Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-28 | Valsmenn unnu stórleikinn Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 31. mars 2019 22:45 vísir/vilhelm Valur vann góðan tveggja marka sigur á FH í Kaplakrika í kvöld, 26-28. Leikurinn var kaflaskiptur og voru það heimamenn sem leiddu í fyrrihálfleik með einu marki, 15-14. Það voru gestirnir sem mættu ákveðnari til leiks og stjórnuðu leiknum í upphafi. Þeir voru með mikla yfirburði sóknarlega og heimamenn áttu í miklum vandræðum með þá. Um miðbik fyrri hálfleiks snérust leikar og FH náði tökum á leiknum þrátt fyrir að ná ekki forystunni fyrr en á loka sekúndu og leiddu þeir að honum loknum, 15-14. Síðari hálfleikurinn var skemmtilegur, liðin skiptust á að leiða leikinn og voru það heimamenn sem byrjuðu hálfleikinn betur. Valsmenn áttu erfitt sóknarlega á meðan FH vörnin var að spila vel. Gestirnir áttu inni leikmann sem hafði látið lítið fyrir sér fara en Magnús Óli Magnússon mætti til leiks og skoraði að vild í síðari hálfleik. Vörnin hjá FH réð ekkert við hann þrátt fyrir að þeir gátu einbeitt sér alfarið að honum því engin ógn var af hægri væng Valsmanna. Daníel Freyr Andrésson, markvörður Vals, var einn besti leikmaður liðsins og hélt þeim inní leiknum meðan útileikmenn spiluðu ekki vel. Daníel fékk að líta rauða spjaldið þegar tæpar 10 mínútur voru eftir af leiknum. Daníel og Jakob Martin skullu saman en þar sem Daníel er markvörður Vals og olli árekstrinum þá var það mat dómara að senda hann í sturtu. Valur var þarna með tveggja marka forystu, 23-25. FH jafnaði metinn í 25-25 og mátti búast við því að heimamenn myndu nýta sér þetta og ná yfirhöndinni. Sú var ekki rauninn og voru það Valsmenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar í þessari baráttu liðanna um 3. sætið. Lokatölur í Kaplakrika, 26-28. Af hverju vann Valur? Valur hafði betur á lokakaflanum og þar með eignuðu þeir sér sigurinn. Heilt yfir var vörn og markvarsla að standa betur hjá Val en leikmenn FH geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki haldið betur á þeim spilum sem þeir fengu í kvöld.Hverjir stóðu upp úr?Magnús Óli Magnússon lét lítið fyrir sér fara í fyrri hálfleik en hann kom sá og sigraði í þeim síðari. Magnús var markahæstur í liði Vals með 8 mörk. Alexander Örn Júlíusson var að vanda lykilmaðurinn í vörninni og þá átti Daníel Freyr Andrésson mjög góðan leik. Daníel var smá tíma í gang en eftir að hann hrökk í gang varði hann 11 skot og hélt sínum mönnum inní leiknum. Í liði FH var enginn sem stóð beint upp úr, liðið spilaði vel saman á góðu köflunum en duttu svo allir niður saman. Markverðirnir náðu sér aldrei á flug en Bjarni Ófeigur Valdimarsson var þeirra öflugasta vopn í vörninni. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur heimamanna með 8 mörk, þar af 5 af vítapunktinum. Hann byrjaði vel en datt svo niður þegar líða tók á leikinn. Hvað gekk illa? FH gekk illa að halda þeirri forystu sem þeir komu sér í, varnarlega áttu þeir góðan kafla um miðbik leiks en héldu það ekki út. Sóknarleikurinn var ekki nógu góður og lítil ógn var af skyttunum þeirra. Valur spilaði engan stjörnuleik en höfðu betur á réttum tímapunktum, það er nóg.Hvað er framundan? Það er stutt í næstu umferð enda aðeins tveir leikir eftir í deildinni. Á miðvikudaginn er næst síðasta umferðin, þar mætir FH Akureyri á meðan Valur tekur á móti hinu liðinu að norðan, KA. Í loka umferðinni fara FH-ingar norður yfir heiðar og mæta KA á meðan Valur mætir Haukum. Nú fara línurnar að skýrast og það styttist í úrslitakeppnina sjálfa Halldór Jóhann, úr leik liðanna á Hlíðarendavísir/vilhelmHalldór Jóhann: Þú kveikir ekkert á takka í úrslitakeppninni„Töpum þessu bara sjálfir“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH „Mér fannst alltof margt vera ekki í lagi, fengum á okkur 8 mörk á fyrstu 10 mínútunum. Við spilum frábæra vörn síðan í 30 mínútur en gefum svo hrikalega eftir og létum þá skora á okkur aftur og aftur og aftur. Síðan fórum við að taka alveg hreint ótrúlegar ákvarðanir sóknarlega í seinni hálfleik“ sagði Halldór Jóhann og bætir því að við að það hafi verið svo margt sem þeir eiga að gera miklu betur. „Mér fannst Valsararnir ekki frábærir í dag, langt því frá. Þess vegna var lag að vinna þá og við vorum með ágætis tök á leiknum. Við vorum 19-16 yfir og þá fórum við að leyfa okkur hluti sem við eigum ekki að leyfa okkur.