Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. mars 2019 12:45 Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast með þeim að samningaborðinu. Í dag fer fram samstöðufundur með flóttafólki á Austurvelli, en á sama tíma mótmælir Íslenska þjóðfylkingin meintu ofbeldi hælisleitenda í garð lögreglu. Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki á Austurvelli í dag, en mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Hafa þeir gist á Austurvelli en mótmælin hófust síðastliðinn mánudag. Mótmælendur settu fram kröfur í fimm liðum sem beint er til íslenskra stjórnvalda og ætla þeir ekki að yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld eru tilbúin að setjast með þeim að samningaborðinu og ræða kröfur þeirra. Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til þögulla og friðsamlegra mótmæla á milli klukkan 13 og 14 á Austurvelli í dag, á sama tíma og samstöðufundurinn fer fram. Þjóðfylkingin hvetur fólk til að mæta með íslenska fánann og mómæta meintu ofbeldi sem þeir telja að hælisleitendur hafi sýnt samfélaginu og lögreglu í vikunni. „Það sáu allir sem skoðuðu fréttamyndir frá mánudeginum að viðbrögð lögreglu voru úr hófi og í engu samræmi við það sem var að gerast hérna. Þjóðfylkingin má að sjálfsögðu koma sínum sjónarmiðum á framfæri líkt og aðrir. Það verður allt í friði hér í dag líkt og búið er að vera undanfarna daga. Alla daga hefur fólk komið hingað, gefið mat og boðið heimili sín til afnota. Samstöðugleðin í dag er fyrst og fremst haldin til að fagna þeim mikla samhug sem er í samfélaginu. Það verður tónlist, matur, drykkir og ræðuhöld. Íslendingum gefst færi á að hitta og ræða við þetta fólk, sjá aðstæður þess og reyna að skilja þeirra sjónarmið,“ sagði Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona No Borders. Samstöðufundurinn fer fram á Austurvelli í dag á milli klukkan 12 og 15.Loka þurfti ummælakerfinu við fréttina vegna hatursfullra ummæla. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast með þeim að samningaborðinu. Í dag fer fram samstöðufundur með flóttafólki á Austurvelli, en á sama tíma mótmælir Íslenska þjóðfylkingin meintu ofbeldi hælisleitenda í garð lögreglu. Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki á Austurvelli í dag, en mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Hafa þeir gist á Austurvelli en mótmælin hófust síðastliðinn mánudag. Mótmælendur settu fram kröfur í fimm liðum sem beint er til íslenskra stjórnvalda og ætla þeir ekki að yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld eru tilbúin að setjast með þeim að samningaborðinu og ræða kröfur þeirra. Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til þögulla og friðsamlegra mótmæla á milli klukkan 13 og 14 á Austurvelli í dag, á sama tíma og samstöðufundurinn fer fram. Þjóðfylkingin hvetur fólk til að mæta með íslenska fánann og mómæta meintu ofbeldi sem þeir telja að hælisleitendur hafi sýnt samfélaginu og lögreglu í vikunni. „Það sáu allir sem skoðuðu fréttamyndir frá mánudeginum að viðbrögð lögreglu voru úr hófi og í engu samræmi við það sem var að gerast hérna. Þjóðfylkingin má að sjálfsögðu koma sínum sjónarmiðum á framfæri líkt og aðrir. Það verður allt í friði hér í dag líkt og búið er að vera undanfarna daga. Alla daga hefur fólk komið hingað, gefið mat og boðið heimili sín til afnota. Samstöðugleðin í dag er fyrst og fremst haldin til að fagna þeim mikla samhug sem er í samfélaginu. Það verður tónlist, matur, drykkir og ræðuhöld. Íslendingum gefst færi á að hitta og ræða við þetta fólk, sjá aðstæður þess og reyna að skilja þeirra sjónarmið,“ sagði Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona No Borders. Samstöðufundurinn fer fram á Austurvelli í dag á milli klukkan 12 og 15.Loka þurfti ummælakerfinu við fréttina vegna hatursfullra ummæla.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00