Búist við að vindur nái fárviðrisstyrk Birgir Olgeirsson skrifar 11. mars 2019 16:33 Búið að loka veginum milli Hvolsvallar og Víkur. Vísir/JóiK Búist er við að vindhraði nái fárviðrisstyrk undir Eyjafjöllum og í Heimaey í Vestmannaeyjum í kvöld. Til að ná fárviðrisstyrk þarf meðalvindhraði að ná yfir 32,7 metrum á sekúndu sem samsvarar 12 vindstigum á gamla vindstigakvarðanum. Skilgreining á fárviðri er þegar búast má við skemmdum á mannvirkjum, útvera á bersvæði er hættuleg og verðið getur rifið hjarn, lyft möl og grjóti. Kyrrstæðir bílar geta oltið eða fokið og heil þök tekur af húsum. Hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun vegna óveðursins á Suðurlandi í kvöld og nótt. Það mun þó draga úr vindi í Heimaey í kvöld þegar vindurinn snýst í norðaustan- og austanátt en ekki mun draga úr vindir undir Eyjafjöllum fyrr en í nótt. Búist er við miklu hvassviðri í Öræfasveit og öllum Skaftárhreppi í kvöld og nótt þar sem meðalvindhraði verður á bilinu 25 til 28 metrar á sekúndu. Seint í nótt og fram eftir morgni verður hríðarveður á Norðaustur- og Austurlandi og hefur verið gefin út gul viðvörun fyrir það svæði. Búið er að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur og er reiknað með að lokunin standi fram á þriðjudaginn 12. mars. Veginum um Skeiðarársand og Öræfasveit verður lokað klukkan 20. Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Skaftárhreppur Veður Vestmannaeyjar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Búist er við að vindhraði nái fárviðrisstyrk undir Eyjafjöllum og í Heimaey í Vestmannaeyjum í kvöld. Til að ná fárviðrisstyrk þarf meðalvindhraði að ná yfir 32,7 metrum á sekúndu sem samsvarar 12 vindstigum á gamla vindstigakvarðanum. Skilgreining á fárviðri er þegar búast má við skemmdum á mannvirkjum, útvera á bersvæði er hættuleg og verðið getur rifið hjarn, lyft möl og grjóti. Kyrrstæðir bílar geta oltið eða fokið og heil þök tekur af húsum. Hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun vegna óveðursins á Suðurlandi í kvöld og nótt. Það mun þó draga úr vindi í Heimaey í kvöld þegar vindurinn snýst í norðaustan- og austanátt en ekki mun draga úr vindir undir Eyjafjöllum fyrr en í nótt. Búist er við miklu hvassviðri í Öræfasveit og öllum Skaftárhreppi í kvöld og nótt þar sem meðalvindhraði verður á bilinu 25 til 28 metrar á sekúndu. Seint í nótt og fram eftir morgni verður hríðarveður á Norðaustur- og Austurlandi og hefur verið gefin út gul viðvörun fyrir það svæði. Búið er að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur og er reiknað með að lokunin standi fram á þriðjudaginn 12. mars. Veginum um Skeiðarársand og Öræfasveit verður lokað klukkan 20.
Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Skaftárhreppur Veður Vestmannaeyjar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira