Heimilislausir í Víðinesi eru uggandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. mars 2019 08:30 Svanur í herbergi sínu í Víðinesi með hundinn sinn. Fréttablaðið/Þórsteinn Íbúar í Víðinesi, tímabundnu úrræði fyrir heimilislausa, segjast ekki fá svör um framtíð sína frá Reykjavíkurborg. Svanur Elí Elíasson sem hefur búið í Víðinesi í dágóðan tíma segir íbúa upplifa afskiptaleysi borgaryfirvalda. „Við spyrjum reglulega um framtíð okkar en fáum engin svör,“ segir Svanur. „Ég á von á því að stýrihópur um stefnu í málefnum utangarðsfólks eða jaðarsettra einstaklinga leggi fram tillögur á fyrsta fundi velferðarráðs í apríl og þar verði tillögur varðandi Víðines. Það hefur verið til umræðu að auglýsa eftir aðilum til að reka þar áfangaheimili. Við höfum ekki verið að taka nýja íbúa inn og leggjum áherslu á að aðstoða þá sem eru þarna í dag til að finna varanlega lausn,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Víðines er úrræði fyrir fólk sem á við húsnæðis- og/eða vímuefnavanda að etja. Upphaf þess að Víðinesið var tekið í notkun var að hópur einstaklinga dvaldi á tjaldstæði í Laugardal við óviðunandi aðstæður. Víðines var í upphafi hugsað sem tímabundið neyðarhúsnæði til að koma fólki undir þak þar til önnur viðeigandi húsnæðislausn fyndist. Sett voru viðmið um dvöl íbúa. Að vera sjálfbærir um aðföng, vera húsnæðislausir og án húsaleigusamnings. Eitt af viðmiðunum var að auki að íbúarnir ættu ekki að hafa þörf fyrir ríka þjónustu, geta búið innan um aðra og glíma ekki við alvarlegan fíknivanda. Gerðir eru dvalarsamningar við íbúa til tveggja mánaða í senn. „Við, sem líkar vel búsetan hér, myndum vilja gera dvalarsamninga til lengri tíma til þess að fá húsnæðisuppbót og önnur réttindi sem fylgja fastari búsetu. Ég hef verið hér í dágóðan tíma og lít á Víðines sem heimili mitt. Þetta virkar hins vegar ekki fyrir alla, sumir eru einmana hér og þurfa félagsskap og einnig meiri sérfræðihjálp,“ segir Svanur sem gagnrýnir einnig að það sé fátt um fína drætti í félagslegri aðstoð til íbúanna. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Íbúar í Víðinesi, tímabundnu úrræði fyrir heimilislausa, segjast ekki fá svör um framtíð sína frá Reykjavíkurborg. Svanur Elí Elíasson sem hefur búið í Víðinesi í dágóðan tíma segir íbúa upplifa afskiptaleysi borgaryfirvalda. „Við spyrjum reglulega um framtíð okkar en fáum engin svör,“ segir Svanur. „Ég á von á því að stýrihópur um stefnu í málefnum utangarðsfólks eða jaðarsettra einstaklinga leggi fram tillögur á fyrsta fundi velferðarráðs í apríl og þar verði tillögur varðandi Víðines. Það hefur verið til umræðu að auglýsa eftir aðilum til að reka þar áfangaheimili. Við höfum ekki verið að taka nýja íbúa inn og leggjum áherslu á að aðstoða þá sem eru þarna í dag til að finna varanlega lausn,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Víðines er úrræði fyrir fólk sem á við húsnæðis- og/eða vímuefnavanda að etja. Upphaf þess að Víðinesið var tekið í notkun var að hópur einstaklinga dvaldi á tjaldstæði í Laugardal við óviðunandi aðstæður. Víðines var í upphafi hugsað sem tímabundið neyðarhúsnæði til að koma fólki undir þak þar til önnur viðeigandi húsnæðislausn fyndist. Sett voru viðmið um dvöl íbúa. Að vera sjálfbærir um aðföng, vera húsnæðislausir og án húsaleigusamnings. Eitt af viðmiðunum var að auki að íbúarnir ættu ekki að hafa þörf fyrir ríka þjónustu, geta búið innan um aðra og glíma ekki við alvarlegan fíknivanda. Gerðir eru dvalarsamningar við íbúa til tveggja mánaða í senn. „Við, sem líkar vel búsetan hér, myndum vilja gera dvalarsamninga til lengri tíma til þess að fá húsnæðisuppbót og önnur réttindi sem fylgja fastari búsetu. Ég hef verið hér í dágóðan tíma og lít á Víðines sem heimili mitt. Þetta virkar hins vegar ekki fyrir alla, sumir eru einmana hér og þurfa félagsskap og einnig meiri sérfræðihjálp,“ segir Svanur sem gagnrýnir einnig að það sé fátt um fína drætti í félagslegri aðstoð til íbúanna.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira