áhlaupi í síðari hálfleik. „Jú algjörlega. Ég þekki þetta hús mjög vel og átti mín bestu ár í handboltanum hér. Þess vegna veit ég alveg að það er kraftur í þessu húsi. Það voru læti í mér og ég var á mörkunum að fá gult spjald. Það var spenna í mér. KA-lið er feykisterkt og Stebbi er klókur þjálfari sem kemur oft með flókin verkefni og þess vegna var ég ekkert rólegur fyrr en alveg í restina,“ sagði Patrekur. Atli Ævar Ingólfsson tók ekki frekari þátt í leiknum eftir að hafa fengið þungt högg á andlitið í fyrri hálfleik. „Hann fékk á lúðurinn og ég á eftir að kíkja á það. Það er alltaf tekið fast á Atla. Hann er líkamlega sterkur og þetta er ekkert í fyrsta skipti sem tekið er fast á honum. Við ákváðum að nota hann ekkert meira eftir það og það er slæmt að missa hann en Guðni gerði vel. Það er breidd í liðinu,“ sagði Patrekur. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA 27-29 Selfoss │Selfoss sótti tvö stig í KA-heimilið Selfoss ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn en í kvöld gerði liðið góða ferð til Akureyrar þar sem þeir voru í heimsókn hjá KA í 18.umferð Olís-deildarinnar. 18. mars 2019 21:15 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Sjá meira
„Ég er bara ánægður. KA-liðið er hrikalega sterkt hérna á heimavelli og þeir gefast aldrei upp. Ég vissi það alveg. Fyrri hálfleikurinn mjög vel leikinn; við vorum mjög einbeittir og héldum leikplani og markvarslan var eftir því,“ „KA kom til baka og þetta varð hörkuleikur í restina en að koma hingað og ná í tvö stig er bara gott,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, í leikslok eftir að hafa séð sína menn leggja KA að velli í Olís-deild karla í kvöld. Patrekur er einn af þremur leikmönnum í frægðarhöll KA og er óhætt að segja að hann sé í miklum metum hjá stuðningsmönnum KA eftir að hafa leikið fyrir félagið á bestu árum þess á tíunda áratug síðustu aldar. Óttaðist Patrekur ekkert að töfrar KA-heimilisins myndu ná undir skinnið á yngri leikmönnum liðsins þegar KA náði áhlaupi í síðari hálfleik. „Jú algjörlega. Ég þekki þetta hús mjög vel og átti mín bestu ár í handboltanum hér. Þess vegna veit ég alveg að það er kraftur í þessu húsi. Það voru læti í mér og ég var á mörkunum að fá gult spjald. Það var spenna í mér. KA-lið er feykisterkt og Stebbi er klókur þjálfari sem kemur oft með flókin verkefni og þess vegna var ég ekkert rólegur fyrr en alveg í restina,“ sagði Patrekur. Atli Ævar Ingólfsson tók ekki frekari þátt í leiknum eftir að hafa fengið þungt högg á andlitið í fyrri hálfleik. „Hann fékk á lúðurinn og ég á eftir að kíkja á það. Það er alltaf tekið fast á Atla. Hann er líkamlega sterkur og þetta er ekkert í fyrsta skipti sem tekið er fast á honum. Við ákváðum að nota hann ekkert meira eftir það og það er slæmt að missa hann en Guðni gerði vel. Það er breidd í liðinu,“ sagði Patrekur.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA 27-29 Selfoss │Selfoss sótti tvö stig í KA-heimilið Selfoss ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn en í kvöld gerði liðið góða ferð til Akureyrar þar sem þeir voru í heimsókn hjá KA í 18.umferð Olís-deildarinnar. 18. mars 2019 21:15 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Sjá meira
Leik lokið: KA 27-29 Selfoss │Selfoss sótti tvö stig í KA-heimilið Selfoss ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn en í kvöld gerði liðið góða ferð til Akureyrar þar sem þeir voru í heimsókn hjá KA í 18.umferð Olís-deildarinnar. 18. mars 2019 21:15