Eitt skref til baka hjá Gunnari Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. mars 2019 11:00 Keppt var í heimalandi Edwards en það var ekki að heyra því Íslendingar sem fjölmenntu til London til að styðja við bakið á Gunnari létu vel í sér heyra. Fréttablaðið/Getty Gunnar Nelson mátti sætta sig við fjórða tap ferilsins eftir að dómaraþríeykið úrskurðaði Leon Edwards sigur í búrinu á UFC bardagakvöldi í London um helgina. Er þetta fjórða tap Gunnars á ferlinum og það fjórða í síðustu átta bardögum en á sama tíma tókst Leon að vinna sjöunda bardagann í röð. Síðan Leon tapaði gegn núverandi veltivigtarmeistaranum Kamaru Usman hefur Leon barist sjö sinnum og unnið alla þá bardaga, þar af fimm sinnum á dómaraúrskurði og má búast við að hann fái titilbardaga innan skamms með þessu áframhaldi á meðan óvíst er hvaða bardaga Gunnar fær næst. Keppt var í heimalandi Edwards en það var ekki að heyra því Íslendingar sem fjölmenntu til London til að styðja við bakið á Gunnari létu vel í sér heyra. Virtist oft sem Íslendingurinn væri á heimavelli en ekki Edwards. Fyrsta lotan um helgina var jöfn, Gunnar var sókndjarfari framan af og sóttist eftir því að koma Leon í gólfið sem Leon var að reyna að forðast. Þegar Gunnar náði að koma Leon í gólfið eftir rúma mínútu var Leon vel undir það búinn og komst fljótlega á fætur á ný. Edwards náði að koma Gunnari í erfiða stöðu og skellti honum í gólfið þegar fyrsta lotan var hálfnuð en Gunnar náði að verjast vel þrátt fyrir erfiða stöðu. Leon náði inn á milli að koma að höggum sem skiluðu honum eflaust sigri í fyrstu lotunni. Í annarri lotu var það aftur Gunnar sem reyndi að sækja og koma bardaganum í gólfið á meðan þeir skiptust á höggum. Á lokamínútu annarrar lotu náði Gunnar góðum höggum en Edwards svaraði með olnbogaskoti sem kom Gunnari úr jafnvægi. Við það komst Edwards í lykilstöðu og lét höggin dynja á Gunnari síðustu tuttugu sekúndur lotunnar þegar Gunnar neyddist til að verjast úr gólfinu en Gunnari tókst að lifa af síðustu sekúndurnar. Það var því ljóst að Gunnar þurfti að klára bardagann í þriðju lotu og hélt Gunnar áfram að sækja strax í upphafi lotunnar en Edwards tókst enn og aftur að sleppa vel þegar Gunnar kom honum upp að búrinu. Var lotan því jöfn þar til á lokamínútunni þegar Gunnar náði að skella Leon í gólfið og reyndi að ná stöðu til að vinna bardagann en Edwards stóðst árásir Gunnars og hélt sjó síðustu mínútuna. „Ég er afar sáttur með frammistöðuna mína gegn góðum mótherja í Gunnari Nelson. Ég ber mikla virðingu fyrir Gunnari eftir frábæran bardaga og ég hlakka til að sjá hann berjast á ný,“ sagði Leon á Twitter-síðu sinni eftir bardagann eftir að hafa kallað Gunnar einn besta glímukappa veltivigtardeildarinnar í viðtölum eftir bardagann á laugardaginn. Birtist í Fréttablaðinu MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Þetta er glatað Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. 17. mars 2019 00:01 Kavanagh: Líður ömurlega John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, var miður sín yfir því að hafa ekki getað verið í horninu hjá Gunnari í gær. 17. mars 2019 10:30 Edwards: Sagði við alla að ég ætlaði að taka Gunnar í gólfið Bretinn Leon Edwards var eðlilega brosmildur er hann hitti Vísi í O2 Arena í kvöld enda var hann að vinna risasigur á Gunnari Nelson. Sjöundi sigurinn hans í röð. 17. mars 2019 00:27 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira
