Ræddi öryggis- og varnarmál við utanríkisráðherra Þýskalands Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2019 13:41 Guðlaugur Þór Þórðarson og Heiko Maas á fundi þeirra í dag Utanríkisráðuneytið Öryggis- og varnarmál, málefni norðurslóða og alþjóðlegt viðskiptaumhverfi voru meðal helstu umræðuefna á tvíhliða fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sem fram fór í Berlín fyrr í dag. Á fundinum ræddu ráðherrarnir fyrirhugaðan utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn verður í Washington 4. apríl í tilefni af 70 ára afmæli bandalagsins. Enn fremur greindi Guðlaugur Þór frá undirbúningi fyrir formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu sem hefst í maí, en Þýskaland er áheyrnaraðili að ráðinu og hafa þarlendir ráðamenn sýnt málefnum norðurslóða athygli í auknum mæli. Samskiptin til austurs og vesturs voru jafnframt til umfjöllunar auk þess sem alþjóðleg viðskipti og málefni Heimsviðskiptastofnunarinnar voru fyrirferðamikil á fundinum. Evrópumálin og Brexit voru rædd og þá fór Guðlaugur Þór yfir stöðu og mikilvægi EES samningsins. Málefni Sameinuðu þjóðanna voru sömuleiðis til umræðu, en Þýskaland tók nýverið sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Einnig kom mannréttindaráðið til umfjöllunar og frumkvæði Íslands í að leiða hóp 36 ríkja, þar með talið Þýskaland, í gagnrýni á stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Þá gerði Guðlaugur Þór grein fyrir helstu áherslum Íslands í norrænu samstarfi, sem Ísland er í formennsku fyrir á árinu. „Ísland mætir ávallt hlýhug og áhuga í Þýskalandi og mikilvægt er að rækta tengsl þessara vinaþjóða. Við deilum sömu gildum og sýn á alþjóðavettvangi, meðal annars innan Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðanna. Þýskaland er enn fremur í þungamiðju allrar þróunar í Evrópu. Tvíhliða samskipti Íslands og Þýskalands standa jafnframt í miklum blóma, meðal annars á sviðum viðskipta, fjárfestinga og ferðamennsku, en einnig í menningarmálum og íþróttastarfi. Það er margt og bjart fram undan í samskiptum ríkjanna,“ er haft eftir Guðlaugi Þór á vef stjórnarráðsins. Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Þýskaland Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Öryggis- og varnarmál, málefni norðurslóða og alþjóðlegt viðskiptaumhverfi voru meðal helstu umræðuefna á tvíhliða fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sem fram fór í Berlín fyrr í dag. Á fundinum ræddu ráðherrarnir fyrirhugaðan utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn verður í Washington 4. apríl í tilefni af 70 ára afmæli bandalagsins. Enn fremur greindi Guðlaugur Þór frá undirbúningi fyrir formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu sem hefst í maí, en Þýskaland er áheyrnaraðili að ráðinu og hafa þarlendir ráðamenn sýnt málefnum norðurslóða athygli í auknum mæli. Samskiptin til austurs og vesturs voru jafnframt til umfjöllunar auk þess sem alþjóðleg viðskipti og málefni Heimsviðskiptastofnunarinnar voru fyrirferðamikil á fundinum. Evrópumálin og Brexit voru rædd og þá fór Guðlaugur Þór yfir stöðu og mikilvægi EES samningsins. Málefni Sameinuðu þjóðanna voru sömuleiðis til umræðu, en Þýskaland tók nýverið sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Einnig kom mannréttindaráðið til umfjöllunar og frumkvæði Íslands í að leiða hóp 36 ríkja, þar með talið Þýskaland, í gagnrýni á stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Þá gerði Guðlaugur Þór grein fyrir helstu áherslum Íslands í norrænu samstarfi, sem Ísland er í formennsku fyrir á árinu. „Ísland mætir ávallt hlýhug og áhuga í Þýskalandi og mikilvægt er að rækta tengsl þessara vinaþjóða. Við deilum sömu gildum og sýn á alþjóðavettvangi, meðal annars innan Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðanna. Þýskaland er enn fremur í þungamiðju allrar þróunar í Evrópu. Tvíhliða samskipti Íslands og Þýskalands standa jafnframt í miklum blóma, meðal annars á sviðum viðskipta, fjárfestinga og ferðamennsku, en einnig í menningarmálum og íþróttastarfi. Það er margt og bjart fram undan í samskiptum ríkjanna,“ er haft eftir Guðlaugi Þór á vef stjórnarráðsins.
Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Þýskaland Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira