„Taki poka sinn og hypji sig strax í burtu“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2019 13:54 Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til mótmæla þar sem krafist er að Sigríður Andersen sýni ábyrgð og segi af sér sem dómsmálaráðherra. Ætla mótmælendur að koma saman á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið klukkan hálf fimm í dag. Mannréttindadómstóll dæmdi í dag að skipan dómara í Landsrétti bryti gegn sjöttu grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Telur Mannréttindadómstólinn Sigríði hafa augljóslega hunsað reglur sem giltu um skipan dómara. Er Alþingi einnig talið hafa brugðist í því hvernig það samþykkti skipan dómara. Þeir sem standa að baki þessum mótmælum eru Gulstakkar, ungir jafnaðarmenn, ungir Píratar og samtökin Jæja. Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er einn þeirra sem kemur að skipulagningu þessara mótmæla. „Það sem við förum fram á er að hún sýni ábyrgð, taki poka sinn og hypji sig strax í burtu,“ segir Daníel í samtali við Vísi. Þetta verða ekki einu mótmælin á Austurvelli í dag því hálftíma eftir að mótmælin gegn Sigríði hefjast, munu mótmælendur taka sér stöðu fyrir framan Alþingi þar sem meðferð flóttamanna í hælisferli á Íslandi verður mótmælt. Er þess krafist að ekki verði farið í fleiri brottvísanir á hælisleitendum, þeir fái allir efnismeðferð og ekki verði horft til Dyflinnarreglugerðarinnar. Þá er þess krafist að hælisleitendum verði tryggður réttur til að vinna, þeir fái jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að einangruðum flóttamannabúðum á Ásbrú verði lokað. Meðferð hælisleitenda var einnig mótmælt á Austurvelli í gær þar sem til átak kom á milli lögreglu og mótmælenda. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla þar sem krafist er að Sigríður Andersen sýni ábyrgð og segi af sér sem dómsmálaráðherra. Ætla mótmælendur að koma saman á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið klukkan hálf fimm í dag. Mannréttindadómstóll dæmdi í dag að skipan dómara í Landsrétti bryti gegn sjöttu grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Telur Mannréttindadómstólinn Sigríði hafa augljóslega hunsað reglur sem giltu um skipan dómara. Er Alþingi einnig talið hafa brugðist í því hvernig það samþykkti skipan dómara. Þeir sem standa að baki þessum mótmælum eru Gulstakkar, ungir jafnaðarmenn, ungir Píratar og samtökin Jæja. Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er einn þeirra sem kemur að skipulagningu þessara mótmæla. „Það sem við förum fram á er að hún sýni ábyrgð, taki poka sinn og hypji sig strax í burtu,“ segir Daníel í samtali við Vísi. Þetta verða ekki einu mótmælin á Austurvelli í dag því hálftíma eftir að mótmælin gegn Sigríði hefjast, munu mótmælendur taka sér stöðu fyrir framan Alþingi þar sem meðferð flóttamanna í hælisferli á Íslandi verður mótmælt. Er þess krafist að ekki verði farið í fleiri brottvísanir á hælisleitendum, þeir fái allir efnismeðferð og ekki verði horft til Dyflinnarreglugerðarinnar. Þá er þess krafist að hælisleitendum verði tryggður réttur til að vinna, þeir fái jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að einangruðum flóttamannabúðum á Ásbrú verði lokað. Meðferð hælisleitenda var einnig mótmælt á Austurvelli í gær þar sem til átak kom á milli lögreglu og mótmælenda.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Sjá meira
Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04