Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2019 16:42 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Stefán Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt að draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar. Ástæðan er sú að á síðustu mánuðum hefur fjölmiðlanefnd sérstaklega úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem borist hafa til nefndarinnar á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga sem varðar lýðræðislegar skyldur fjölmiðla. „Við getum ekki lagt nafn þessa ágæta félags við þá starfsemi sem þar er í gangi eins og staðan er,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, í samtali við Vísi. Á meðal þeirra mála sem fjölmiðlanefnd hefur gefið álit á er umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista. Aðrar umfjallanir eru einnig til skoðunar hjá nefndinni. 26. grein fjölmiðlalaga kveður á um að fjölmiðlaveita skuli í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti, og einnig friðhelgi einkalífs nema lýðræðishlutverk fjölmiðlaveitu og upplýsingaréttur almennings krefjist annars. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í fréttum og fréttatengdu efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.Aldrei ætlunin að fjölmiðlanefnd skipti sér af Hjálmar segir 26. greinina vera stefnuyfirlýsingu um lýðræðislegar grunnreglur í fjölmiðlum. Það hafi aldrei verið ætlunin að fjölmiðlanefnd færi að skipta sér af því hvernig einstaka fjölmiðlar og fjölmiðlamenn sinna starfi sínu, eins og fram kom í nefndaráliti og umfjöllun um lögin, og nefndin því komin langt út fyrir valdsvið sitt. „Það eru aðilar í þessu samfélagi sem hafa sinnt þessu hlutverki með ágætum áratugum saman eins og siðanefnd Blaðamannafélagsins sem er búin að starfa í meira fimmtíu ár. Og síðan eru það dómstólar sem fólk getur skotið málum til ef það telur á sér brotið í fjölmiðlum. Ég veit ekki hvað nefndin er að hugsa,“ segir Hjálmar. Hann segir það aldrei hafa staðið til hjá löggjafanum að fjölmiðlanefnd ætti að starfa með þessum hætti og að löggjafinn verði að taka ákvörðun um það ef hann vill breyta því. „Ekki einhver stjórnsýslunefnd sem langar að hafa skoðanir á því hvernig blaðamenn sinna störfum sínum,“ segir Hjálmar.Hver sem er getur kært hvað sem er Hann segir þar að auki að enginn umbúnaður sé um það hvernig á að sinna kvörtunum sem berast til fjölmiðlanefndar. „Í raun og veru virðist staðan vera svo, þótt ótrúlegt sé, það er varla hægt að ljúga þessu upp, þá getur hver sem er kært hvað sem er sem birt hefur verið í íslenskum fjölmiðlum. Hann þarf ekki að eiga aðild að því, það þurfa ekki að vera tímamörk á því og hann þarf ekki að hafa óskað eftir leiðréttingu á því, eftir því sem ég best fæ séð,“ segir Hjálmar. Fjölmiðlanefnd hefur svarað kvörtunum Blaðamannafélagsins á þá leið að henni sé skylt samkvæmt stjórnsýslulögum að taka til athugunar og eftir atvikum efnislegrar meðferðar öll þau erindi sem nefndinni berast og heyra undir gildissvið laga um fjölmiðla. Hjálmar segir að Blaðamannafélagið taki ekki þátt í slíku og hann bendir á í bréfi sínum að það sé miklum vafa undirorpið hvort það sé ástæða fyrir blaðamenn eða fjölmiðla að ansa því þótt fjölmiðlanefnd hafi skoðanir sem þeir gera á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga. Fjölmiðlanefnd megi hins vegar hafa sínar skoðanir. „Það er skoðanafrelsi í landinu, guði sé lof, og tjáningarfrelsi,“ segir Hjálmar. Hann ímyndar sér og vill trúa því að fjölmiðlanefnd muni láta af þessu. „Þegar menn skoða málið í grunninn hljóta menn að átta sig á því að þetta er ekki það sem löggjafinn vildi og það er löggjafinn sem stýrir því hvernig málum er háttað á þessum markaði