Icelandair með áætlun komi til kyrrsetningar Ari Brynjólfsson skrifar 12. mars 2019 07:00 TF-ICE vél Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Fréttablaðið/Anton Brink Icelandair er með tilbúna aðgerðaáætlun ef flugmálayfirvöld ákveða að kyrrsetja Boeing 737 Max 8 vélar flugfélagsins. Á tæplega fjórum og hálfum mánuði hafa tvær slíkar þotur hrapað stuttu eftir flugtak, önnur í Indónesíu í fyrra og hin í Eþíópíu í fyrradag. Flugmálayfirvöld í tveimur löndum hafa kyrrsett vélar hjá alls á annan tug flugfélaga. Mörg flugfélög munu þó halda áfram að nota sínar vélar, þar á meðal American Airlines, Southwest og Icelandair. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, á ekki von á því að vélarnar þrjár verði kyrrsettar en það verði þungt fyrir flugfélagið ef til þess kemur. „Við höfum fengið ýmsar fyrirspurnir frá farþegum um þetta atvik. Fólk er að spyrja um vélartegundir,“ segir Jens. Hann þekkir ekki dæmi þess að farþegar hafi afbókað flug. Ekki er búið að ákveða hvort þrjár vélar Icelandair verði kyrrsettar. „Við þurfum að vera með áætlun fyrir allt sem getur gerst,“ segir Jens. Hann gat ekki svarað í hverju áætlunin felst, hvort notast verði við aðrar vélar eða flug felld niður. „Það yrði auðvitað þungt fyrir okkur ef vélarnar verða kyrrsettar. Við vonumst bara til þess, og erum ágætlega bjartsýn, að svo verði ekki. Við vinnum út frá því.“ Málið hefur verið rætt hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. „Við teljum okkur ekki hafa nógu miklar forsendur til að gefa neitt út. Það liggur ekkert fyrir,“ segir Lára Sif Christiansen, framkvæmdastjóri FÍA. 737 Max 8 vélarnar eru nýjar, fyrsta vélin var afhent árið 2017. Alls er búið að afhenda 350 vélar en nú hafa um 100 þeirra verið kyrrsettar. Um helgina hrapaði vél Ethiopian Airlines sex mínútum eftir flugtak, allir 157 um borð fórust. Vél indónesíska flugfélagsins Lion Air hrapaði á svipaðan máta í október í fyrra. Vélin hrapaði í Jövuhaf tólf mínútum eftir flugtak, 189 létu lífið. Niðurstöður rannsakenda hafa ekki verið gerðar opinberar en talið er að hreyflarnir hafi enn verið í gangi þegar vélin skall í hafið. Veður og skyggni var gott. Farþegar sem voru um borð í næstsíðasta flugi vélarinnar sögðu að þeir hefðu fundið lykt af brenndu gúmmíi ásamt því að vélin átti í erfiðleikum með að halda flughæð. Vél norska flugfélagsins Norwegian nauðlenti í Íran á leið frá Dúbaí til Óslóar 14. desember síðastliðinn eftir að bilun kom upp í hreyfli. Flugfélagið mun ekki kyrrsetja sínar 18 vélar að svo stöddu. Jens segir að Icelandair sé í stöðugu sambandi við Boeing, líka vegna þessa máls. Hann segir það ekki liggja fyrir hvert vélarnar fljúgi á næstunni. „Þeim er raðað svolítið niður eftir hentisemi. Það liggur ekki fyrir. Það kemur fram í bókunum fólks hver vélartegundin er.“ Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Farþegar Icelandair hringja inn vegna slyssins Þrjár slíkar þotur eru í íslenska flugflotanum og segir framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair ekkert benda til þess að Icelandair muni kyrrsetja sínar vélar. 11. mars 2019 14:51 Icelandair segir nýjar vélar sínar öruggar þrátt fyrir tvö mannskæð flugslys véla af sömu gerð Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Boeing 737-MAX 8 flugvélar Icelandair verði kyrrsettar eftir hörmulegt flugslys flugvélar sömu gerðar í Eþíópíu í gær. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir vélarnar öruggar. 11. mars 2019 21:10 Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Icelandair er með tilbúna aðgerðaáætlun ef flugmálayfirvöld ákveða að kyrrsetja Boeing 737 Max 8 vélar flugfélagsins. Á tæplega fjórum og hálfum mánuði hafa tvær slíkar þotur hrapað stuttu eftir flugtak, önnur í Indónesíu í fyrra og hin í Eþíópíu í fyrradag. Flugmálayfirvöld í tveimur löndum hafa kyrrsett vélar hjá alls á annan tug flugfélaga. Mörg flugfélög munu þó halda áfram að nota sínar vélar, þar á meðal American Airlines, Southwest og Icelandair. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, á ekki von á því að vélarnar þrjár verði kyrrsettar en það verði þungt fyrir flugfélagið ef til þess kemur. „Við höfum fengið ýmsar fyrirspurnir frá farþegum um þetta atvik. Fólk er að spyrja um vélartegundir,“ segir Jens. Hann þekkir ekki dæmi þess að farþegar hafi afbókað flug. Ekki er búið að ákveða hvort þrjár vélar Icelandair verði kyrrsettar. „Við þurfum að vera með áætlun fyrir allt sem getur gerst,“ segir Jens. Hann gat ekki svarað í hverju áætlunin felst, hvort notast verði við aðrar vélar eða flug felld niður. „Það yrði auðvitað þungt fyrir okkur ef vélarnar verða kyrrsettar. Við vonumst bara til þess, og erum ágætlega bjartsýn, að svo verði ekki. Við vinnum út frá því.“ Málið hefur verið rætt hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. „Við teljum okkur ekki hafa nógu miklar forsendur til að gefa neitt út. Það liggur ekkert fyrir,“ segir Lára Sif Christiansen, framkvæmdastjóri FÍA. 737 Max 8 vélarnar eru nýjar, fyrsta vélin var afhent árið 2017. Alls er búið að afhenda 350 vélar en nú hafa um 100 þeirra verið kyrrsettar. Um helgina hrapaði vél Ethiopian Airlines sex mínútum eftir flugtak, allir 157 um borð fórust. Vél indónesíska flugfélagsins Lion Air hrapaði á svipaðan máta í október í fyrra. Vélin hrapaði í Jövuhaf tólf mínútum eftir flugtak, 189 létu lífið. Niðurstöður rannsakenda hafa ekki verið gerðar opinberar en talið er að hreyflarnir hafi enn verið í gangi þegar vélin skall í hafið. Veður og skyggni var gott. Farþegar sem voru um borð í næstsíðasta flugi vélarinnar sögðu að þeir hefðu fundið lykt af brenndu gúmmíi ásamt því að vélin átti í erfiðleikum með að halda flughæð. Vél norska flugfélagsins Norwegian nauðlenti í Íran á leið frá Dúbaí til Óslóar 14. desember síðastliðinn eftir að bilun kom upp í hreyfli. Flugfélagið mun ekki kyrrsetja sínar 18 vélar að svo stöddu. Jens segir að Icelandair sé í stöðugu sambandi við Boeing, líka vegna þessa máls. Hann segir það ekki liggja fyrir hvert vélarnar fljúgi á næstunni. „Þeim er raðað svolítið niður eftir hentisemi. Það liggur ekki fyrir. Það kemur fram í bókunum fólks hver vélartegundin er.“
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Farþegar Icelandair hringja inn vegna slyssins Þrjár slíkar þotur eru í íslenska flugflotanum og segir framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair ekkert benda til þess að Icelandair muni kyrrsetja sínar vélar. 11. mars 2019 14:51 Icelandair segir nýjar vélar sínar öruggar þrátt fyrir tvö mannskæð flugslys véla af sömu gerð Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Boeing 737-MAX 8 flugvélar Icelandair verði kyrrsettar eftir hörmulegt flugslys flugvélar sömu gerðar í Eþíópíu í gær. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir vélarnar öruggar. 11. mars 2019 21:10 Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Farþegar Icelandair hringja inn vegna slyssins Þrjár slíkar þotur eru í íslenska flugflotanum og segir framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair ekkert benda til þess að Icelandair muni kyrrsetja sínar vélar. 11. mars 2019 14:51
Icelandair segir nýjar vélar sínar öruggar þrátt fyrir tvö mannskæð flugslys véla af sömu gerð Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Boeing 737-MAX 8 flugvélar Icelandair verði kyrrsettar eftir hörmulegt flugslys flugvélar sömu gerðar í Eþíópíu í gær. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir vélarnar öruggar. 11. mars 2019 21:10
Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15