“ FH hafði fín tök á leiknum í síðari hálfleik en náðu aldrei að ýta Val langt frá sér. Halldór er ósáttur við það hvernig hans menn spiluðu úr þeirri stöðu „Ég veit ekki hvort að menn hafi fengið einhverja tilfiningur að þetta væri orðið eitthvað þægilegt og við fórum aftur að gera þessi hluti sem við eigum ekki að gera. Það er ástæðan fyrir því að við töpuðum leiknum“ FH hefur núna tapað stigum í síðustu 4 leikjum deildarinnar og segir Halldór það nokkuð ljóst að þeir þurfi að fara að vinna í sínum leik. Það sé ekki nóg að mæta í úrslitakeppnina og halda að allt smelli saman þar. „Það er alveg klárt að við þurfum að fara að safna einhverjum stigum, annars lendum við í því að tapa 4. sætinu. Við áttum séns á að ná 3. sætinu og þess vegna er þetta ennþá ergilegra að við komum svona daufir inní leikinn, það er auðvitað áhyggjuefni“ „Við höfum sýnt það að það býr helling í mínu liði, við höfum spilað um einn bikar til þessa og unnið hann svo við getum spilað helvíti góðan handbolta. En við þurfum auðvitað að ná þeirri spilamennsku upp, það gerist ekkert að sjálfum sér þótt það sé úrslitakeppni. Það er ekkert kveikt á einhverjum takka þegar úrslitakeppnin byrjar“ Halldór Jóhann segir það áhyggjuefni að liðið nái ekki að gíra sig upp í þessa úrslitaleiki, en þeir féllu á stóru prófunum bæði gegn ÍBV í Vestmannaeyjum um daginn og núna gegn Val „Aðal málið í þessu og það sem ég er svo ósáttur við er að útí Eyjum um daginn þá var útslitaleikur þar sem við gátum ýtt Eyjamönnum lengra frá okkur og núna erum við með úrslitaleik um 3. sætið að fara fram úr Val, ég er auðvitað ósáttur við það að ná ekki að vinna þessa leiki“ sagði Halldór Jóhann að lokum Þjálfarateymi Vals, Snorri Steinn og Guðlaugur Arnarssonvísir/vilhelmGulli: Þeir voru að berjast fyrir hvorn annanVarnarleikurinn og markvarslan skóp sigurinn að mati Guðlaugs Arnarssonar, þjálfara Vals. „Það var varnarleikurinn og markvarslan í seinni hálfleik sem skóp sigurinn í dag. Aginn sóknarlega líka, við náðum að hægja aðeins á okkur, fækka tæknifeilunum og náðum svo að loka vörninni í seinni hálfleik. Þar af leiðandi fengum við auðveldari skot á okkur sem markverðirnir náðu að taka“ „Við misstum hausinn aðeins undir lok fyrri hálfleiks, bæði út í dómarana og annað, fengum tvær mínútur fyrir kjaft og ég fékk líka tvær mínútur á mig fyrir kjaft í seinni hálfleik. Það eru nokkur atriði þarna sem við þurfum aðeins að vinna með. Ég er gríðalega ánægður með karakterinn á strákunum í dag, hvernig við vorum að berjast og berjast fyrir hvorn annan.“ sagði Gulli ánægður með stígandann á sínu liði Valur hefur ekki verið að spila eins og eitt besta lið landsins í síðustu leikjum en það er oft þannig að lið detti niður á svona löngu tímabili. Þeir eru þó að ná sér aftur á skrið á besta tímapunkti þegar stutt er í úrslitakeppnina. Gulli segir sigurinn í dag auðvitað gríðalega mikilvægan „Það er frábært að koma á einn erfiðasta útvöllinn á landinu að spila á móti einu besta liðinu á landinu og vinna. Við erum með tvo góða sigra núna í þessari viku, við erum ánægðir með það“ „Þetta var mjög mikilvægur leikur uppá 3. og 4. sætið svo við horfum bara uppá við núna“ Gulli vildi lítið tjá sig um rauða spjald leiksins þegar Daníel Freyr var sendur útaf eftir áreksturinn við Jakob. Dómarar leiksins notuðust við VAR dómgæslu og niðurstaðan sú að Daníel væri brotlegur. „Ég vil segja sem minnst, dómararnir notuðu VAR og ég geri því ráð fyrir því að þeir séu að dæma rétt“ voru lokaorð Guðlaugs Olís-deild karla
Valur vann góðan tveggja marka sigur á FH í Kaplakrika í kvöld, 26-28. Leikurinn var kaflaskiptur og voru það heimamenn sem leiddu í fyrrihálfleik með einu marki, 15-14. Það voru gestirnir sem mættu ákveðnari til leiks og stjórnuðu leiknum í upphafi. Þeir voru með mikla yfirburði sóknarlega og heimamenn áttu í miklum vandræðum með þá. Um miðbik fyrri hálfleiks snérust leikar og FH náði tökum á leiknum þrátt fyrir að ná ekki forystunni fyrr en á loka sekúndu og leiddu þeir að honum loknum, 15-14. Síðari hálfleikurinn var skemmtilegur, liðin skiptust á að leiða leikinn og voru það heimamenn sem byrjuðu hálfleikinn betur. Valsmenn áttu erfitt sóknarlega á meðan FH vörnin var að spila vel. Gestirnir áttu inni leikmann sem hafði látið lítið fyrir sér fara en Magnús Óli Magnússon mætti til leiks og skoraði að vild í síðari hálfleik. Vörnin hjá FH réð ekkert við hann þrátt fyrir að þeir gátu einbeitt sér alfarið að honum því engin ógn var af hægri væng Valsmanna. Daníel Freyr Andrésson, markvörður Vals, var einn besti leikmaður liðsins og hélt þeim inní leiknum meðan útileikmenn spiluðu ekki vel. Daníel fékk að líta rauða spjaldið þegar tæpar 10 mínútur voru eftir af leiknum. Daníel og Jakob Martin skullu saman en þar sem Daníel er markvörður Vals og olli árekstrinum þá var það mat dómara að senda hann í sturtu. Valur var þarna með tveggja marka forystu, 23-25. FH jafnaði metinn í 25-25 og mátti búast við því að heimamenn myndu nýta sér þetta og ná yfirhöndinni. Sú var ekki rauninn og voru það Valsmenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar í þessari baráttu liðanna um 3. sætið. Lokatölur í Kaplakrika, 26-28. Af hverju vann Valur? Valur hafði betur á lokakaflanum og þar með eignuðu þeir sér sigurinn. Heilt yfir var vörn og markvarsla að standa betur hjá Val en leikmenn FH geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki haldið betur á þeim spilum sem þeir fengu í kvöld.Hverjir stóðu upp úr?Magnús Óli Magnússon lét lítið fyrir sér fara í fyrri hálfleik en hann kom sá og sigraði í þeim síðari. Magnús var markahæstur í liði Vals með 8 mörk. Alexander Örn Júlíusson var að vanda lykilmaðurinn í vörninni og þá átti Daníel Freyr Andrésson mjög góðan leik. Daníel var smá tíma í gang en eftir að hann hrökk í gang varði hann 11 skot og hélt sínum mönnum inní leiknum. Í liði FH var enginn sem stóð beint upp úr, liðið spilaði vel saman á góðu köflunum en duttu svo allir niður saman. Markverðirnir náðu sér aldrei á flug en Bjarni Ófeigur Valdimarsson var þeirra öflugasta vopn í vörninni. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur heimamanna með 8 mörk, þar af 5 af vítapunktinum. Hann byrjaði vel en datt svo niður þegar líða tók á leikinn. Hvað gekk illa? FH gekk illa að halda þeirri forystu sem þeir komu sér í, varnarlega áttu þeir góðan kafla um miðbik leiks en héldu það ekki út. Sóknarleikurinn var ekki nógu góður og lítil ógn var af skyttunum þeirra. Valur spilaði engan stjörnuleik en höfðu betur á réttum tímapunktum, það er nóg.Hvað er framundan? Það er stutt í næstu umferð enda aðeins tveir leikir eftir í deildinni. Á miðvikudaginn er næst síðasta umferðin, þar mætir FH Akureyri á meðan Valur tekur á móti hinu liðinu að norðan, KA. Í loka umferðinni fara FH-ingar norður yfir heiðar og mæta KA á meðan Valur mætir Haukum. Nú fara línurnar að skýrast og það styttist í úrslitakeppnina sjálfa Halldór Jóhann, úr leik liðanna á Hlíðarendavísir/vilhelmHalldór Jóhann: Þú kveikir ekkert á takka í úrslitakeppninni„Töpum þessu bara sjálfir“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH „Mér fannst alltof margt vera ekki í lagi, fengum á okkur 8 mörk á fyrstu 10 mínútunum. Við spilum frábæra vörn síðan í 30 mínútur en gefum svo hrikalega eftir og létum þá skora á okkur aftur og aftur og aftur. Síðan fórum við að taka alveg hreint ótrúlegar ákvarðanir sóknarlega í seinni hálfleik“ sagði Halldór Jóhann og bætir því að við að það hafi verið svo margt sem þeir eiga að gera miklu betur. „Mér fannst Valsararnir ekki frábærir í dag, langt því frá. Þess vegna var lag að vinna þá og við vorum með ágætis tök á leiknum. Við vorum 19-16 yfir og þá fórum við að leyfa okkur hluti sem við eigum ekki að leyfa okkur.