Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 14. mars 2019 13:44 Donald Trump hlýtur kynningu frá landamæraeftirliti Bandaríkjanna um eiturlyfjasmygl á landamærunum. Getty/Al Drago Bandaríkjaþing mun að öllum líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó. Verði tillagan samþykkt er líklegt að Trump beiti neitunarvaldi í fyrsta skipti frá því hann tók við embætti. Fulltrúadeildin, þar sem Demókratar eru með meirihluta, hafa þegar samþykkt að fella úr gildi neyðarástandið. Atkvæði verða greidd um tillöguna í öldungadeildinni síðar í dag. Fimm öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir ætli að greiða atkvæði með ályktuninni. Forsetinn hefur hótað því að beita neitunarvaldi sínu verði ályktunin samþykkt. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum 15. febrúar eftir að Bandaríkjaþing neitaði honum fjármagni í landamæramúrinn sem hann vill reisa. Neyðarástandinu var ætlað að gera forsetanum kleift að ráðstafa fjármunum í múrinn án samþykkis þingsins. Þingið getur ógilt neitunarvald forseta en til þess þarf tvo þriðju hluta atkvæða í báðum deildum þingsins. Afar ólíklegt er að slíkur meirihluti sé til staðar í öldungadeildinni þar sem Repúblikanar eru með meirihluta. Standi neyðarástandið áfram mun Trump geta notað fjármagn sem ætlað er hernaðarmálum og tekið þaðan allt að 8 milljarða Bandaríkjadala. Nokkur ríki Bandaríkjanna hafa kært neyðaryfirlýsinguna til dómstóla sem eiga enn eftir að taka afstöðu til þess hvort það samræmist stjórnarskrá Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. 3. mars 2019 22:10 Trump leggur upp í annan slag við þingið um landamæramúr Tillögur Trump-stjórnarinnar fyrir fjárlög næsta árs voru lagðar fyrir Bandaríkjaþing í dag. Forsetinn krefst mikillar hækkunar fjárveitinga til landamæranna að Mexíkó. 11. mars 2019 13:07 Deilur innan Repúblikanaflokksins um neyðarástand Trump Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. mars 2019 11:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Sjá meira
Bandaríkjaþing mun að öllum líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó. Verði tillagan samþykkt er líklegt að Trump beiti neitunarvaldi í fyrsta skipti frá því hann tók við embætti. Fulltrúadeildin, þar sem Demókratar eru með meirihluta, hafa þegar samþykkt að fella úr gildi neyðarástandið. Atkvæði verða greidd um tillöguna í öldungadeildinni síðar í dag. Fimm öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir ætli að greiða atkvæði með ályktuninni. Forsetinn hefur hótað því að beita neitunarvaldi sínu verði ályktunin samþykkt. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum 15. febrúar eftir að Bandaríkjaþing neitaði honum fjármagni í landamæramúrinn sem hann vill reisa. Neyðarástandinu var ætlað að gera forsetanum kleift að ráðstafa fjármunum í múrinn án samþykkis þingsins. Þingið getur ógilt neitunarvald forseta en til þess þarf tvo þriðju hluta atkvæða í báðum deildum þingsins. Afar ólíklegt er að slíkur meirihluti sé til staðar í öldungadeildinni þar sem Repúblikanar eru með meirihluta. Standi neyðarástandið áfram mun Trump geta notað fjármagn sem ætlað er hernaðarmálum og tekið þaðan allt að 8 milljarða Bandaríkjadala. Nokkur ríki Bandaríkjanna hafa kært neyðaryfirlýsinguna til dómstóla sem eiga enn eftir að taka afstöðu til þess hvort það samræmist stjórnarskrá Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. 3. mars 2019 22:10 Trump leggur upp í annan slag við þingið um landamæramúr Tillögur Trump-stjórnarinnar fyrir fjárlög næsta árs voru lagðar fyrir Bandaríkjaþing í dag. Forsetinn krefst mikillar hækkunar fjárveitinga til landamæranna að Mexíkó. 11. mars 2019 13:07 Deilur innan Repúblikanaflokksins um neyðarástand Trump Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. mars 2019 11:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Sjá meira
Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. 3. mars 2019 22:10
Trump leggur upp í annan slag við þingið um landamæramúr Tillögur Trump-stjórnarinnar fyrir fjárlög næsta árs voru lagðar fyrir Bandaríkjaþing í dag. Forsetinn krefst mikillar hækkunar fjárveitinga til landamæranna að Mexíkó. 11. mars 2019 13:07
Deilur innan Repúblikanaflokksins um neyðarástand Trump Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. mars 2019 11:00