Erlent

Jagúar réðst á dýragarðsgest í Arizona

Andri Eysteinsson skrifar
Hér má sjá fullvaxna karljagúara í sínu náttúrulega umhverfi.
Hér má sjá fullvaxna karljagúara í sínu náttúrulega umhverfi. Getty/Barcroft
Kona, sem freistaði þess að ná að taka sjálfsmynd af sér og jagúar í dýragarðinum í Litchfield Park í Arizona í Bandaríkjunum, komst heldur betur í hann krappan en kattardýrið stóra náði að festa klærnar í handlegg konunnar og dró til sín. ABC greinir frá.

Samkvæmt yfirlýsingu sem dýragarðurinn birti á Twitter, hafði konan farið yfir grindverk til þess að komast nær búri jagúarsins. Konan var flutt á sjúkrahús en meiðsli hennar eru ekki talin alvarleg.

Að sögn dýragarðsstjórans, Mickey Ollson er þetta í annað sinn sem jagúarinn, sem er kvendýr, reynir að slá til gesta með þessum hætti. Ollson sagði einnig að dýrinu yrði ekki lógað enda hafi þetta ekki verið dýrinu að kenna, dýragarðurinn myndi aldrei skaða dýr vegna gjörða gesta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×