Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Íslands, fundaði ásamt kollegum sínum frá Færeyjum og Grænlandi í Færeyjum í gær og fyrradag. Helstu málefni fundarins voru lyfjamál og skortur á fagmenntuðu starfsfólki í heilbrigðisþjónustu.
Rædd voru helstu áherslumál, viðfangsefni og áskoranir á fundinum og voru forvarnarmál áberandi, bæði gagnvart einstaklingum og samfélaginu í heild. Ráðherrarnir ræddu auk þess möguleika á samstarfi við menntun heilbrigðisstarfsfólks og mönnun heilbrigðisþjónustunnar.
Svandís sagði á fundinum frá mótun heilbrigðisstefnu í ráðherratíð sinni og gerði grein fyrir stefnunni og áhersluatriðum hennar.
Fundurinn er árlegur en á næsta ári verður hann haldinn á Grænlandi.
Möguleiki á samstarfi við menntun heilbrigðisstarfsfólks
Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
