Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 12. mars 2019 16:00 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Vísir/Jói K Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að truflunin á leiðakerfi Icelandair ætti ekki að verða mikil næstu vikurnar þó að félagið hafi ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 vélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Fyrr í dag bönnuðu bresk flugmálayfirvöld flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX að fljúga í sinni lofthelgi. Bogi segir í samtali við fréttastofu að sú ákvörðun hafi haft áhrif á ákvörðun Icelandair. Í gær var félagið ekki á því að kyrrsetja vélarnar en ákvað að gera það í dag vegna ákvörðunar Breta sem gerði það að verkum að truflanir hefðu orðið á leiðakerfi félagsins hefði það haldið MAX-vélunum í rekstri. „Við ákváðum að bregðast við með því að stöðva rekstur MAX-vélanna. Við höfum ákveðið svigrúm, mikinn fjölda véla, þannig að við getum brugðist við án þess að það hafi neikvæð áhrif á leiðakerfið,“ segir Bogi. Hann efast ekki um öryggi þessara véla. „Nei alls ekki við höfum fulla trú á þessum vélum og gerum ráð fyrir að þær muni nýtast mjög vel í okkar leiðakerfi í framtíðinni.“TF-ICE vél Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX 8.Fréttablaðið/Anton BrinkSpurður hvað Icelandair þoli lengi að hafa þessar vélar kyrrsettar segir Bogi að félagið hafi svigrúm í sínum flota út marsmánuð. „Ef þetta breytist í mars aftur verða áhrifin ekki mikil,“ segir Bogi. Um 300 Boeing 737 MAX-vélar eru í notkun í heiminum en Bogi segir þær enn í notkun í Bandaríkjunum og ekki fyrirhugaðar breytingar þar. „Síðan veit maður aldrei hvað gerist og við erum í sambandi við flugfélög í Evrópu og Norður Ameríku og flugmálayfirvöld beggja vegna Atlantshafsins.“ Hann segir Icelandair hafa vélar upp á að hlaupa út þennan mánuð og því ætti truflunin og kostnaður ekki að verða mikill ef þetta leysist á þeim tíma. Sex MAX-vélar munu bætast við leiðakerfi Icelandair yfir háanna tímann í sumar og áætlar félagið að vera þá með þrjár MAX 9-vélar og sex MAX 8-vélar. Farþegar sem áttu bókað flug með Icelandair til London í dag áttu að fara með MAX-vél en Bogi segir þá hafa verið flutta með Boeing 757-vél og að félagið búi yfir góðum flota af 757-vélum og 767-vélum sem verða notaðar til að leysa úr stöðunni á meðan þessar aðstæður eru. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43 Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að truflunin á leiðakerfi Icelandair ætti ekki að verða mikil næstu vikurnar þó að félagið hafi ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 vélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Fyrr í dag bönnuðu bresk flugmálayfirvöld flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX að fljúga í sinni lofthelgi. Bogi segir í samtali við fréttastofu að sú ákvörðun hafi haft áhrif á ákvörðun Icelandair. Í gær var félagið ekki á því að kyrrsetja vélarnar en ákvað að gera það í dag vegna ákvörðunar Breta sem gerði það að verkum að truflanir hefðu orðið á leiðakerfi félagsins hefði það haldið MAX-vélunum í rekstri. „Við ákváðum að bregðast við með því að stöðva rekstur MAX-vélanna. Við höfum ákveðið svigrúm, mikinn fjölda véla, þannig að við getum brugðist við án þess að það hafi neikvæð áhrif á leiðakerfið,“ segir Bogi. Hann efast ekki um öryggi þessara véla. „Nei alls ekki við höfum fulla trú á þessum vélum og gerum ráð fyrir að þær muni nýtast mjög vel í okkar leiðakerfi í framtíðinni.“TF-ICE vél Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX 8.Fréttablaðið/Anton BrinkSpurður hvað Icelandair þoli lengi að hafa þessar vélar kyrrsettar segir Bogi að félagið hafi svigrúm í sínum flota út marsmánuð. „Ef þetta breytist í mars aftur verða áhrifin ekki mikil,“ segir Bogi. Um 300 Boeing 737 MAX-vélar eru í notkun í heiminum en Bogi segir þær enn í notkun í Bandaríkjunum og ekki fyrirhugaðar breytingar þar. „Síðan veit maður aldrei hvað gerist og við erum í sambandi við flugfélög í Evrópu og Norður Ameríku og flugmálayfirvöld beggja vegna Atlantshafsins.“ Hann segir Icelandair hafa vélar upp á að hlaupa út þennan mánuð og því ætti truflunin og kostnaður ekki að verða mikill ef þetta leysist á þeim tíma. Sex MAX-vélar munu bætast við leiðakerfi Icelandair yfir háanna tímann í sumar og áætlar félagið að vera þá með þrjár MAX 9-vélar og sex MAX 8-vélar. Farþegar sem áttu bókað flug með Icelandair til London í dag áttu að fara með MAX-vél en Bogi segir þá hafa verið flutta með Boeing 757-vél og að félagið búi yfir góðum flota af 757-vélum og 767-vélum sem verða notaðar til að leysa úr stöðunni á meðan þessar aðstæður eru.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43 Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43
Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43
Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39