Nemendur um allan heim í verkfalli fyrir loftslagið Sylvía Hall skrifar 15. mars 2019 12:42 Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum fjölmenntu við Hallgrímskirkju í hádeginu og tóku þátt í alþjóðlegu Loftslagsverkfalli. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er fyrir loftslagið. Landssamtök íslenskra stúdenta, Íslandsdeild Amnesty International, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Ungir umhverfissinnar og Stúdentaráð Háskóla Íslands standa fyrir verkfallinu. Verkfallið í dag var með öðrum hætti en síðustu föstudaga þar sem dagskrá hófst við Hallgrímskirkju og kröfuganga gengin niður að Austurvelli þar sem kröfufundur fer fram. Mótmælin fara samtímis fram víða um heim og er nú mótmælt meðal annars í Danmörku, Filippseyjum, Ítalíu og Sviss þar sem þúsundir hafa safnast saman til þess að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Talið er að verkfallið fari fram í yfir hundrað löndum í dag en verkfallið er innblásið af hinni sænsku Gretu Thunberg sem hóf verkfallsaðgerðir í ágúst á síðasta ári, aðeins 15 ára gömul. Að sögn skipuleggjenda er tilgangurinn að vekja athygli á loftslagsmálum og sýna stjórnvöldum að almenningur sé meðvitaður um alvarleika málsins og vilji róttækar aðgerðir. Bent er á að stjórnvöld hafi sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 en núverandi aðgerðaráætlun er ekki í samræmi við markmið um að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðu á heimsvísu. Skipuleggjendur hafa gefið það út að verkföllin munu halda áfram alla föstudaga þar til gripið verður til aðgerða. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu en greinilegt er að ungir sem aldnir láti sig loftslagsmálin varða. Loftslagsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Mótmæltu fyrir loftslagið þriðja föstudaginn í röð Stúdentar mótmæltu loftlagsvanda þriðja föstudaginn í röð. Um 300 manns mættu á Austurvöll í hádeginu. 8. mars 2019 14:44 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum fjölmenntu við Hallgrímskirkju í hádeginu og tóku þátt í alþjóðlegu Loftslagsverkfalli. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er fyrir loftslagið. Landssamtök íslenskra stúdenta, Íslandsdeild Amnesty International, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Ungir umhverfissinnar og Stúdentaráð Háskóla Íslands standa fyrir verkfallinu. Verkfallið í dag var með öðrum hætti en síðustu föstudaga þar sem dagskrá hófst við Hallgrímskirkju og kröfuganga gengin niður að Austurvelli þar sem kröfufundur fer fram. Mótmælin fara samtímis fram víða um heim og er nú mótmælt meðal annars í Danmörku, Filippseyjum, Ítalíu og Sviss þar sem þúsundir hafa safnast saman til þess að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Talið er að verkfallið fari fram í yfir hundrað löndum í dag en verkfallið er innblásið af hinni sænsku Gretu Thunberg sem hóf verkfallsaðgerðir í ágúst á síðasta ári, aðeins 15 ára gömul. Að sögn skipuleggjenda er tilgangurinn að vekja athygli á loftslagsmálum og sýna stjórnvöldum að almenningur sé meðvitaður um alvarleika málsins og vilji róttækar aðgerðir. Bent er á að stjórnvöld hafi sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 en núverandi aðgerðaráætlun er ekki í samræmi við markmið um að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðu á heimsvísu. Skipuleggjendur hafa gefið það út að verkföllin munu halda áfram alla föstudaga þar til gripið verður til aðgerða. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu en greinilegt er að ungir sem aldnir láti sig loftslagsmálin varða.
Loftslagsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Mótmæltu fyrir loftslagið þriðja föstudaginn í röð Stúdentar mótmæltu loftlagsvanda þriðja föstudaginn í röð. Um 300 manns mættu á Austurvöll í hádeginu. 8. mars 2019 14:44 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00
Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00
Mótmæltu fyrir loftslagið þriðja föstudaginn í röð Stúdentar mótmæltu loftlagsvanda þriðja föstudaginn í röð. Um 300 manns mættu á Austurvöll í hádeginu. 8. mars 2019 14:44