Gunnar Nelson mátti sætta sig við fjórða tap ferilsins eftir að dómaraþríeykið úrskurðaði Leon Edwards sigur í búrinu á UFC bardagakvöldi í London um helgina. Er þetta fjórða tap Gunnars á ferlinum og það fjórða í síðustu átta bardögum en á sama tíma tókst Leon að vinna sjöunda bardagann í röð. Síðan Leon tapaði gegn núverandi veltivigtarmeistaranum Kamaru Usman hefur Leon barist sjö sinnum og unnið alla þá bardaga, þar af fimm sinnum á dómaraúrskurði og má búast við að hann fái titilbardaga innan skamms með þessu áframhaldi á meðan óvíst er hvaða bardaga Gunnar fær næst. Keppt var í heimalandi Edwards en það var ekki að heyra því Íslendingar sem fjölmenntu til London til að styðja við bakið á Gunnari létu vel í sér heyra. Virtist oft sem Íslendingurinn væri á heimavelli en ekki Edwards. Fyrsta lotan um helgina var jöfn, Gunnar var sókndjarfari framan af og sóttist eftir því að koma Leon í gólfið sem Leon var að reyna að forðast. Þegar Gunnar náði að koma Leon í gólfið eftir rúma mínútu var Leon vel undir það búinn og komst fljótlega á fætur á ný. Edwards náði að koma Gunnari í erfiða stöðu og skellti honum í gólfið þegar fyrsta lotan var hálfnuð en Gunnar náði að verjast vel þrátt fyrir erfiða stöðu. Leon náði inn á milli að koma að höggum sem skiluðu honum eflaust sigri í fyrstu lotunni. Í annarri lotu var það aftur Gunnar sem reyndi að sækja og koma bardaganum í gólfið á meðan þeir skiptust á höggum. Á lokamínútu annarrar lotu náði Gunnar góðum höggum en Edwards svaraði með olnbogaskoti sem kom Gunnari úr jafnvægi. Við það komst Edwards í lykilstöðu og lét höggin dynja á Gunnari síðustu tuttugu sekúndur lotunnar þegar Gunnar neyddist til að verjast úr gólfinu en Gunnari tókst að lifa af síðustu sekúndurnar. Það var því ljóst að Gunnar þurfti að klára bardagann í þriðju lotu og hélt Gunnar áfram að sækja strax í upphafi lotunnar en Edwards tókst enn og aftur að sleppa vel þegar Gunnar kom honum upp að búrinu. Var lotan því jöfn þar til á lokamínútunni þegar Gunnar náði að skella Leon í gólfið og reyndi að ná stöðu til að vinna bardagann en Edwards stóðst árásir Gunnars og hélt sjó síðustu mínútuna. „Ég er afar sáttur með frammistöðuna mína gegn góðum mótherja í Gunnari Nelson. Ég ber mikla virðingu fyrir Gunnari eftir frábæran bardaga og ég hlakka til að sjá hann berjast á ný,“ sagði Leon á Twitter-síðu sinni eftir bardagann eftir að hafa kallað Gunnar einn besta glímukappa veltivigtardeildarinnar í viðtölum eftir bardagann á laugardaginn.
Birtist í Fréttablaðinu MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Þetta er glatað Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. 17. mars 2019 00:01 Kavanagh: Líður ömurlega John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, var miður sín yfir því að hafa ekki getað verið í horninu hjá Gunnari í gær. 17. mars 2019 10:30 Edwards: Sagði við alla að ég ætlaði að taka Gunnar í gólfið Bretinn Leon Edwards var eðlilega brosmildur er hann hitti Vísi í O2 Arena í kvöld enda var hann að vinna risasigur á Gunnari Nelson. Sjöundi sigurinn hans í röð. 17. mars 2019 00:27 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira
Gunnar Nelson: Þetta er glatað Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. 17. mars 2019 00:01
Kavanagh: Líður ömurlega John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, var miður sín yfir því að hafa ekki getað verið í horninu hjá Gunnari í gær. 17. mars 2019 10:30
Edwards: Sagði við alla að ég ætlaði að taka Gunnar í gólfið Bretinn Leon Edwards var eðlilega brosmildur er hann hitti Vísi í O2 Arena í kvöld enda var hann að vinna risasigur á Gunnari Nelson. Sjöundi sigurinn hans í röð. 17. mars 2019 00:27