“ FH hafði fín tök á leiknum í síðari hálfleik en náðu aldrei að ýta Val langt frá sér. Halldór er ósáttur við það hvernig hans menn spiluðu úr þeirri stöðu „Ég veit ekki hvort að menn hafi fengið einhverja tilfiningur að þetta væri orðið eitthvað þægilegt og við fórum aftur að gera þessi hluti sem við eigum ekki að gera. Það er ástæðan fyrir því að við töpuðum leiknum“ FH hefur núna tapað stigum í síðustu 4 leikjum deildarinnar og segir Halldór það nokkuð ljóst að þeir þurfi að fara að vinna í sínum leik. Það sé ekki nóg að mæta í úrslitakeppnina og halda að allt smelli saman þar. „Það er alveg klárt að við þurfum að fara að safna einhverjum stigum, annars lendum við í því að tapa 4. sætinu. Við áttum séns á að ná 3. sætinu og þess vegna er þetta ennþá ergilegra að við komum svona daufir inní leikinn, það er auðvitað áhyggjuefni“ „Við höfum sýnt það að það býr helling í mínu liði, við höfum spilað um einn bikar til þessa og unnið hann svo við getum spilað helvíti góðan handbolta. En við þurfum auðvitað að ná þeirri spilamennsku upp, það gerist ekkert að sjálfum sér þótt það sé úrslitakeppni. Það er ekkert kveikt á einhverjum takka þegar úrslitakeppnin byrjar“ Halldór Jóhann segir það áhyggjuefni að liðið nái ekki að gíra sig upp í þessa úrslitaleiki, en þeir féllu á stóru prófunum bæði gegn ÍBV í Vestmannaeyjum um daginn og núna gegn Val „Aðal málið í þessu og það sem ég er svo ósáttur við er að útí Eyjum um daginn þá var útslitaleikur þar sem við gátum ýtt Eyjamönnum lengra frá okkur og núna erum við með úrslitaleik um 3. sætið að fara fram úr Val, ég er auðvitað ósáttur við það að ná ekki að vinna þessa leiki“ sagði Halldór Jóhann að lokum Þjálfarateymi Vals, Snorri Steinn og Guðlaugur Arnarssonvísir/vilhelmGulli: Þeir voru að berjast fyrir hvorn annanVarnarleikurinn og markvarslan skóp sigurinn að mati Guðlaugs Arnarssonar, þjálfara Vals. „Það var varnarleikurinn og markvarslan í seinni hálfleik sem skóp sigurinn í dag. Aginn sóknarlega líka, við náðum að hægja aðeins á okkur, fækka tæknifeilunum og náðum svo að loka vörninni í seinni hálfleik. Þar af leiðandi fengum við auðveldari skot á okkur sem markverðirnir náðu að taka“ „Við misstum hausinn aðeins undir lok fyrri hálfleiks, bæði út í dómarana og annað, fengum tvær mínútur fyrir kjaft og ég fékk líka tvær mínútur á mig fyrir kjaft í seinni hálfleik. Það eru nokkur atriði þarna sem við þurfum aðeins að vinna með. Ég er gríðalega ánægður með karakterinn á strákunum í dag, hvernig við vorum að berjast og berjast fyrir hvorn annan.“ sagði Gulli ánægður með stígandann á sínu liði Valur hefur ekki verið að spila eins og eitt besta lið landsins í síðustu leikjum en það er oft þannig að lið detti niður á svona löngu tímabili. Þeir eru þó að ná sér aftur á skrið á besta tímapunkti þegar stutt er í úrslitakeppnina. Gulli segir sigurinn í dag auðvitað gríðalega mikilvægan „Það er frábært að koma á einn erfiðasta útvöllinn á landinu að spila á móti einu besta liðinu á landinu og vinna. Við erum með tvo góða sigra núna í þessari viku, við erum ánægðir með það“ „Þetta var mjög mikilvægur leikur uppá 3. og 4. sætið svo við horfum bara uppá við núna“ Gulli vildi lítið tjá sig um rauða spjald leiksins þegar Daníel Freyr var sendur útaf eftir áreksturinn við Jakob. Dómarar leiksins notuðust við VAR dómgæslu og niðurstaðan sú að Daníel væri brotlegur. „Ég vil segja sem minnst, dómararnir notuðu VAR og ég geri því ráð fyrir því að þeir séu að dæma rétt“ voru lokaorð Guðlaugs