Sérsveit krónprinsins pyntaði og rændi stjórnarandstæðingum Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2019 08:53 Salman krónprins var fyrst lýst sem umbótamanni þegar hann tók í reynd við stjórn Sádi-Arabíu árið 2017. Undir hans stjórn hafa stjórnarandstæðingar hins vegar verið handteknir, pyntaðir og jafnvel myrtir. Vísir/EPA Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabía, kom á fót leynilegri sérsveit til að brjóta á bak aftur alla mótspyrnu í landinu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Meðlimir sérsveitarinnar eru sagðir hafa njósnað um sádiarabískt andófsfólk, rænt því og pyntað. Bandaríska leyniþjónustan CIA telur vísbendingar um að Salman hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, í október í fyrra. Sádar hafa þvertekið fyrir það og fullyrða að sérsveitarmennirnir hafi sjálfir ákveðið að drepa Khashoggi. Þeir rétta nú yfir ellefu manns sem handteknir hafa verið vegna morðsins.New York Times segir nú að ári áður en Khashoggi var myrtur hafi Salman látið setja saman leynilega sveit manna sem fékk það hlutverk að þagga niður í andófsfólki. Blaðið vísar í bandaríska embættismenn sem hafa aðgang að leyniþjónustuskýrslum. Nokkrir af þeim sem myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans á ræðisskrifstofunni tóku þannig þátt í fjölda leynilegra aðgerða áður sem hófust þegar árið 2017. Þeir hafi meðal annars tekið þátt í að ræna Sádum sem voru búsettir í öðrum arabalöndum og flytja þá aftur heim. Þeir hafi haldið fólki föngnu og pyntað og misnotað fanga í höllum sem tilheyra krónprinsinum og Salman konungi, föður hans.Áhyggjur af stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu Ekki liggur fyrir hvort að einhverjir í sérsveitinni hafi tekið þátt í aðgerðum Salman krónprins þegar hann læsti hundruð prinsa, kaupsýslumanna og fyrrverandi embættismanna inni í Ritz-Carlton hótelinu í Ríad og sakaði þá um spillingu árið 2017. Þeir sem þar var haldið urðu margir fyrir líkamlegu ofbeldi og vitni segja að einn hafi látist í haldi. Sádiarabísk stjórnvöld hafa neitað því að ofbeldi hafi verið beitt í aðgerðunum. Íslensk stjórnvöld eru á meðal fjölda ríkja sem hafa lýst áhyggjum af stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna las þannig upp sameiginlega yfirlýsingu 36 ríkja í þarsíðustu viku þar sem Sádar voru hvattir til að sleppa baráttufólki fyrir mannréttindum sem þeir hafa í haldi, ekki síst kvennréttindakonum. Sádar voru einnig hvattir til að vinna með alþjóðlegum rannsakendum á dauða Khashoggi. New York Times segir að nokkrir úr teymi krónprinsins hafi tekið þátt í að handtaka og misþyrma fjölda kvennréttindakvenna síðasta vor og sumar. Konunum hafi í fyrstu verið haldið í höll við Rauðahafið. Þar hafi konunum verið haldið í herbergjum með skyggðum gluggum. Þær hafi reglulega verið yfirheyrðar og pyntaðar. Þannig hafi þær meðal annars verið barðar, þeim gefin rafstuð, þær beittar vatnspyntingum og þeim hótað nauðgun og dauða. Bandaríska leyniþjónustan telur að málvísindakona sem sérsveitin tók höndum hafi reynt að fyrirfara sér í fyrra eftir að hún var beitt andlegum pyntingum í haldi sádiarabískra yfirvalda. Þrátt fyrir álit og skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hampað Salman krónprins. Náið samband hefur verið á milli krónprinsins og Jareds Kushner, tengdasonar Trump og hans helsta ráðgjafa. Trump hefur því ítrekað gert lítið úr vísbendingum sem bendla Salman við morðið á Khashoggi. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabía, kom á fót leynilegri sérsveit til að brjóta á bak aftur alla mótspyrnu í landinu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Meðlimir sérsveitarinnar eru sagðir hafa njósnað um sádiarabískt andófsfólk, rænt því og pyntað. Bandaríska leyniþjónustan CIA telur vísbendingar um að Salman hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, í október í fyrra. Sádar hafa þvertekið fyrir það og fullyrða að sérsveitarmennirnir hafi sjálfir ákveðið að drepa Khashoggi. Þeir rétta nú yfir ellefu manns sem handteknir hafa verið vegna morðsins.New York Times segir nú að ári áður en Khashoggi var myrtur hafi Salman látið setja saman leynilega sveit manna sem fékk það hlutverk að þagga niður í andófsfólki. Blaðið vísar í bandaríska embættismenn sem hafa aðgang að leyniþjónustuskýrslum. Nokkrir af þeim sem myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans á ræðisskrifstofunni tóku þannig þátt í fjölda leynilegra aðgerða áður sem hófust þegar árið 2017. Þeir hafi meðal annars tekið þátt í að ræna Sádum sem voru búsettir í öðrum arabalöndum og flytja þá aftur heim. Þeir hafi haldið fólki föngnu og pyntað og misnotað fanga í höllum sem tilheyra krónprinsinum og Salman konungi, föður hans.Áhyggjur af stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu Ekki liggur fyrir hvort að einhverjir í sérsveitinni hafi tekið þátt í aðgerðum Salman krónprins þegar hann læsti hundruð prinsa, kaupsýslumanna og fyrrverandi embættismanna inni í Ritz-Carlton hótelinu í Ríad og sakaði þá um spillingu árið 2017. Þeir sem þar var haldið urðu margir fyrir líkamlegu ofbeldi og vitni segja að einn hafi látist í haldi. Sádiarabísk stjórnvöld hafa neitað því að ofbeldi hafi verið beitt í aðgerðunum. Íslensk stjórnvöld eru á meðal fjölda ríkja sem hafa lýst áhyggjum af stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna las þannig upp sameiginlega yfirlýsingu 36 ríkja í þarsíðustu viku þar sem Sádar voru hvattir til að sleppa baráttufólki fyrir mannréttindum sem þeir hafa í haldi, ekki síst kvennréttindakonum. Sádar voru einnig hvattir til að vinna með alþjóðlegum rannsakendum á dauða Khashoggi. New York Times segir að nokkrir úr teymi krónprinsins hafi tekið þátt í að handtaka og misþyrma fjölda kvennréttindakvenna síðasta vor og sumar. Konunum hafi í fyrstu verið haldið í höll við Rauðahafið. Þar hafi konunum verið haldið í herbergjum með skyggðum gluggum. Þær hafi reglulega verið yfirheyrðar og pyntaðar. Þannig hafi þær meðal annars verið barðar, þeim gefin rafstuð, þær beittar vatnspyntingum og þeim hótað nauðgun og dauða. Bandaríska leyniþjónustan telur að málvísindakona sem sérsveitin tók höndum hafi reynt að fyrirfara sér í fyrra eftir að hún var beitt andlegum pyntingum í haldi sádiarabískra yfirvalda. Þrátt fyrir álit og skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hampað Salman krónprins. Náið samband hefur verið á milli krónprinsins og Jareds Kushner, tengdasonar Trump og hans helsta ráðgjafa. Trump hefur því ítrekað gert lítið úr vísbendingum sem bendla Salman við morðið á Khashoggi.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira