Eitt til fimm prósent íslenskra barna þjáist af kæfisvefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. mars 2019 22:01 Rannsóknir benda til þess að á bilinu eitt til fimm prósent íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af hrotum. Þau börn eru líklegri til að þjást af athyglisbresti og ofvirkni eða öðrum kvillum. Nýrri rannsókn á hrotum og kæfisvefni barna var ýtt úr vör í dag. Það var við hæfi að hrinda rannsókninni úr vör í dag á Alþjóðadegi svefns. „Þessi rannsókn snýst um að skoða hrotur og öndunarstopp hjá börnum og hvaða áhrif þau hafa á andlegan og líkamlegan þroska barna og þá vitsmunagetu, skólaeinkunnir og fleira,“ segir Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarfræðingur við HR og Landspítala.Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarfræðingur við HR og Landspítala.Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að hrotur og kæfisvefn geti haft margvísleg áhrif á börn. „Þetta veldur bæði einkennum sem líkjast athyglisbresti og ofvirkni og veldur aukinni ofbeldishneigð og börnum líður ekki jafn vel. Þau eru syfjuð og í staðinn fyrir að sofna fram á borðið eins og við fullorðna fólkið gætum gert þá eru þau meira að sýna þetta með því að vera svona eins og ofvirk.“ „þeim gengur ekki jafn vel í skóla og þau sem eru verst sett þau vaxa ekki eðlilega og ná ekki að halda í sína eðlilegu vaxtakúrvu.“ Hópi barna sem fædd eru árin 2005-2010 verður boðið að taka þátt í rannsókninni.Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir.„Þetta er nú svona eiginlega fyrsta stóra rannsóknin hér á landi og þar sem má reikna með að kannski 3-4% barna séu með kæfisvefn þá er þetta allstór hópur,“ segir Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir. Að rannsókninni standa háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn og svefnrannsóknarfyrirtækið Nox Medical. „Við erum að þróa nýjar greiningar til að mæla svefn og svefnraskanir ekki síst hjá börnum og það er gert með nýjum aðferðum byggðar með gervigreind,“ segir Halla Helgadóttir, rannsóknarstjóri Nox Medical. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Rannsóknir benda til þess að á bilinu eitt til fimm prósent íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af hrotum. Þau börn eru líklegri til að þjást af athyglisbresti og ofvirkni eða öðrum kvillum. Nýrri rannsókn á hrotum og kæfisvefni barna var ýtt úr vör í dag. Það var við hæfi að hrinda rannsókninni úr vör í dag á Alþjóðadegi svefns. „Þessi rannsókn snýst um að skoða hrotur og öndunarstopp hjá börnum og hvaða áhrif þau hafa á andlegan og líkamlegan þroska barna og þá vitsmunagetu, skólaeinkunnir og fleira,“ segir Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarfræðingur við HR og Landspítala.Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarfræðingur við HR og Landspítala.Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að hrotur og kæfisvefn geti haft margvísleg áhrif á börn. „Þetta veldur bæði einkennum sem líkjast athyglisbresti og ofvirkni og veldur aukinni ofbeldishneigð og börnum líður ekki jafn vel. Þau eru syfjuð og í staðinn fyrir að sofna fram á borðið eins og við fullorðna fólkið gætum gert þá eru þau meira að sýna þetta með því að vera svona eins og ofvirk.“ „þeim gengur ekki jafn vel í skóla og þau sem eru verst sett þau vaxa ekki eðlilega og ná ekki að halda í sína eðlilegu vaxtakúrvu.“ Hópi barna sem fædd eru árin 2005-2010 verður boðið að taka þátt í rannsókninni.Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir.„Þetta er nú svona eiginlega fyrsta stóra rannsóknin hér á landi og þar sem má reikna með að kannski 3-4% barna séu með kæfisvefn þá er þetta allstór hópur,“ segir Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir. Að rannsókninni standa háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn og svefnrannsóknarfyrirtækið Nox Medical. „Við erum að þróa nýjar greiningar til að mæla svefn og svefnraskanir ekki síst hjá börnum og það er gert með nýjum aðferðum byggðar með gervigreind,“ segir Halla Helgadóttir, rannsóknarstjóri Nox Medical.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira