Þrúgur gleðinnar Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Sjálfsagt er dældum og ryðblettum á sál minni um að kenna að ég hef löngum heillast af átökum og illdeilum hvers konar. Helst samt þegar ég á ekki hlut að máli og get notið þess að fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð, nú eða skrifa um, þegar þeir einir eigast við að ég hirði aldrei þó að drepist. Ég hef upplifað nokkur verkföll á passlega langri ævi án þess þó að hafa þurft að leggja niður störf sjálfur. Líklega þess vegna sem mér finnst eitthvað ómótstæðilega heillandi við harðar vinnudeilur. Ég var þrettán ára þegar stóra BSRB-verkfallið skall á 1984 og á alveg sérstaklega hlýjar og rómantískar bernskuminningar frá þeim tíma. Eðlilega. Þetta var geggjað. Skólinn lokaður í mánuð og við krakkarnir nutum lífsins og frelsisins í botn. Ég varð helst var við neikvæðar afleiðingar verkfallsins þegar fór að bera á skorti á Winston-sígarettum. Þetta var í þá daga þegar börn gátu keypt sígarettur úti í sjoppu án þess að framvísa miða frá foreldrum. Í verkfallinu þurfti maður samt að hafa miða. Eða kannski frekar lista. Pabbi reykti Winston og ef þær voru ekki til þá átti ég fyrst að biðja um Gold Coast, síðan Royale en ekki kaupa Viceroy nema í algerri neyð. Sem betur fer minnir mig að verkfallinu hafi lokið áður en pabbi þurfti að reykja mikið af því ógeði. Þetta voru stórkostlegir umbrotatímar fyrir áhyggjulausa krakka en þegar maður sleppir bernskurómantíkinni þá eru verkföll helvítis fokkings fokk og að mér læðist sá illi grunur að ef allt fer hér í bál og brand á næstunni muni börnin mín ekki horfa til baka með glýju í augunum þegar þau nálgast fimmtugt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sjálfsagt er dældum og ryðblettum á sál minni um að kenna að ég hef löngum heillast af átökum og illdeilum hvers konar. Helst samt þegar ég á ekki hlut að máli og get notið þess að fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð, nú eða skrifa um, þegar þeir einir eigast við að ég hirði aldrei þó að drepist. Ég hef upplifað nokkur verkföll á passlega langri ævi án þess þó að hafa þurft að leggja niður störf sjálfur. Líklega þess vegna sem mér finnst eitthvað ómótstæðilega heillandi við harðar vinnudeilur. Ég var þrettán ára þegar stóra BSRB-verkfallið skall á 1984 og á alveg sérstaklega hlýjar og rómantískar bernskuminningar frá þeim tíma. Eðlilega. Þetta var geggjað. Skólinn lokaður í mánuð og við krakkarnir nutum lífsins og frelsisins í botn. Ég varð helst var við neikvæðar afleiðingar verkfallsins þegar fór að bera á skorti á Winston-sígarettum. Þetta var í þá daga þegar börn gátu keypt sígarettur úti í sjoppu án þess að framvísa miða frá foreldrum. Í verkfallinu þurfti maður samt að hafa miða. Eða kannski frekar lista. Pabbi reykti Winston og ef þær voru ekki til þá átti ég fyrst að biðja um Gold Coast, síðan Royale en ekki kaupa Viceroy nema í algerri neyð. Sem betur fer minnir mig að verkfallinu hafi lokið áður en pabbi þurfti að reykja mikið af því ógeði. Þetta voru stórkostlegir umbrotatímar fyrir áhyggjulausa krakka en þegar maður sleppir bernskurómantíkinni þá eru verkföll helvítis fokkings fokk og að mér læðist sá illi grunur að ef allt fer hér í bál og brand á næstunni muni börnin mín ekki horfa til baka með glýju í augunum þegar þau nálgast fimmtugt.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar