Fær draumastarfið hjá félaginu sem hann var skráður í áður en hann fékk nafn Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2019 14:30 Sigursteinn Arndal tekur við uppeldisfélaginu í sumar. vísir/baldur Sigursteinn Arndal var í dag kynntur sem leiks sem nýr þjálfari FH í Olís-deild karla í handbolta en hann tekur við starfinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem gerði liðið að bikarmeisturum um síðustu helgi. Sigursteinn spilaði um 300 meistaraflokksleiki fyrir FH og var einnig í atvinnumennsku í Danmörku og Þýskalandi en hann hefur þjálfað eða verið í kringum þjálfun og afreksstarf FH í tvo áratugi. Hann hefur þjálfað bæði U19 og U21 árs lið Íslands og var spilandi aðstoðarþjálfari hjá FH þegar að hinn margfrægi 89 og 90-árangar FH voru að koma upp með Aron Pálmarsson, Ólaf Gústafsson og Ólaf Guðmundsson sem sína helstu menn. „Ég er búinn að vera lengi í þjálfun, meðal annars með góðum mönnum hjá HSÍ, þannig að auðvitað hefur þetta verið einhversstaðar í hausnum,“ segir Sigursteinn sem nú hellir sér út í meistaraflokksþjálfun sem aðalþjálfari í fyrsta sinn.Sigursteinn Arndal tekur við uppeldisfélaginu sínu. Hér er hann með Ásgeiri Jónssyni, formanni FH, á blaðamannafundinum í dag.Vísir/TOM„Mig hefur langað að henda mér út í þetta og það er ekkert leyndarmál að mér hefur boðist að þjálfa annars staðar. En, það er hér sem langar að vera og ég er því gríðarlega stoltur að fá þetta tækifæri,“ segir Sigursteinn. Halldór Jóhann Sigfússon hefur unnið frábært starf með FH-liðið undanfarin fimm ár en félagið hefur verið duglegt að finna alltaf næstu stjörnur. Það hefur, undir stjórn Halldórs, komist í lokaúrslitin undanfarin tvö ár og varð svo bikarmeistari á laugardaginn. Það verða því engar svakalegar breytingar hjá Sigursteini. „Alls ekki. Það væri óðs manns æði að breyta of miklu hjá FH því hér hefur verið unnið gott starf síðustu ár. Ég vil bara nýta tækifærið og hrósa Halldóri fyrir algjörlega geggjað starf undanfarin fimm ár. Sú vinna endurspeglaðist í titli um síðustu helgi og því verkefni er ekki lokið,“ segir Sigursteinn. „Ég verð ekki með neinar framúrstefnulegar breytingar að það er klárt mál að ég hef mínar hugmyndir um handbolta og bæti þeim ofan á þann góða leik sem spilaður er hér í dag. Svo kem ég bara sem annar karakter inn í þetta og með nýja rödd í klefann,“ segir hann.Halldór Jóhann Sigfússon kveður í lok tímabilsins.VÍSIR/DANÍEL„Hér er allt til alls til þess að ná árangri. Það er ekki alltaf horft til þess hvernig liðið er en krafan er að ná góðum árangri. Þetta er bara FH og hér ætlast menn til þess að ná góðum árangri,“ segir Sigursteinn. Sigursteinn Arndal er eins mikill FH-ingur og menn verða en faðir hans, Helgi Ragnarsson, er goðsögn í lifanda lífi í Kaplakrika. Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, sagði á blaðamannafundinum í dag að Helgi og Sædís Arndal, móðir Sigursteins, skráðu hann í FH áður en hann fékk nafn og var því óskírður Helgason mættur sem félagsmaður í FH skömmu eftir fæðingu. „Það er engin spurning að mitt hjarta slær í Kaplakrika og því mun ég leggja mikið upp úr því að ná góðum árangri og stefni að því,“ segir Sigursteinn Arndal. Olís-deild karla Tengdar fréttir Sigursteinn Arndal tekur við FH Sigursteinn Arndal verður eftirmaður Halldórs Jóhanns Sigfússonar hjá FH í Olís-deildinni. 13. mars 2019 13:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Sigursteinn Arndal var í dag kynntur sem leiks sem nýr þjálfari FH í Olís-deild karla í handbolta en hann tekur við starfinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem gerði liðið að bikarmeisturum um síðustu helgi. Sigursteinn spilaði um 300 meistaraflokksleiki fyrir FH og var einnig í atvinnumennsku í Danmörku og Þýskalandi en hann hefur þjálfað eða verið í kringum þjálfun og afreksstarf FH í tvo áratugi. Hann hefur þjálfað bæði U19 og U21 árs lið Íslands og var spilandi aðstoðarþjálfari hjá FH þegar að hinn margfrægi 89 og 90-árangar FH voru að koma upp með Aron Pálmarsson, Ólaf Gústafsson og Ólaf Guðmundsson sem sína helstu menn. „Ég er búinn að vera lengi í þjálfun, meðal annars með góðum mönnum hjá HSÍ, þannig að auðvitað hefur þetta verið einhversstaðar í hausnum,“ segir Sigursteinn sem nú hellir sér út í meistaraflokksþjálfun sem aðalþjálfari í fyrsta sinn.Sigursteinn Arndal tekur við uppeldisfélaginu sínu. Hér er hann með Ásgeiri Jónssyni, formanni FH, á blaðamannafundinum í dag.Vísir/TOM„Mig hefur langað að henda mér út í þetta og það er ekkert leyndarmál að mér hefur boðist að þjálfa annars staðar. En, það er hér sem langar að vera og ég er því gríðarlega stoltur að fá þetta tækifæri,“ segir Sigursteinn. Halldór Jóhann Sigfússon hefur unnið frábært starf með FH-liðið undanfarin fimm ár en félagið hefur verið duglegt að finna alltaf næstu stjörnur. Það hefur, undir stjórn Halldórs, komist í lokaúrslitin undanfarin tvö ár og varð svo bikarmeistari á laugardaginn. Það verða því engar svakalegar breytingar hjá Sigursteini. „Alls ekki. Það væri óðs manns æði að breyta of miklu hjá FH því hér hefur verið unnið gott starf síðustu ár. Ég vil bara nýta tækifærið og hrósa Halldóri fyrir algjörlega geggjað starf undanfarin fimm ár. Sú vinna endurspeglaðist í titli um síðustu helgi og því verkefni er ekki lokið,“ segir Sigursteinn. „Ég verð ekki með neinar framúrstefnulegar breytingar að það er klárt mál að ég hef mínar hugmyndir um handbolta og bæti þeim ofan á þann góða leik sem spilaður er hér í dag. Svo kem ég bara sem annar karakter inn í þetta og með nýja rödd í klefann,“ segir hann.Halldór Jóhann Sigfússon kveður í lok tímabilsins.VÍSIR/DANÍEL„Hér er allt til alls til þess að ná árangri. Það er ekki alltaf horft til þess hvernig liðið er en krafan er að ná góðum árangri. Þetta er bara FH og hér ætlast menn til þess að ná góðum árangri,“ segir Sigursteinn. Sigursteinn Arndal er eins mikill FH-ingur og menn verða en faðir hans, Helgi Ragnarsson, er goðsögn í lifanda lífi í Kaplakrika. Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, sagði á blaðamannafundinum í dag að Helgi og Sædís Arndal, móðir Sigursteins, skráðu hann í FH áður en hann fékk nafn og var því óskírður Helgason mættur sem félagsmaður í FH skömmu eftir fæðingu. „Það er engin spurning að mitt hjarta slær í Kaplakrika og því mun ég leggja mikið upp úr því að ná góðum árangri og stefni að því,“ segir Sigursteinn Arndal.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Sigursteinn Arndal tekur við FH Sigursteinn Arndal verður eftirmaður Halldórs Jóhanns Sigfússonar hjá FH í Olís-deildinni. 13. mars 2019 13:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Sigursteinn Arndal tekur við FH Sigursteinn Arndal verður eftirmaður Halldórs Jóhanns Sigfússonar hjá FH í Olís-deildinni. 13. mars 2019 13:00