Viðmælendaþjálfun RÚV og FKA Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. mars 2019 07:30 Nýverið undirrituðu RÚV og FKA tímamótasamning sem felur í sér að næstu þrjú árin verða árlega valdar 10 konur í viðmælendaþjálfun sem fara mun fram í húsakynnum RÚV. FKA mun fá leiðbeinanda til verksins, mögulega frá öðrum fjölmiðli, en markmið samningsins er að fjölga konum í hópi viðmælenda íslenskra fjölmiðla. Samningurinn er gerður að fyrirmynd BBC en aðdraganda hans má rekja til ársins 2014 þegar FKA fékk til sín Ingibjörgu Þórðardóttur, þáverandi ritstjóra hjá BBC en nú stjórnanda hjá CNN, sem gest á fjölmiðladegi FKA. Ingibjörg sagði þá frá því hvernig BBC hefði unnið að því að fjölga konum sem viðmælendum með þjálfun. Árið 2017 fékk FKA síðan til sín Mary Hockaday frá BBC sem gest sem sagði þá frá því hvar helstu þjálfunarverkefni væru stödd og hversu mikið hefði áunnist með því að fjölga konum sem viðmælendur. Áhuginn á verkefninu er mikill en við sem höfum lengi starfað á fjölmiðlum vitum að það eru mun fleiri einstaklingar sem hafa áhuga á að koma sjálfum sér á framfæri í fjölmiðlum, í samanburði við þá sem eiga í raun erindi þangað. Viðmælendaþjálfunin mun hins vegar snúast um síðarnefnda hópinn og þann hóp mun FKA skilgreina með því að fá upplýsingar frá fjölmiðlafólki í hvaða geirum eða sérsviðum fjölmiðlum vantar að finna fleiri konur. Þessi háttur á vali er eitt af lykilatriðum BBC enda líklegasta leiðin til að tryggja að konurnar sem hljóta þjálfunina verði í kjölfarið sýnilegar í fréttum. Þar sýna tölur að enn hallar á konur. Ég vil því hvetja fyrirtæki, stofnanir og aðra til að nýta tækifærið og tefla konum oftar fram sem talsmönnum í fjölmiðlum. Það eitt og sér er tækifæri í sjálfu sér því áhugi fjölmiðla er til staðar og fyrir löngu úrelt að benda alltaf á sama „karlinn“ fyrir öll viðtöl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nýverið undirrituðu RÚV og FKA tímamótasamning sem felur í sér að næstu þrjú árin verða árlega valdar 10 konur í viðmælendaþjálfun sem fara mun fram í húsakynnum RÚV. FKA mun fá leiðbeinanda til verksins, mögulega frá öðrum fjölmiðli, en markmið samningsins er að fjölga konum í hópi viðmælenda íslenskra fjölmiðla. Samningurinn er gerður að fyrirmynd BBC en aðdraganda hans má rekja til ársins 2014 þegar FKA fékk til sín Ingibjörgu Þórðardóttur, þáverandi ritstjóra hjá BBC en nú stjórnanda hjá CNN, sem gest á fjölmiðladegi FKA. Ingibjörg sagði þá frá því hvernig BBC hefði unnið að því að fjölga konum sem viðmælendum með þjálfun. Árið 2017 fékk FKA síðan til sín Mary Hockaday frá BBC sem gest sem sagði þá frá því hvar helstu þjálfunarverkefni væru stödd og hversu mikið hefði áunnist með því að fjölga konum sem viðmælendur. Áhuginn á verkefninu er mikill en við sem höfum lengi starfað á fjölmiðlum vitum að það eru mun fleiri einstaklingar sem hafa áhuga á að koma sjálfum sér á framfæri í fjölmiðlum, í samanburði við þá sem eiga í raun erindi þangað. Viðmælendaþjálfunin mun hins vegar snúast um síðarnefnda hópinn og þann hóp mun FKA skilgreina með því að fá upplýsingar frá fjölmiðlafólki í hvaða geirum eða sérsviðum fjölmiðlum vantar að finna fleiri konur. Þessi háttur á vali er eitt af lykilatriðum BBC enda líklegasta leiðin til að tryggja að konurnar sem hljóta þjálfunina verði í kjölfarið sýnilegar í fréttum. Þar sýna tölur að enn hallar á konur. Ég vil því hvetja fyrirtæki, stofnanir og aðra til að nýta tækifærið og tefla konum oftar fram sem talsmönnum í fjölmiðlum. Það eitt og sér er tækifæri í sjálfu sér því áhugi fjölmiðla er til staðar og fyrir löngu úrelt að benda alltaf á sama „karlinn“ fyrir öll viðtöl.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar