Vilja vinna fernuna fyrir City stuðningsmanninn sem varð fyrir fólskulegri árás Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2019 16:45 Stuðningsmaður Manchester City sem slasaðist var fjölskyldumaður eins og þessi. Getty/Clive Mason Stuðningsmenn Manchester City vilja að sínir leikmenn heiðri slasaðan stuðningsmann félagsins með því að vinna fernuna á þessu tímabili. Umræddur stuðningsmaður Manchester City varð fyrir fólskulegri árás í Gelsenkirchen í Þýskalandi þegar hann var mættur til að fylgjast með fyrri leik Schalke og Manchester City í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Stuðningsmaður þessi var 32 ára gamall og hann varð fyrir miklum höfuðáverkum í árásinni. Hann lenti þarna í tveimur „ultra“ stuðningsmönnum Schalke liðsins. Mark Rogers, einn af stuðningsmönnum Manchester City, hefur sett af stað söfnun fyrir fórnarlambið og fjölskyldu hans. Stuðningsfólk Schalke er meðal þeirra sem hafa gefið í þessa söfnun."Let's do the quadruple for the lad"#MCFC fans have called on the club to bring home all four trophies in honour of the supporter who was attacked following their #UCL win over Schalke. Full Story: https://t.co/lAQKnmE3cepic.twitter.com/BdadEleiBI — BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2019„Við fengum góð viðbrögð og nú skulum við vinna fernuna fyrir strákinn,“ sagði Mark Rogers í viðtali við BBC. „City er fjölskylda. Þú býst við reiði en það var engin. Þetta snýst allt um að vona að hann nái sér að fullu og að allt verði í lagi,“ sagði Rogers. „Þarna var fjölskylda á leiðinni á fótboltaleik, móðir, faðir og dóttir. Þau voru í fjölskylduferð og urðu fyrir áras. Þetta á ekki að gerast, ekki á neinum íþróttavelli,“ sagði Mark Rogers. Hinn slasaði hefur ekki verið nefndur á nafn en hann var í dái eftir árásina. Hann hefur vaknað úr dáinu en getur ekki talað þar sem hann er í öndunarvél. Manchester City vann fyrri leikinn 3-2 á útivelli og er því í fínum málum fyrir heimaleikinn í kvöld. City hefur þegar tryggt sér enska deildabikarinn en liðið er síðan í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar og komið alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Leikur Manchester City og Schalke hefst klukkan 20.00 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeildarupphitunin hefst klukkan 19.30 og Meistaradeildarmörkin verða eftir báða leiki kvöldsins. Leikur Juventus og Atletico Madrid hefst líka klukkan 20.00 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester City vilja að sínir leikmenn heiðri slasaðan stuðningsmann félagsins með því að vinna fernuna á þessu tímabili. Umræddur stuðningsmaður Manchester City varð fyrir fólskulegri árás í Gelsenkirchen í Þýskalandi þegar hann var mættur til að fylgjast með fyrri leik Schalke og Manchester City í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Stuðningsmaður þessi var 32 ára gamall og hann varð fyrir miklum höfuðáverkum í árásinni. Hann lenti þarna í tveimur „ultra“ stuðningsmönnum Schalke liðsins. Mark Rogers, einn af stuðningsmönnum Manchester City, hefur sett af stað söfnun fyrir fórnarlambið og fjölskyldu hans. Stuðningsfólk Schalke er meðal þeirra sem hafa gefið í þessa söfnun."Let's do the quadruple for the lad"#MCFC fans have called on the club to bring home all four trophies in honour of the supporter who was attacked following their #UCL win over Schalke. Full Story: https://t.co/lAQKnmE3cepic.twitter.com/BdadEleiBI — BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2019„Við fengum góð viðbrögð og nú skulum við vinna fernuna fyrir strákinn,“ sagði Mark Rogers í viðtali við BBC. „City er fjölskylda. Þú býst við reiði en það var engin. Þetta snýst allt um að vona að hann nái sér að fullu og að allt verði í lagi,“ sagði Rogers. „Þarna var fjölskylda á leiðinni á fótboltaleik, móðir, faðir og dóttir. Þau voru í fjölskylduferð og urðu fyrir áras. Þetta á ekki að gerast, ekki á neinum íþróttavelli,“ sagði Mark Rogers. Hinn slasaði hefur ekki verið nefndur á nafn en hann var í dái eftir árásina. Hann hefur vaknað úr dáinu en getur ekki talað þar sem hann er í öndunarvél. Manchester City vann fyrri leikinn 3-2 á útivelli og er því í fínum málum fyrir heimaleikinn í kvöld. City hefur þegar tryggt sér enska deildabikarinn en liðið er síðan í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar og komið alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Leikur Manchester City og Schalke hefst klukkan 20.00 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeildarupphitunin hefst klukkan 19.30 og Meistaradeildarmörkin verða eftir báða leiki kvöldsins. Leikur Juventus og Atletico Madrid hefst líka klukkan 20.00 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira