Lengi sagt við konur að þær þurfi bara að mennta sig Snæbjört Pálsdóttir skrifar 11. mars 2019 16:30 Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA. Formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir konur lengi hafa staðið sig betur en karlar í háskóla. Það virðist þó litlu skipta þegar komi að ráðningu forstjóra í einkageiranum. Víða var haldið upp á aþjóðabaráttudag kvenna þann 8. mars síðastliðinn. Viðburður var haldinn í kauphöllinni í samstarfi við UN Women á Íslandi og Samtökum atvinnulífsins. Sigyn Jónsdóttir, formaður ungra athafnakvenna, hringdi bjöllunni í kauphöllinni inn fyrir jafnrétti kynjanna. Jafnframt var hálfgert kvennaverkfall þar sem um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum lögðu niður störf. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og eigandi Pressunnar hnaut um þá staðreynd að á meðan hundruð þerna lögðu niður störf skáluðu konur í kauphöllinni. Hann heldur því fram að þar hafi einvörðungu verið konur sem telja að jafnrétti felist helst í því að fá að sitja í stjórnum stórra félaga. „Þannig er jafnréttisbarátta ekki alltaf um jafnrétti heldur líka um að tryggja forréttindi,“ segir Sigurður G. í færslunni. Þessu hafnar Rakel Sveinsdóttir formaður FKA, félags kvenna í atvinnulífinu, alfarið. Hún var viðmælandi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Jafnréttisbarátta helst alltaf í hendur sem svona ein stór mynd og það er aldrei rétt að fara að höggva í eða etja konum saman sem eru að berjast á einhverjum vígstöðvum. Við þurfum enn þá að hafa töluvert fyrir hlutunum.“ Hún bendir jafnframt á að jafnréttisbaráttan á sér stað á mörgum stigum og þarf að haldast í hendur til að hægt sé að brjóta glerþakið og tryggja aukið réttlæti. Óeðlilegt er að konur séu fyrst og fremst á lágmarkslaunum. Þá sé einnig óeðlilegt hversu mikið hallar á konur í fjármálageiranum þá sérstaklega í einkageiranum.Konur framkvæmdastjórar í 20% tilvika Samkvæmt tölum Hagstofunnar má sjá að heldur hallar á hlut kvenna þegar kemur að starfi framkvæmdarstjóra fyrirtækja en konur gegna starfinu ekki nema í rétt rúmlega 20% tilvika.Úr bæklingnum Konur og karlar á Íslandi 2019. Gefinn út af Hagstofu Íslands, Jafnréttisstofu og forsætisráðuneytinu.Þá bendir Rakel einnig á að þrátt fyrir að fleiri konur en karlar útskrifist úr háskóla sé það ekki að skila sér út í atvinnulífið. „Okkur hefur nú verið sagt í mörg ár að eina sem við konurnar þurfum að gera sé að mennta okkur og afla okkur reynslu, við höfum nú gert það í ekki bara mörg ár heldur áratugi verið að skora hærra en karlmenn úr háskólum en það bara dugir ekki til.“ Samkvæmt tölum Hagstofunnar var rúmur helmingur kvenna 25-64 ára með háskólamenntun árið 2018, samanborið við rúmlega þriðjung karla á sama aldri. Þrátt fyrir það voru meðalatvinnutekjur kvenna þó einungis 72% af meðalatvinnutekjum karla með sömu menntun. Bítið Jafnréttismál Skóla - og menntamál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hringt inn fyrir jafnrétti kynjanna í Kauphöll en baráttumálin ennþá mörg Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. 8. mars 2019 13:08 "Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir konur lengi hafa staðið sig betur en karlar í háskóla. Það virðist þó litlu skipta þegar komi að ráðningu forstjóra í einkageiranum. Víða var haldið upp á aþjóðabaráttudag kvenna þann 8. mars síðastliðinn. Viðburður var haldinn í kauphöllinni í samstarfi við UN Women á Íslandi og Samtökum atvinnulífsins. Sigyn Jónsdóttir, formaður ungra athafnakvenna, hringdi bjöllunni í kauphöllinni inn fyrir jafnrétti kynjanna. Jafnframt var hálfgert kvennaverkfall þar sem um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum lögðu niður störf. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og eigandi Pressunnar hnaut um þá staðreynd að á meðan hundruð þerna lögðu niður störf skáluðu konur í kauphöllinni. Hann heldur því fram að þar hafi einvörðungu verið konur sem telja að jafnrétti felist helst í því að fá að sitja í stjórnum stórra félaga. „Þannig er jafnréttisbarátta ekki alltaf um jafnrétti heldur líka um að tryggja forréttindi,“ segir Sigurður G. í færslunni. Þessu hafnar Rakel Sveinsdóttir formaður FKA, félags kvenna í atvinnulífinu, alfarið. Hún var viðmælandi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Jafnréttisbarátta helst alltaf í hendur sem svona ein stór mynd og það er aldrei rétt að fara að höggva í eða etja konum saman sem eru að berjast á einhverjum vígstöðvum. Við þurfum enn þá að hafa töluvert fyrir hlutunum.“ Hún bendir jafnframt á að jafnréttisbaráttan á sér stað á mörgum stigum og þarf að haldast í hendur til að hægt sé að brjóta glerþakið og tryggja aukið réttlæti. Óeðlilegt er að konur séu fyrst og fremst á lágmarkslaunum. Þá sé einnig óeðlilegt hversu mikið hallar á konur í fjármálageiranum þá sérstaklega í einkageiranum.Konur framkvæmdastjórar í 20% tilvika Samkvæmt tölum Hagstofunnar má sjá að heldur hallar á hlut kvenna þegar kemur að starfi framkvæmdarstjóra fyrirtækja en konur gegna starfinu ekki nema í rétt rúmlega 20% tilvika.Úr bæklingnum Konur og karlar á Íslandi 2019. Gefinn út af Hagstofu Íslands, Jafnréttisstofu og forsætisráðuneytinu.Þá bendir Rakel einnig á að þrátt fyrir að fleiri konur en karlar útskrifist úr háskóla sé það ekki að skila sér út í atvinnulífið. „Okkur hefur nú verið sagt í mörg ár að eina sem við konurnar þurfum að gera sé að mennta okkur og afla okkur reynslu, við höfum nú gert það í ekki bara mörg ár heldur áratugi verið að skora hærra en karlmenn úr háskólum en það bara dugir ekki til.“ Samkvæmt tölum Hagstofunnar var rúmur helmingur kvenna 25-64 ára með háskólamenntun árið 2018, samanborið við rúmlega þriðjung karla á sama aldri. Þrátt fyrir það voru meðalatvinnutekjur kvenna þó einungis 72% af meðalatvinnutekjum karla með sömu menntun.
Bítið Jafnréttismál Skóla - og menntamál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hringt inn fyrir jafnrétti kynjanna í Kauphöll en baráttumálin ennþá mörg Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. 8. mars 2019 13:08 "Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Hringt inn fyrir jafnrétti kynjanna í Kauphöll en baráttumálin ennþá mörg Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. 8. mars 2019 13:08
"Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06