Erlend fyrirtæki nýta sér verkföllin Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 14. mars 2019 08:00 Verkföll vofa yfir íslenskum hópferðafyrirtækjum. fréttablaðið/ernir Erlend hópferðafyrirtæki með starfsemi á Íslandi gera út á að þau geti veitt þjónustu á meðan á verkföllum hjá starfsmönnum rútufyrirtækja stendur. Sögð stunda félagsleg undirboð og greiða nær engin opinber gjöld. Framkvæmdastjóri Eflingar segir verkalýðsfélögin ekki ábyrg fyrir því hvernig kapítalistar nýta sér hnattvæðingu. Frumskilyrði sé að fólk geti lifað af launum sínum. „Erlendu fyrirtækin gera út á það að þau geti keyrt farþega vegna þess að verkföllin ná ekki til þeirra. Þannig auglýsa þau sig erlendis og hafa haft upp úr því töluverð viðskipti, tjón innlendra rútufyrirtækja hleypur á tugum milljóna nú þegar og fer vaxandi. Við höfum ítrekað bent verkalýðsfélögunum, yfirvöldum og fleirum á þessa stöðu án þess að nokkuð hafi verið gert,“ segir Guðjón Ármann Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hópbíla, í samtali við Fréttablaðið. „Það er nokkuð kaldhæðnislegt að verkalýðsforystan ætli að herja á breiðu bökin í ferðaþjónustu, rútufyrirtækin, sem nú berjast í bökkum. Verkalýðsforystan veit mætavel að þetta eru ekki breiðu bökin, samt á að halda áfram af fullum þunga, til þess eins að afhenda erlendum fyrirtækjum sem engu skila til samfélagsins þessi viðskipti. Hver hefur hag af því?“ Guðjón bendir á að hið opinbera verði af miklum tekjum þegar erlendu fyrirtækin sinna akstri hér á landi. Þau greiði laun langt undir því sem kjarasamningar kveða á um, greiði engan virðisaukaskatt, enga skatta og engin launatengd gjöld. Jafnframt bendir Guðjón á að lítið sem ekkert eftirlit sé með þessum fyrirtækjum. Ofan á það geti þessi þróun haft langtímaáhrif á rekstrarumhverfið. „Afpantanirnar eru nú þegar byrjaðar og þær teygja sig lengra og lengra inn í sumarið, með tilheyrandi fjártjóni. Þegar fyrirtæki hafa engin verkefni og engar tekjur, þá er erfitt að hafa fólk í vinnu. Þetta hefur farið vaxandi undanfarin ár og nú þegar boðað er til verkfalla gefa þau í. Það verða þá bara erlend fyrirtæki að aka erlendum ferðamönnum hér á landi eftir nokkur ár,“ segir Guðjón og spyr hvort aðgerðaleysið væri jafnmikið ef sjómenn færu í verkfall og breskir togarar streymdu inn í lögsöguna til að veiða fiskinn. Guðjón gagnrýnir einnig að niðurstaða í kosningu VR hafi ekki verið sundurliðuð milli hótela og rútufyrirtækja, þar sem um óskyldan rekstur sé að ræða. „Ég held að það gætu orðið athyglisverðar tölur en Efling birti sundurliðun á milli starfsstétta.“ Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line Iceland, tekur í sama streng. Erlend fyrirtæki hafi notað félagsleg undirboð til að auka umsvif sín á Íslandi og verkföll muni ýta undir þessa þróun. „Nú er komin ný staða sem er sú að erlendu fyrirtækin bjóðast til að þjónusta ferðaheildsala, ekki bara á miklu lægra verði heldur líka vegna þess að þeir geta veitt fulla þjónustu á meðan á verkföllunum stendur. Það er mjög slæmt mál að ýta verkefnum til fyrirtækja sem eru að stunda félagsleg undirboð,“ segir Þórir. Hann áætlar að ríkið muni verða af tugum milljóna króna. „Þetta verður mikið tekjutap fyrir ríkið vegna þess að það kemur enginn virðisaukaskattur frá þessum hópum né önnur opinber gjöld. Ég gæti trúað að í heildina væri hið opinbera að hafa á milli 12-15 prósent af veltunni. Ef við erum að tala um 200 milljóna króna veltu á dag þá eru þetta háar tölur eða meira en 25 milljónir á dag sem fara ekki í ríkissjóð. Það munar um minna.“ Þá segir Þórir að margir í verkalýðsforystunni geri sér fullkomlega grein fyrir alvöru málsins. „Aðrir kjósa að hunsa það og finnst ekki vera sitt mál að félagsmenn þeirra geti ekki gengið að vinnu vísri þegar kjaradeilunni lýkur. Ef fer fram sem horfir mun bílstjórum hjá íslenskum fyrirtækjum fækka verulega.“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hafnar því að verkalýðsfélögin beri ábyrgð á því að viðskiptum verði beint til erlendra fyrirtækja. „Verkalýðshreyfingin ber ekki ábyrgð á því hvernig kapítalistar nýta sér hnattvæðingu. Við höfum almennt beitt okkur gegn félagslegum undirboðum og átt gott samstarf við aðra aðila á vinnumarkaði um þessi mál,“ segir Viðar. Spurður hvort verkfallsaðgerðir og þær launahækkanir sem Efling fer fram á geti orðið til þess að störfum hjá innlendum rútufyrirtækjum fækki segir Viðar að það sé frumskilyrði að fólk geti lifað af launum sínum og að það eigi ekki að fara eftir „einhverri lotteríu“ um það hversu vel gengur hjá einstökum fyrirtækum á hverjum tíma. „Laun eiga að endurspegla hvernig starf rútubílstjóra hefur breyst á síðustu árum. Vetrarferðum við erfiðar aðstæður hefur til dæmis fjölgað og umferð á vegum er meiri,“ segir Viðar. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Verkföll 2019 Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Erlend hópferðafyrirtæki með starfsemi á Íslandi gera út á að þau geti veitt þjónustu á meðan á verkföllum hjá starfsmönnum rútufyrirtækja stendur. Sögð stunda félagsleg undirboð og greiða nær engin opinber gjöld. Framkvæmdastjóri Eflingar segir verkalýðsfélögin ekki ábyrg fyrir því hvernig kapítalistar nýta sér hnattvæðingu. Frumskilyrði sé að fólk geti lifað af launum sínum. „Erlendu fyrirtækin gera út á það að þau geti keyrt farþega vegna þess að verkföllin ná ekki til þeirra. Þannig auglýsa þau sig erlendis og hafa haft upp úr því töluverð viðskipti, tjón innlendra rútufyrirtækja hleypur á tugum milljóna nú þegar og fer vaxandi. Við höfum ítrekað bent verkalýðsfélögunum, yfirvöldum og fleirum á þessa stöðu án þess að nokkuð hafi verið gert,“ segir Guðjón Ármann Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hópbíla, í samtali við Fréttablaðið. „Það er nokkuð kaldhæðnislegt að verkalýðsforystan ætli að herja á breiðu bökin í ferðaþjónustu, rútufyrirtækin, sem nú berjast í bökkum. Verkalýðsforystan veit mætavel að þetta eru ekki breiðu bökin, samt á að halda áfram af fullum þunga, til þess eins að afhenda erlendum fyrirtækjum sem engu skila til samfélagsins þessi viðskipti. Hver hefur hag af því?“ Guðjón bendir á að hið opinbera verði af miklum tekjum þegar erlendu fyrirtækin sinna akstri hér á landi. Þau greiði laun langt undir því sem kjarasamningar kveða á um, greiði engan virðisaukaskatt, enga skatta og engin launatengd gjöld. Jafnframt bendir Guðjón á að lítið sem ekkert eftirlit sé með þessum fyrirtækjum. Ofan á það geti þessi þróun haft langtímaáhrif á rekstrarumhverfið. „Afpantanirnar eru nú þegar byrjaðar og þær teygja sig lengra og lengra inn í sumarið, með tilheyrandi fjártjóni. Þegar fyrirtæki hafa engin verkefni og engar tekjur, þá er erfitt að hafa fólk í vinnu. Þetta hefur farið vaxandi undanfarin ár og nú þegar boðað er til verkfalla gefa þau í. Það verða þá bara erlend fyrirtæki að aka erlendum ferðamönnum hér á landi eftir nokkur ár,“ segir Guðjón og spyr hvort aðgerðaleysið væri jafnmikið ef sjómenn færu í verkfall og breskir togarar streymdu inn í lögsöguna til að veiða fiskinn. Guðjón gagnrýnir einnig að niðurstaða í kosningu VR hafi ekki verið sundurliðuð milli hótela og rútufyrirtækja, þar sem um óskyldan rekstur sé að ræða. „Ég held að það gætu orðið athyglisverðar tölur en Efling birti sundurliðun á milli starfsstétta.“ Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line Iceland, tekur í sama streng. Erlend fyrirtæki hafi notað félagsleg undirboð til að auka umsvif sín á Íslandi og verkföll muni ýta undir þessa þróun. „Nú er komin ný staða sem er sú að erlendu fyrirtækin bjóðast til að þjónusta ferðaheildsala, ekki bara á miklu lægra verði heldur líka vegna þess að þeir geta veitt fulla þjónustu á meðan á verkföllunum stendur. Það er mjög slæmt mál að ýta verkefnum til fyrirtækja sem eru að stunda félagsleg undirboð,“ segir Þórir. Hann áætlar að ríkið muni verða af tugum milljóna króna. „Þetta verður mikið tekjutap fyrir ríkið vegna þess að það kemur enginn virðisaukaskattur frá þessum hópum né önnur opinber gjöld. Ég gæti trúað að í heildina væri hið opinbera að hafa á milli 12-15 prósent af veltunni. Ef við erum að tala um 200 milljóna króna veltu á dag þá eru þetta háar tölur eða meira en 25 milljónir á dag sem fara ekki í ríkissjóð. Það munar um minna.“ Þá segir Þórir að margir í verkalýðsforystunni geri sér fullkomlega grein fyrir alvöru málsins. „Aðrir kjósa að hunsa það og finnst ekki vera sitt mál að félagsmenn þeirra geti ekki gengið að vinnu vísri þegar kjaradeilunni lýkur. Ef fer fram sem horfir mun bílstjórum hjá íslenskum fyrirtækjum fækka verulega.“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hafnar því að verkalýðsfélögin beri ábyrgð á því að viðskiptum verði beint til erlendra fyrirtækja. „Verkalýðshreyfingin ber ekki ábyrgð á því hvernig kapítalistar nýta sér hnattvæðingu. Við höfum almennt beitt okkur gegn félagslegum undirboðum og átt gott samstarf við aðra aðila á vinnumarkaði um þessi mál,“ segir Viðar. Spurður hvort verkfallsaðgerðir og þær launahækkanir sem Efling fer fram á geti orðið til þess að störfum hjá innlendum rútufyrirtækjum fækki segir Viðar að það sé frumskilyrði að fólk geti lifað af launum sínum og að það eigi ekki að fara eftir „einhverri lotteríu“ um það hversu vel gengur hjá einstökum fyrirtækum á hverjum tíma. „Laun eiga að endurspegla hvernig starf rútubílstjóra hefur breyst á síðustu árum. Vetrarferðum við erfiðar aðstæður hefur til dæmis fjölgað og umferð á vegum er meiri,“ segir Viðar.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Verkföll 2019 Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira