Handbolti

Framkvæmdarstjóri HSÍ: Vonandi skilar dómstóllinn niðurstöðu öðru hvoru megin við helgi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir að Fjölnir hafi kært framkvæmd undanúrslitaleiksins í Coca-Cola bikar karla. Dómstóll HSÍ muni nú kveða upp hver næstu skref verða.

Valur fékk vítakast undir lok leiksins og einum leikmanni Fjölnis var vísað af velli með rautt spjald. Dómararnir skoðuðu atvikið með aðstoð myndbandsupptöku og komust að þessari niðurstöðu.

Síðar kom í ljós að ákvörðunin var röng og fór því Arnar Máni Ingvarsson, leikmaður Fjölnis, ekki í bann. Fjölnir var einu skrefi frá úrslitaleknum og þeir voru ósáttir með ákvörðunina sem endaði með því að þeir kærðu framkvæmd leiksins.

„Þeir gerðu það um helgina sem kom inn á laugardaginn. Henni var vísað frá vegna formgalla en þeir skiluðu endurbættri útgáfu á sunnudaginn og sú kæra er í meðferð hjá dómstólum HSÍ,“ sagði Róbert en hvert er framhaldið?

„Dómstóllinn óskar eftir greinargerðum frá málsaðilum. Málsaðilum hafa frest þangað til á morgun til að skila því inn og í kjölfarið tekur hann málið til meðferðar. Vonandi skilar hann niðurstöðu öðru hvoru megin við helgi,“ en gæti sú staða komið upp að skila þurfi úrslitaleikinn aftur?

„Nú get ég ekki bara svarað því. Málið er í meðferð hjá dómstólunum og hann tekur málið fyrir og dæmir. Það er þeirra að meta hvað er til í þessu og hvernig málinu lýkur.“

Það kom upp atvik í vetur þar sem dómstóllinn dæmdi að síðustu fimm sekúndur í leik Þróttar og Víkings yrðu leiknar aftur. Að endingu var dæmt að leikurinn allur yrði spilað aftur.

„Vissulega kom það atvik upp að það þurfti að spila leik aftur en hvort að það sé fordæmi er ekki mitt að svara. Dómstóllinn verður að leggja mat á það.“

Innslagið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×