Tugmilljónir í bætur við Arnarker og í Reykjadal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. mars 2019 08:30 Stígurinn að hellinum er orðinn eitt drullusvað sem og hellisbotninn sjálfur, sagðimarkaðs- og menningarnefndar Ölfuss í nóvember um Arnarker. GUÐMUNDUR BRYNJAR ÞORSTEINSSON Leggja á tæplega 32 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðstöðuna í Reykjadal inn af Hveragerði. Eins og kunnugt er, er ágangur ferðamanna í heita lækinn í Reykjadal það mikill að á stundum hefur þurft að loka gönguleiðinni þangað inn eftir vegna þess hversu stígurinn hefur verið niðurtraðkaður. Peningana á að nota til endurbóta á malarstígum, trépöllum og aðstöðu við heita lækinn fyrir gesti. „Einnig til að bæta við merkingum með upplýsingum um hættur á staðnum og til að afmarka þau svæði sem ekki skal fara inn á. Jafnframt til gerðar nýrrar brúar yfir Hengladalaá við upphaf ferðar inn í dalinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfuss. Reykjadalur er í landi Ölfuss. Bæjarráðið segir að nú verði undirbúið deiliskipulag bílastæða og annarrar þjónustu fyrir gesti Reykjadals. Þá var jafnframt kynnt tæplega 11 milljóna króna framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til hellisins Arnarkers. Átján ára gamall járnstigi Hellarannsóknafélagsins niður í Arnarker var fjarlægður í nóvember síðastliðnum. Hellirinn er illa farinn af ágangi ferðamanna. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ sagði Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknafélags Íslands, við Fréttablaðið 17. nóvember. „Styrkur er veittur til þess að lagfæra stíginn frá bílastæði að hellinum, setja leiðarsnúrur og ný skilti við stíginn og hellismunnann og setja nýjan stiga niður í hellinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfus sem kveðst fagna „þessum áfanga í uppbyggingu Arnarkers sem viðkomustaðar ferðamanna“. Hellirinn Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi og var stiginn fjarlægður í haust að höfðu samráði við eigandann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Leggja á tæplega 32 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðstöðuna í Reykjadal inn af Hveragerði. Eins og kunnugt er, er ágangur ferðamanna í heita lækinn í Reykjadal það mikill að á stundum hefur þurft að loka gönguleiðinni þangað inn eftir vegna þess hversu stígurinn hefur verið niðurtraðkaður. Peningana á að nota til endurbóta á malarstígum, trépöllum og aðstöðu við heita lækinn fyrir gesti. „Einnig til að bæta við merkingum með upplýsingum um hættur á staðnum og til að afmarka þau svæði sem ekki skal fara inn á. Jafnframt til gerðar nýrrar brúar yfir Hengladalaá við upphaf ferðar inn í dalinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfuss. Reykjadalur er í landi Ölfuss. Bæjarráðið segir að nú verði undirbúið deiliskipulag bílastæða og annarrar þjónustu fyrir gesti Reykjadals. Þá var jafnframt kynnt tæplega 11 milljóna króna framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til hellisins Arnarkers. Átján ára gamall járnstigi Hellarannsóknafélagsins niður í Arnarker var fjarlægður í nóvember síðastliðnum. Hellirinn er illa farinn af ágangi ferðamanna. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ sagði Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknafélags Íslands, við Fréttablaðið 17. nóvember. „Styrkur er veittur til þess að lagfæra stíginn frá bílastæði að hellinum, setja leiðarsnúrur og ný skilti við stíginn og hellismunnann og setja nýjan stiga niður í hellinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfus sem kveðst fagna „þessum áfanga í uppbyggingu Arnarkers sem viðkomustaðar ferðamanna“. Hellirinn Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi og var stiginn fjarlægður í haust að höfðu samráði við eigandann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira