Engin loðnuveiði á þessari vertíð og gríðarlegt tjón Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. mars 2019 19:00 Útgerðafélög fá ekki að veiða neina loðnu á þessari vertíð þrátt fyrir mestu leit frá upphafi. Þau verða fyrir gríðarlegu tjóni og þjóðarbúið verður af milljörðum að sögn framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Brýnt sé að rannsaka betur hvað veldur slíku hruni. Hafrannsóknarstofnun hefur frá því í janúar staðið fyrir mestu leit frá upphafi á loðnu á Íslandsmiðum í samstarfi við útgerðarfyrirtæki. Í gær var ákveðið að hætta leitinni og engar veiðiheimildir verða gefnar út. „Eins og staðan er í dag þá er ljóst að Hafrannsóknarstofnun mun ekki mæla með neinum veiðum á loðnum. Það þarf eitthvað verulega nýtt að gerast til að það verði leyft. Sú leit sem var fyrir suðurströndinni, fyrir norðan og útaf Vestfjörðum síðustu tvær vikur og lauk í gær breytir ekki þeirri mynd sem við höfum áður líst að ástand loðnustofnsins er mjög slæmt og þessar niðurstöður gefa ekki tilefni til að Hafrannsóknarstofnun mæli með nokkrum veiðum út þessa vertíð,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis Hafrannsóknarstofnunar. Útgerðafélög um allt land hafa fylgst vel með í þeirri von að eitthvað finnist en nú er sú von úti. Um er að ræða félög eins og HB Granda á Vopnafirði og Akranesi, Síldarvinnsluna á Neskaupsstað, Eskju á Eskifirði, Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði, Skinney Þinganes á Höfn í Hornafirði, Ísfélagið í Vestmanneyjum og Vinnslustöðina í Vestmanneyjum. Þorsteinn Sigurðsson segir tjónið hlaupa á milljörðum. „Aflaverðmætið hleypur á milljörðum eða tugum milljarða en það sem við erum að horfa meira til eru áhrifin á vistkerfið í sjónum kringum landið,“ segir Þorsteinn.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón. „Fyrir þessi fyrirtæki sem byggja á uppsjávarveiðum þá er loðnan hvað þýðingarmest í rekstri félaganna. Loðnan er næstverðmætasta tegund Íslands. Þessi fyrirtæki hafa verið að verið að veiða loðnu fyrir á annan tug milljarða króna á ári sem hefur skilað þjóðarbúin 3-5 milljarða þannig að tjónið er gríðarlegt,“ segir hann. Mikilvægt sé að vita hvað sé að gerast í vistkerfinu. „Hafrannsóknarstofnun og stjórnvöld þurfa að setjast niður og velta fyrir sér með hvaða hætti á að skipa rannsóknum á loðnustofninum í framhaldinu. Því það er alveg ljóst að við höfum engan veginn næga vitnesku um hvað er að eiga sér stað í hafinu. Þetta er það mikil undirstaða fyrir lífríkið að við verðum að vita hvað er að eiga sér stað“ segir Gunnþór. Sjávarútvegur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Útgerðafélög fá ekki að veiða neina loðnu á þessari vertíð þrátt fyrir mestu leit frá upphafi. Þau verða fyrir gríðarlegu tjóni og þjóðarbúið verður af milljörðum að sögn framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Brýnt sé að rannsaka betur hvað veldur slíku hruni. Hafrannsóknarstofnun hefur frá því í janúar staðið fyrir mestu leit frá upphafi á loðnu á Íslandsmiðum í samstarfi við útgerðarfyrirtæki. Í gær var ákveðið að hætta leitinni og engar veiðiheimildir verða gefnar út. „Eins og staðan er í dag þá er ljóst að Hafrannsóknarstofnun mun ekki mæla með neinum veiðum á loðnum. Það þarf eitthvað verulega nýtt að gerast til að það verði leyft. Sú leit sem var fyrir suðurströndinni, fyrir norðan og útaf Vestfjörðum síðustu tvær vikur og lauk í gær breytir ekki þeirri mynd sem við höfum áður líst að ástand loðnustofnsins er mjög slæmt og þessar niðurstöður gefa ekki tilefni til að Hafrannsóknarstofnun mæli með nokkrum veiðum út þessa vertíð,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis Hafrannsóknarstofnunar. Útgerðafélög um allt land hafa fylgst vel með í þeirri von að eitthvað finnist en nú er sú von úti. Um er að ræða félög eins og HB Granda á Vopnafirði og Akranesi, Síldarvinnsluna á Neskaupsstað, Eskju á Eskifirði, Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði, Skinney Þinganes á Höfn í Hornafirði, Ísfélagið í Vestmanneyjum og Vinnslustöðina í Vestmanneyjum. Þorsteinn Sigurðsson segir tjónið hlaupa á milljörðum. „Aflaverðmætið hleypur á milljörðum eða tugum milljarða en það sem við erum að horfa meira til eru áhrifin á vistkerfið í sjónum kringum landið,“ segir Þorsteinn.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón. „Fyrir þessi fyrirtæki sem byggja á uppsjávarveiðum þá er loðnan hvað þýðingarmest í rekstri félaganna. Loðnan er næstverðmætasta tegund Íslands. Þessi fyrirtæki hafa verið að verið að veiða loðnu fyrir á annan tug milljarða króna á ári sem hefur skilað þjóðarbúin 3-5 milljarða þannig að tjónið er gríðarlegt,“ segir hann. Mikilvægt sé að vita hvað sé að gerast í vistkerfinu. „Hafrannsóknarstofnun og stjórnvöld þurfa að setjast niður og velta fyrir sér með hvaða hætti á að skipa rannsóknum á loðnustofninum í framhaldinu. Því það er alveg ljóst að við höfum engan veginn næga vitnesku um hvað er að eiga sér stað í hafinu. Þetta er það mikil undirstaða fyrir lífríkið að við verðum að vita hvað er að eiga sér stað“ segir Gunnþór.
Sjávarútvegur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira