Kveðst ósammála fjármálaráðherra um MDE og segir hann þurfa að svara fyrir eigin orð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. mars 2019 11:02 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segist áfram ætla að standa vörð um aðild Íslendinga að MDE. Fbl/Eyþór Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera algjörlega ósammála þeirri afstöðu sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur tekið gagnvart Mannréttindadómstól Evrópu en í sjónvarpsviðtali við fréttastofu í gær spurði fjármálaráðherra hvort Íslendingar hefðu framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu. Bjarni sagði niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu í gegnum tíðina oft verið mjög umdeildar. Þannig sé „lifandi umræða í Bretlandi“ undanfarin ár um það hvort þeir vilji segja sig frá dómstólnum. „Nú finnst mér komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstól sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi,“ sagði Bjarni í umræddu viðtali. Íslendingar eigi að vera stoltir af aðild MDE Í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu í morgun tók Kolbeinn af allan vafa um það hvort ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur væri með orðum dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra að undirbúa jarðveginn til að segja Ísland úr MDE. „Nei, ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætlar ekki að gera það. Það er þá bara hægt að afgreiða það. Ég er algjörlega sammála því að Mannréttindasáttmálinn og Mannréttindadómstóllinn er einn af hornsteinum réttargæsluvörslu fyrir mannréttindi í okkar heimshluta og við eigum að vera stoltir aðilar að honum,“ segir Kolbeinn. Hann hafi um langt skeið dáðst að störfum MDE. Kolbeinn segist ætla að standa vörð um aðild okkar að MDE og hyggst gera það áfram. Hann segir að fjármálaráðherra þurfi sjálfur að svara fyrir sín orð. Frá blaðamannafundið Sigríðar Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hefði mátt hugsa málið víðar Spurður hvort ríkisstjórnin hefði ekki haft neitt „plan b“ ef illa færi kveðst Kolbeinn ekki vita neitt um það. „Já, það hefði sjálfsögðu mátt vera búið að hugsa hlutina víðar. Ég hef ekki séð að dómsmálaráðherra hafi verið slík plön, það má vel vera, ég veit ekki hvað er inni í ráðuneytinu þar en forsætisráðherra er núna búinn að tilkynna hvað hún ætlar að gera í þessu.“ Kolbeinn segist vilja stunda ábyrga pólitík og vill horfa á stóru myndina og fagna þeim skrefum sem hafa verið tekin eftir að dómurinn var kveðinn upp. „Þetta var risastórt skref sem var í gær að ráðherra axlar pólitíska ábyrgð og tilkynnir um afsögn sína. Það einhvern veginn er ekki aðalatriðið í umræðunni hér heldur einstaka setningar bæði þess ráðherra þegar hún tilkynnir um afsögn sína og svo Bjarna. Ég er algjörlega ósammála, eins og ég hélt að hefði komið mjög skýrt fram hjá mér áðan, því sem Bjarni hefur sagt varðandi Mannréttindadómstólinn,“ segir Kolbeinn. Aukaatriðið hvernig afsögnin var orðuð Hann segir að það sé algjört aukaatriði hvernig Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, hafi kosið að orða afsögn sína á blaðamannafundi en Sigríður sagði á blaðamannafundinum í gær að hún hygðist stíga tímabundið til hliðar. „Þetta er ekkert undir neinum skilningi undirorpið. Það skiptir engu hvort maður er stjórnarliði eða ekki. Það er ríkisráðsfundur á eftir þar sem hún væntanlega biðst lausnar. Svo er haldinn nýr ríkisráðsfundur þar sem nýr ráðherra tekur við embætti og það þarf ekkert að flækja það neitt. Hún er að segja af sér eða biðst lausnar.“ Kolbeinn segir að það sem taki við núna sé að takast á við afleiðingar dóms MDE og reyna að koma Landsdómi aftur í gagnið.Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Það hefst á mínútu 1:51:18. Alþingi Bítið Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53 Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili. 14. mars 2019 09:11 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera algjörlega ósammála þeirri afstöðu sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur tekið gagnvart Mannréttindadómstól Evrópu en í sjónvarpsviðtali við fréttastofu í gær spurði fjármálaráðherra hvort Íslendingar hefðu framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu. Bjarni sagði niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu í gegnum tíðina oft verið mjög umdeildar. Þannig sé „lifandi umræða í Bretlandi“ undanfarin ár um það hvort þeir vilji segja sig frá dómstólnum. „Nú finnst mér komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstól sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi,“ sagði Bjarni í umræddu viðtali. Íslendingar eigi að vera stoltir af aðild MDE Í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu í morgun tók Kolbeinn af allan vafa um það hvort ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur væri með orðum dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra að undirbúa jarðveginn til að segja Ísland úr MDE. „Nei, ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætlar ekki að gera það. Það er þá bara hægt að afgreiða það. Ég er algjörlega sammála því að Mannréttindasáttmálinn og Mannréttindadómstóllinn er einn af hornsteinum réttargæsluvörslu fyrir mannréttindi í okkar heimshluta og við eigum að vera stoltir aðilar að honum,“ segir Kolbeinn. Hann hafi um langt skeið dáðst að störfum MDE. Kolbeinn segist ætla að standa vörð um aðild okkar að MDE og hyggst gera það áfram. Hann segir að fjármálaráðherra þurfi sjálfur að svara fyrir sín orð. Frá blaðamannafundið Sigríðar Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hefði mátt hugsa málið víðar Spurður hvort ríkisstjórnin hefði ekki haft neitt „plan b“ ef illa færi kveðst Kolbeinn ekki vita neitt um það. „Já, það hefði sjálfsögðu mátt vera búið að hugsa hlutina víðar. Ég hef ekki séð að dómsmálaráðherra hafi verið slík plön, það má vel vera, ég veit ekki hvað er inni í ráðuneytinu þar en forsætisráðherra er núna búinn að tilkynna hvað hún ætlar að gera í þessu.“ Kolbeinn segist vilja stunda ábyrga pólitík og vill horfa á stóru myndina og fagna þeim skrefum sem hafa verið tekin eftir að dómurinn var kveðinn upp. „Þetta var risastórt skref sem var í gær að ráðherra axlar pólitíska ábyrgð og tilkynnir um afsögn sína. Það einhvern veginn er ekki aðalatriðið í umræðunni hér heldur einstaka setningar bæði þess ráðherra þegar hún tilkynnir um afsögn sína og svo Bjarna. Ég er algjörlega ósammála, eins og ég hélt að hefði komið mjög skýrt fram hjá mér áðan, því sem Bjarni hefur sagt varðandi Mannréttindadómstólinn,“ segir Kolbeinn. Aukaatriðið hvernig afsögnin var orðuð Hann segir að það sé algjört aukaatriði hvernig Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, hafi kosið að orða afsögn sína á blaðamannafundi en Sigríður sagði á blaðamannafundinum í gær að hún hygðist stíga tímabundið til hliðar. „Þetta er ekkert undir neinum skilningi undirorpið. Það skiptir engu hvort maður er stjórnarliði eða ekki. Það er ríkisráðsfundur á eftir þar sem hún væntanlega biðst lausnar. Svo er haldinn nýr ríkisráðsfundur þar sem nýr ráðherra tekur við embætti og það þarf ekkert að flækja það neitt. Hún er að segja af sér eða biðst lausnar.“ Kolbeinn segir að það sem taki við núna sé að takast á við afleiðingar dóms MDE og reyna að koma Landsdómi aftur í gagnið.Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Það hefst á mínútu 1:51:18.
Alþingi Bítið Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53 Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili. 14. mars 2019 09:11 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29
Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53
Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili. 14. mars 2019 09:11