Innlent

Bein útsending: Framtíð íslenska raforkumarkaðarins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Er landið nógu vel tengt?
Er landið nógu vel tengt? Vísir/vilhelm
Vorfundur Landsnets undir yfirskriftinni Hvað slær út þjóðaröryggi? Framtíð íslenska raforkumarkaðarins hefst klukkan 8:30 í dag á Hilton Nordica. Beint streymi af fundinum má nálgast hér að neðan.

Á fundinum verður leitað svara við fjölmörgum brennandi spurningum. Er landið nógu vel tengt? Er nóg rafmagn í öllum landshlutum? Kemst orkan örugglega alla leið, bæði í dag og á morgun? Hvernig getur íslenski raforkumarkaðurinn mætt þörfum dagsins í dag og þeim áskorunum sem framtíðin ber í skauti sér? 

Dagskrá fundarins:

  • Ávarp ráðherra: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
  • „Skýr stefna á síkvikum tímum.“  Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður Landsnets.
  • „Preparing for today‘s and tomorrow‘s challenges – Wholesale electricity market reform in  Ireland“   Simon Grimes  EirGrid
  • „Náttúruhamfarir á Íslandi og öryggi innviða.“  Matthew J. Roberts, Veðurstofu Íslands
  • „Hvað slær út þjóðaröryggi ? Framtíð íslenska raforkumarkaðarins.“   Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
Fundarstjóri: Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×