Gamla símstöðin í Hrútafirði er með orkuver í kjallaranum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2019 21:00 Símstöðin í Brú. Í hlíðinni fyrir ofan má sjá tréstokkinn. Stöð 2/Einar Árnason. Áhugamannahópur um verndun gömlu símstöðvarinnar í Brú í Hrútafirði leitar nú leiða til að glæða húsið lífi á ný í von um að bjarga því frá eyðileggingu. Símstöðin var í aldarfjórðung helsta miðstöð langlínusímtala milli landshluta áður en sjálfvirki síminn kom. Fjallað var um þessa forvitnilegu byggingu í fréttum Stöðvar 2. Símstöðin tók til starfa árið 1950 og þjónaði bæði sem pósthús og símstöð en einnig sem loftskeytastöðin Brúarradíó. Þar var jafnframt fastur viðkomustaður áætlunarbíla, bæði Norðurleiðar og Strandarútunnar. Húsið liggur núna undir skemmdum en það er í eigu N1, sem notaði það síðast sem gististað fyrir starfsmenn Staðarskála. Símstöðin má muna sinn fífil fegurri en segja má að hún hafi verið nafli alheimsins í Hrútafirði á sínum tíma.Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála, við gömlu símstöðina.Stöð 2/Einar Árnason.„Já, ég held að þetta hafi verið nafli alheimsins og mikið snúist í kringum það hér og verið örugglega einn stærsti atvinnurekandinn á svæðinu á þessum gömlu árum,“ segir Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála. Frá húsinu blasir við gamall tréstokkur í hlíðinni. Hann liggur upp að stíflu og inntakslóni í heiðinni. Vatnið þaðan nýttist símstöðinni bæði sem neysluvatn og til raforkuframleiðslu. Já, þetta hús hafði sína eigin virkjun og hún var hluti af byggingunni. Hún sá bæði símstöðinni og veitingaskálanum í Brú fyrir rafmagni. Í kjallaranum má enn sjá gömlu túrbínuna, sem virkar það heilleg að við veltum því fyrir okkur hvort ekki mætti hleypa vatninu á og hefja raforkuframleiðslu á ný.Gömul mynd af símstöðinni, sem starfaði á árunum 1950 til 1976.Mynd/Úr safni Þóris Steingrímssonar.Það var greinlega ekki tjaldað til einnar nætur í þessu húsi, sem löngu fyrir tíma farsíma og internets var einhver mikilvægasta fjarskiptamiðstöð landsins, þegar menn treystu á símalínur og talstöðvar og símtöl voru afgreidd handvirkt. Þar voru meðal annars afgreidd símtöl milli Reykjavíkur og Akureyrar. Húsið var tólf til fjórtán manna vinnustaður. Þrjár fjölskyldur bjuggu í húsinu að staðaldri, hver hafði sína íbúð, einnig var gistirými fyrir símastarfsmenn sem fóru um landið. Þetta var eins og lítið hótel með fjölda gistiherbergja og matsal. Starfsemi símans lauk árið 1976 en pósthús var áfram rekið í húsinu í nokkur ár. Áhugamannahópur undir forystu Þóris Steingrímssonar leitar nú leiða til að finna húsinu nýtt hlutverk í von um að forða því frá frekari skemmdum og jafnvel niðurrifi. Meðal annars hefur verið viðruð sú hugmynd að reka þar farfuglaheimili, að sögn Þóris. Vandinn er hins vegar sá það gæti kostað talsverða fjármuni að gera það nothæft á ný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Einu sinni var... Fornminjar Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Áhugamannahópur um verndun gömlu símstöðvarinnar í Brú í Hrútafirði leitar nú leiða til að glæða húsið lífi á ný í von um að bjarga því frá eyðileggingu. Símstöðin var í aldarfjórðung helsta miðstöð langlínusímtala milli landshluta áður en sjálfvirki síminn kom. Fjallað var um þessa forvitnilegu byggingu í fréttum Stöðvar 2. Símstöðin tók til starfa árið 1950 og þjónaði bæði sem pósthús og símstöð en einnig sem loftskeytastöðin Brúarradíó. Þar var jafnframt fastur viðkomustaður áætlunarbíla, bæði Norðurleiðar og Strandarútunnar. Húsið liggur núna undir skemmdum en það er í eigu N1, sem notaði það síðast sem gististað fyrir starfsmenn Staðarskála. Símstöðin má muna sinn fífil fegurri en segja má að hún hafi verið nafli alheimsins í Hrútafirði á sínum tíma.Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála, við gömlu símstöðina.Stöð 2/Einar Árnason.„Já, ég held að þetta hafi verið nafli alheimsins og mikið snúist í kringum það hér og verið örugglega einn stærsti atvinnurekandinn á svæðinu á þessum gömlu árum,“ segir Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála. Frá húsinu blasir við gamall tréstokkur í hlíðinni. Hann liggur upp að stíflu og inntakslóni í heiðinni. Vatnið þaðan nýttist símstöðinni bæði sem neysluvatn og til raforkuframleiðslu. Já, þetta hús hafði sína eigin virkjun og hún var hluti af byggingunni. Hún sá bæði símstöðinni og veitingaskálanum í Brú fyrir rafmagni. Í kjallaranum má enn sjá gömlu túrbínuna, sem virkar það heilleg að við veltum því fyrir okkur hvort ekki mætti hleypa vatninu á og hefja raforkuframleiðslu á ný.Gömul mynd af símstöðinni, sem starfaði á árunum 1950 til 1976.Mynd/Úr safni Þóris Steingrímssonar.Það var greinlega ekki tjaldað til einnar nætur í þessu húsi, sem löngu fyrir tíma farsíma og internets var einhver mikilvægasta fjarskiptamiðstöð landsins, þegar menn treystu á símalínur og talstöðvar og símtöl voru afgreidd handvirkt. Þar voru meðal annars afgreidd símtöl milli Reykjavíkur og Akureyrar. Húsið var tólf til fjórtán manna vinnustaður. Þrjár fjölskyldur bjuggu í húsinu að staðaldri, hver hafði sína íbúð, einnig var gistirými fyrir símastarfsmenn sem fóru um landið. Þetta var eins og lítið hótel með fjölda gistiherbergja og matsal. Starfsemi símans lauk árið 1976 en pósthús var áfram rekið í húsinu í nokkur ár. Áhugamannahópur undir forystu Þóris Steingrímssonar leitar nú leiða til að finna húsinu nýtt hlutverk í von um að forða því frá frekari skemmdum og jafnvel niðurrifi. Meðal annars hefur verið viðruð sú hugmynd að reka þar farfuglaheimili, að sögn Þóris. Vandinn er hins vegar sá það gæti kostað talsverða fjármuni að gera það nothæft á ný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Einu sinni var... Fornminjar Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45