sem öðrum á Íslandi. “ Fjölmiðlar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt að draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar. Ástæðan er sú að á síðustu mánuðum hefur fjölmiðlanefnd sérstaklega úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem borist hafa til nefndarinnar á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga sem varðar lýðræðislegar skyldur fjölmiðla. „Við getum ekki lagt nafn þessa ágæta félags við þá starfsemi sem þar er í gangi eins og staðan er,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, í samtali við Vísi. Á meðal þeirra mála sem fjölmiðlanefnd hefur gefið álit á er umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista. Aðrar umfjallanir eru einnig til skoðunar hjá nefndinni. 26. grein fjölmiðlalaga kveður á um að fjölmiðlaveita skuli í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti, og einnig friðhelgi einkalífs nema lýðræðishlutverk fjölmiðlaveitu og upplýsingaréttur almennings krefjist annars. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í fréttum og fréttatengdu efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.Aldrei ætlunin að fjölmiðlanefnd skipti sér af Hjálmar segir 26. greinina vera stefnuyfirlýsingu um lýðræðislegar grunnreglur í fjölmiðlum. Það hafi aldrei verið ætlunin að fjölmiðlanefnd færi að skipta sér af því hvernig einstaka fjölmiðlar og fjölmiðlamenn sinna starfi sínu, eins og fram kom í nefndaráliti og umfjöllun um lögin, og nefndin því komin langt út fyrir valdsvið sitt. „Það eru aðilar í þessu samfélagi sem hafa sinnt þessu hlutverki með ágætum áratugum saman eins og siðanefnd Blaðamannafélagsins sem er búin að starfa í meira fimmtíu ár. Og síðan eru það dómstólar sem fólk getur skotið málum til ef það telur á sér brotið í fjölmiðlum. Ég veit ekki hvað nefndin er að hugsa,“ segir Hjálmar. Hann segir það aldrei hafa staðið til hjá löggjafanum að fjölmiðlanefnd ætti að starfa með þessum hætti og að löggjafinn verði að taka ákvörðun um það ef hann vill breyta því. „Ekki einhver stjórnsýslunefnd sem langar að hafa skoðanir á því hvernig blaðamenn sinna störfum sínum,“ segir Hjálmar.Hver sem er getur kært hvað sem er Hann segir þar að auki að enginn umbúnaður sé um það hvernig á að sinna kvörtunum sem berast til fjölmiðlanefndar. „Í raun og veru virðist staðan vera svo, þótt ótrúlegt sé, það er varla hægt að ljúga þessu upp, þá getur hver sem er kært hvað sem er sem birt hefur verið í íslenskum fjölmiðlum. Hann þarf ekki að eiga aðild að því, það þurfa ekki að vera tímamörk á því og hann þarf ekki að hafa óskað eftir leiðréttingu á því, eftir því sem ég best fæ séð,“ segir Hjálmar. Fjölmiðlanefnd hefur svarað kvörtunum Blaðamannafélagsins á þá leið að henni sé skylt samkvæmt stjórnsýslulögum að taka til athugunar og eftir atvikum efnislegrar meðferðar öll þau erindi sem nefndinni berast og heyra undir gildissvið laga um fjölmiðla. Hjálmar segir að Blaðamannafélagið taki ekki þátt í slíku og hann bendir á í bréfi sínum að það sé miklum vafa undirorpið hvort það sé ástæða fyrir blaðamenn eða fjölmiðla að ansa því þótt fjölmiðlanefnd hafi skoðanir sem þeir gera á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga. Fjölmiðlanefnd megi hins vegar hafa sínar skoðanir. „Það er skoðanafrelsi í landinu, guði sé lof, og tjáningarfrelsi,“ segir Hjálmar. Hann ímyndar sér og vill trúa því að fjölmiðlanefnd muni láta af þessu. „Þegar menn skoða málið í grunninn hljóta menn að átta sig á því að þetta er ekki það sem löggjafinn vildi og það er löggjafinn sem stýrir því hvernig málum er háttað á þessum markaði sem öðrum á Íslandi. “
Fjölmiðlar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira