Lengi sagt við konur að þær þurfi bara að mennta sig Snæbjört Pálsdóttir skrifar 11. mars 2019 16:30 Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA. Formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir konur lengi hafa staðið sig betur en karlar í háskóla. Það virðist þó litlu skipta þegar komi að ráðningu forstjóra í einkageiranum. Víða var haldið upp á aþjóðabaráttudag kvenna þann 8. mars síðastliðinn. Viðburður var haldinn í kauphöllinni í samstarfi við UN Women á Íslandi og Samtökum atvinnulífsins. Sigyn Jónsdóttir, formaður ungra athafnakvenna, hringdi bjöllunni í kauphöllinni inn fyrir jafnrétti kynjanna. Jafnframt var hálfgert kvennaverkfall þar sem um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum lögðu niður störf. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og eigandi Pressunnar hnaut um þá staðreynd að á meðan hundruð þerna lögðu niður störf skáluðu konur í kauphöllinni. Hann heldur því fram að þar hafi einvörðungu verið konur sem telja að jafnrétti felist helst í því að fá að sitja í stjórnum stórra félaga. „Þannig er jafnréttisbarátta ekki alltaf um jafnrétti heldur líka um að tryggja forréttindi,“ segir Sigurður G. í færslunni. Þessu hafnar Rakel Sveinsdóttir formaður FKA, félags kvenna í atvinnulífinu, alfarið. Hún var viðmælandi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Jafnréttisbarátta helst alltaf í hendur sem svona ein stór mynd og það er aldrei rétt að fara að höggva í eða etja konum saman sem eru að berjast á einhverjum vígstöðvum. Við þurfum enn þá að hafa töluvert fyrir hlutunum.“ Hún bendir jafnframt á að jafnréttisbaráttan á sér stað á mörgum stigum og þarf að haldast í hendur til að hægt sé að brjóta glerþakið og tryggja aukið réttlæti. Óeðlilegt er að konur séu fyrst og fremst á lágmarkslaunum. Þá sé einnig óeðlilegt hversu mikið hallar á konur í fjármálageiranum þá sérstaklega í einkageiranum.Konur framkvæmdastjórar í 20% tilvika Samkvæmt tölum Hagstofunnar má sjá að heldur hallar á hlut kvenna þegar kemur að starfi framkvæmdarstjóra fyrirtækja en konur gegna starfinu ekki nema í rétt rúmlega 20% tilvika.Úr bæklingnum Konur og karlar á Íslandi 2019. Gefinn út af Hagstofu Íslands, Jafnréttisstofu og forsætisráðuneytinu.Þá bendir Rakel einnig á að þrátt fyrir að fleiri konur en karlar útskrifist úr háskóla sé það ekki að skila sér út í atvinnulífið. „Okkur hefur nú verið sagt í mörg ár að eina sem við konurnar þurfum að gera sé að mennta okkur og afla okkur reynslu, við höfum nú gert það í ekki bara mörg ár heldur áratugi verið að skora hærra en karlmenn úr háskólum en það bara dugir ekki til.“ Samkvæmt tölum Hagstofunnar var rúmur helmingur kvenna 25-64 ára með háskólamenntun árið 2018, samanborið við rúmlega þriðjung karla á sama aldri. Þrátt fyrir það voru meðalatvinnutekjur kvenna þó einungis 72% af meðalatvinnutekjum karla með sömu menntun. Bítið Jafnréttismál Skóla - og menntamál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hringt inn fyrir jafnrétti kynjanna í Kauphöll en baráttumálin ennþá mörg Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. 8. mars 2019 13:08 "Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir konur lengi hafa staðið sig betur en karlar í háskóla. Það virðist þó litlu skipta þegar komi að ráðningu forstjóra í einkageiranum. Víða var haldið upp á aþjóðabaráttudag kvenna þann 8. mars síðastliðinn. Viðburður var haldinn í kauphöllinni í samstarfi við UN Women á Íslandi og Samtökum atvinnulífsins. Sigyn Jónsdóttir, formaður ungra athafnakvenna, hringdi bjöllunni í kauphöllinni inn fyrir jafnrétti kynjanna. Jafnframt var hálfgert kvennaverkfall þar sem um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum lögðu niður störf. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og eigandi Pressunnar hnaut um þá staðreynd að á meðan hundruð þerna lögðu niður störf skáluðu konur í kauphöllinni. Hann heldur því fram að þar hafi einvörðungu verið konur sem telja að jafnrétti felist helst í því að fá að sitja í stjórnum stórra félaga. „Þannig er jafnréttisbarátta ekki alltaf um jafnrétti heldur líka um að tryggja forréttindi,“ segir Sigurður G. í færslunni. Þessu hafnar Rakel Sveinsdóttir formaður FKA, félags kvenna í atvinnulífinu, alfarið. Hún var viðmælandi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Jafnréttisbarátta helst alltaf í hendur sem svona ein stór mynd og það er aldrei rétt að fara að höggva í eða etja konum saman sem eru að berjast á einhverjum vígstöðvum. Við þurfum enn þá að hafa töluvert fyrir hlutunum.“ Hún bendir jafnframt á að jafnréttisbaráttan á sér stað á mörgum stigum og þarf að haldast í hendur til að hægt sé að brjóta glerþakið og tryggja aukið réttlæti. Óeðlilegt er að konur séu fyrst og fremst á lágmarkslaunum. Þá sé einnig óeðlilegt hversu mikið hallar á konur í fjármálageiranum þá sérstaklega í einkageiranum.Konur framkvæmdastjórar í 20% tilvika Samkvæmt tölum Hagstofunnar má sjá að heldur hallar á hlut kvenna þegar kemur að starfi framkvæmdarstjóra fyrirtækja en konur gegna starfinu ekki nema í rétt rúmlega 20% tilvika.Úr bæklingnum Konur og karlar á Íslandi 2019. Gefinn út af Hagstofu Íslands, Jafnréttisstofu og forsætisráðuneytinu.Þá bendir Rakel einnig á að þrátt fyrir að fleiri konur en karlar útskrifist úr háskóla sé það ekki að skila sér út í atvinnulífið. „Okkur hefur nú verið sagt í mörg ár að eina sem við konurnar þurfum að gera sé að mennta okkur og afla okkur reynslu, við höfum nú gert það í ekki bara mörg ár heldur áratugi verið að skora hærra en karlmenn úr háskólum en það bara dugir ekki til.“ Samkvæmt tölum Hagstofunnar var rúmur helmingur kvenna 25-64 ára með háskólamenntun árið 2018, samanborið við rúmlega þriðjung karla á sama aldri. Þrátt fyrir það voru meðalatvinnutekjur kvenna þó einungis 72% af meðalatvinnutekjum karla með sömu menntun.
Bítið Jafnréttismál Skóla - og menntamál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hringt inn fyrir jafnrétti kynjanna í Kauphöll en baráttumálin ennþá mörg Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. 8. mars 2019 13:08 "Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Hringt inn fyrir jafnrétti kynjanna í Kauphöll en baráttumálin ennþá mörg Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. 8. mars 2019 13:08
"Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu