Ætla að gista á Austurvelli: „Gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2019 22:30 Elínborg segir mótmælendur vera um 50 talsins núna en hún giskar á að þau hafi verið um 200 þegar mest var um klukkan fimm í dag. Vísir/Vilhelm Mótmælendur, sem hafa síðustu daga mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi, ætla að gista á Austurvelli í nótt á dýnum og í svefnpokum, en ekki í tjöldum. Elínborg Harpa Önundardóttir, aktívisti hjá No Borders Iceland, segir í samtali við Vísi að stemningin á Austurvelli hafi verið önnur í dag en hún var í gær þegar tveir mótmælendur voru handteknir og til stimpinga kom á milli mótmælenda og lögregluþjóna. Elínborg segir þau hafa verið látin afskiptalaus í dag. „Við erum í góðum gír að dansa og drekka kaffi. Einhverjir eru að tefla og spila fótbolta,“ segir Elínborg. Hún segir að tónlistin verði líklegast spiluð áfram þar til þau megi það ekki lengur og þá ætli mótmælendur að gista á Austurvelli. Að þessu sinni eru engin tjöld á staðnum og munu þau sofa undir berum himni. „Þetta gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa,“ segir Elínborg. Þá segir hún að vegna kuldans standi til að sofa í vöktum á Austurvelli svo fólk geti horfið frá og yljað sér.Elínborg segir mótmælendur vera um 50 talsins núna en hún giskar á að þau hafi verið um 200 þegar mest var um klukkan fimm í dag. Hún segir þeim hafa verið sýnd ótrúlega mikla samstöðu, þvert á alla aldurshópa. Fólk sem hafi aldreið unnið með þeim áður hafi boðið fram hjálp sína, dýnur, svefnpoka, mat og fleira. Flóttamenn Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar undrast framgöngu lögreglu á Austurvelli Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er undrandi á viðbrögðum lögreglu gagnvart hópi mótmælenda á Austurvelli í dag. 12. mars 2019 01:14 Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32 Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Nokkrir tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 11. mars 2019 15:14 Piparúða beitt á mótmælendur á Austurvelli og tveir handteknir Harka hefur færst í mótmælin við Austurvöll. 11. mars 2019 18:26 Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15 Mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu: „Við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir“ Lögregla handtók tvo í mótmælum á Austurvelli fyrr í dag. 11. mars 2019 21:56 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Mótmælendur, sem hafa síðustu daga mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi, ætla að gista á Austurvelli í nótt á dýnum og í svefnpokum, en ekki í tjöldum. Elínborg Harpa Önundardóttir, aktívisti hjá No Borders Iceland, segir í samtali við Vísi að stemningin á Austurvelli hafi verið önnur í dag en hún var í gær þegar tveir mótmælendur voru handteknir og til stimpinga kom á milli mótmælenda og lögregluþjóna. Elínborg segir þau hafa verið látin afskiptalaus í dag. „Við erum í góðum gír að dansa og drekka kaffi. Einhverjir eru að tefla og spila fótbolta,“ segir Elínborg. Hún segir að tónlistin verði líklegast spiluð áfram þar til þau megi það ekki lengur og þá ætli mótmælendur að gista á Austurvelli. Að þessu sinni eru engin tjöld á staðnum og munu þau sofa undir berum himni. „Þetta gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa,“ segir Elínborg. Þá segir hún að vegna kuldans standi til að sofa í vöktum á Austurvelli svo fólk geti horfið frá og yljað sér.Elínborg segir mótmælendur vera um 50 talsins núna en hún giskar á að þau hafi verið um 200 þegar mest var um klukkan fimm í dag. Hún segir þeim hafa verið sýnd ótrúlega mikla samstöðu, þvert á alla aldurshópa. Fólk sem hafi aldreið unnið með þeim áður hafi boðið fram hjálp sína, dýnur, svefnpoka, mat og fleira.
Flóttamenn Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar undrast framgöngu lögreglu á Austurvelli Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er undrandi á viðbrögðum lögreglu gagnvart hópi mótmælenda á Austurvelli í dag. 12. mars 2019 01:14 Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32 Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Nokkrir tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 11. mars 2019 15:14 Piparúða beitt á mótmælendur á Austurvelli og tveir handteknir Harka hefur færst í mótmælin við Austurvöll. 11. mars 2019 18:26 Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15 Mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu: „Við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir“ Lögregla handtók tvo í mótmælum á Austurvelli fyrr í dag. 11. mars 2019 21:56 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar undrast framgöngu lögreglu á Austurvelli Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er undrandi á viðbrögðum lögreglu gagnvart hópi mótmælenda á Austurvelli í dag. 12. mars 2019 01:14
Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32
Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Nokkrir tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 11. mars 2019 15:14
Piparúða beitt á mótmælendur á Austurvelli og tveir handteknir Harka hefur færst í mótmælin við Austurvöll. 11. mars 2019 18:26
Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15
Mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu: „Við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir“ Lögregla handtók tvo í mótmælum á Austurvelli fyrr í dag. 11. mars 2019 21:56