Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Sighvatur Jónsson skrifar 12. mars 2019 17:30 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Landsréttarmálið vera stórt klúður. „Það er grundvallaratriði í réttarríki að einstaklingar geti leitað til óvilhallra, sjálfstæðra dómstóla. Það er í uppnámi núna. Eðlileg viðbrögð væru að dómsmálaráðherra segði af sér.“ Logi býst við að Vinstri græn geri athugasemdir við stöðu dómsmálaráðherra í ljósi dóms Mannréttindadómstólsins. „Það verður fróðlegt að sjá hvort þau muni í annað sinn verja ráðherra vantrausti þegar það verður lagt fram. Ég tel óumflýjanlegt að það verði gert ef ríkisstjórnin verður ekki á undan og gerir hreint fyrir sínum dyrum.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir það vera meginhlutverk þingmanna og stjórnvalda að vernda réttarríkið. Það sé nú í algerri óvissu vegna dóms Mannréttindadómstólsins og viðbragða dómsmálaráðherra. „Hún er að festa sig í orð minnihlutans, tveggja dómara, í stað þess að taka af auðmýkt þessari niðurstöðu og segja að málið sé grafalvarlegt fyrir íslenska þjóð. Að hugsa sér það að ætla að ýta málinu á undan sér, ekki bara í nokkra mánuði heldur nokkur ár. Það er algerlega óásættanlegt fyrir dómskerfið og réttarríkið,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Aðspurð hvort Viðreisn geri þá kröfu að dómsmálaráðherra segi af sér segir Þorgerður Katrín að það liggi ljóst fyrir að dómsmálaráðherra geti ekki fylgt málinu eftir, hún sé orðin vanhæf til þess. Annar ráðherra í ríkisstjórn verði að taka á málinu. „Mér finnst mikilvægast núna, áður en við förum að ræða vantraust og annað, að við leysum úr þessu máli. Í því liggur ábyrgð okkar þingmanna og stjórnvalda, að koma dómskerfinu í lag aftur,“ segir Þorgerður Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Landsréttarmálið vera stórt klúður. „Það er grundvallaratriði í réttarríki að einstaklingar geti leitað til óvilhallra, sjálfstæðra dómstóla. Það er í uppnámi núna. Eðlileg viðbrögð væru að dómsmálaráðherra segði af sér.“ Logi býst við að Vinstri græn geri athugasemdir við stöðu dómsmálaráðherra í ljósi dóms Mannréttindadómstólsins. „Það verður fróðlegt að sjá hvort þau muni í annað sinn verja ráðherra vantrausti þegar það verður lagt fram. Ég tel óumflýjanlegt að það verði gert ef ríkisstjórnin verður ekki á undan og gerir hreint fyrir sínum dyrum.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir það vera meginhlutverk þingmanna og stjórnvalda að vernda réttarríkið. Það sé nú í algerri óvissu vegna dóms Mannréttindadómstólsins og viðbragða dómsmálaráðherra. „Hún er að festa sig í orð minnihlutans, tveggja dómara, í stað þess að taka af auðmýkt þessari niðurstöðu og segja að málið sé grafalvarlegt fyrir íslenska þjóð. Að hugsa sér það að ætla að ýta málinu á undan sér, ekki bara í nokkra mánuði heldur nokkur ár. Það er algerlega óásættanlegt fyrir dómskerfið og réttarríkið,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Aðspurð hvort Viðreisn geri þá kröfu að dómsmálaráðherra segi af sér segir Þorgerður Katrín að það liggi ljóst fyrir að dómsmálaráðherra geti ekki fylgt málinu eftir, hún sé orðin vanhæf til þess. Annar ráðherra í ríkisstjórn verði að taka á málinu. „Mér finnst mikilvægast núna, áður en við förum að ræða vantraust og annað, að við leysum úr þessu máli. Í því liggur ábyrgð okkar þingmanna og stjórnvalda, að koma dómskerfinu í lag aftur,“ segir Þorgerður Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?